« 16. janúar |
■ 17. janúar 2011 |
» 18. janúar |
Hlutabréf í BP hækka eftir samning um íshafsrannsóknir við Rússa
Hlutabréf hafa hækkað í BP eftir að tilkynnt var föstudaginn 14. janúar að fyrirtækið hefði gert samning við rússneska orkufyrirtækið Rosnefnt um miðlun á tækniþekkingu við rannsóknir á heimskauta-landgrunni Rússlands í Suður-Karahafi. Rosneft eignast hlut í BP en BP eignast 9.5% í Rosnefnt. Á mörku...
Schäuble ávítar Barroso fyrir kröfu hans um stærri evru-björgunarsjóð
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, fór hörðum orðum um José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, mánudaginn 17. janúar og sagði hann flækja evru-krísuna með því að tala um nauðsyn þess að stækka evru-björgunarsjóðinn. „Einangraðar tillögur auðvelda alls ekki málið, þvert á m...
Spá hagfræðinga: Grikkland verður óhjákvæmilega gjaldþrota
Evru-ríkin neyðast til að heimila Grikkjum að stöðva afborganir af þeim lánum sem þeir hafa fengið.
Bændablaðið: hjáleið notuð til að ríkið fái fjárstyrki frá ESB
Þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra ráðherra vinstri-grænna, þar á meðal Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að ekki verði þegnir aðlögunar- eða upplýsingastyrkir frá Evrópusambandinu á tíma aðildarviðræðna við það, er unnið að umsóknum um slíka styrki á verksviði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.
Forseti Kína: Yfirráð dollars liðin tíð
Hu Jintao, forseti Kína, sem heimsækir Washington í þessari viku lýsir þeirri skoðun í samtölum við Wall Street Journal og Washington Post, að gjaldmiðlakerfi heimsins, sem byggi á Bandaríkjadal, sem grunngjaldmiðli sé úrelt og tilheyri liðnum tíma. Jafnframt gefur hann til kynna, að Kínverjar stefni að því að gera sinn eigin gjaldmiðil að heimsmiðli.
Kínverskur banki opnar fimm ný útibú í Evrópu
Einn helzti viðskiptabanki í Kína, ICBC, ætlar að opna fimm ný útibú í Evrópu á næstu tveimur vikum. Útibúin verða opnuð í París, Brussel, Amsterdam, Mílanó og Madrid en fyrir hafði bankinn starfsstöðvar í London, Moskvu, Lúxemborg og Frankfurt.
Hver ber ábyrgð á svo einhliða upplýsingamiðlun?
Ætli Evrópusambandið og þingmenn á Evrópuþinginu hafi áhuga á að fá upplýsingar um hvernig línur liggja á Íslandi í umræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu? Ætla mætti að þessir aðilar teldu sér til framdráttar að fá sæmilega skýra mynd af þeim viðhorfum, sem hér eru uppi. Varla telja þessir aðilar hyggilegt að kynnast einungis annarri hlið málsins?
Hvað gerir Þorsteinn Pálsson þá? Situr hann áfram - eða segir hann af sér?
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins fjallar um stöðu aðlögunarviðræðna Íslands og ESB í grein í Fréttablaðinu sl. laugardag, eins og sagt hefur verið frá í fréttum Evrópuvaktarinnar. En eins og kunnugt er á Þorsteinn Pálsson sæti í íslenzku samninganefndinni.