« 17. janúar |
■ 18. janúar 2011 |
» 19. janúar |
Íslensk fiskveiðimál kynnt ESB-þingmönnum vegna aðildarviðræðnanna
Fiskveiðinefnd ESB-þingsins efnir til upplýsingafundar um fiskveiðar á Íslandi í ljósi aðildarviðræðna Íslendinga í Brussel þriðjudaginn 25. janúar. Á fundinum verður gefið yfirlit yfir stöðuna í aðildarviðræðunum, rætt um sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda sjávar og gerð grein fyrir reynslu og fram...
Utanríkisráðherra Frakka í vörn vegna byltingarinnar í Túnis
Michele Alliot-Marie, utanríkisráðherra Frakka, hefur tekið til varna fyrir viðbrögð sín og franskra stjórnvalda vegna stjórnarbyltingarinnar í Túnis.
Írar vilja lægri vexti á björgunarlán
Brian Lenihan, fjármálaráðherra Íra, sem situr þriðjudaginn 18. janúar fund fjármálaráðherra ESB-ríkjanna í Brussel, segist ætla að mælast til þess að vextir á björgunarláni evru-ríkjanna til Íra í lok síðasta árs verði lækkaðir. „Ég vil fá betri lánskjör,“ sagði hann fyrir ráðherrafundinn. Írar tr...
Umhverfisstjóri ESB tilkynnti mánudaginn 17. janúar að hann vildi lögsækja sænsk stjórnvöld fyrir að heimila veiðar á úlfum í andstöðu við löggjöf ESB. „Mér finnst miður að hafin sé útgáfa á leyfum til úlfaveiða í Svíþjóð,“ sagði Janez Potocnik, umhverfisstjóri, þegar hann kynnti tillögu sína um lög...
Goldman Sachs: Beinið fjárfestingum frá Kína og Indlandi til Bandaríkjanna
Bandaríska fjármálafyrirtækið Goldman Sachs ráðleggur viðskiptavinum sínum nú að beina fjárfestingum til skemmri tíma til Bandaríkjanna og til kauphalla á Vesturlöndum en frá vaxandi efnahagsveldum á borð við Kína, Indland o.fl. Það er verðbólguþróunin í þessum löndum, sem veldur bandaríska fyri...
Erlendar fjárfestingar drógust saman í ESB-ríkjum-jukust í Bandaríkjunum og víðar
Erlendar fjárfestingar á heimsvísu drógust mjög saman á árunum 2008 og 2009 en byrjuðu að aukast á nýjan leik á árinu 2010. Mest varð aukning erlendra fjárfestinga í Bandaríkjunum eða um 43,3%. Einnig varð mikil aukning í Rómönsku Ameríku eða um 21,1% og um 10% í Asíu. Hins vegar minnkuðu erlend...
Einar K. Guðfinnsson: ESB sýnir Íslandi vígtennurnar í makrílmálinu
„Með þessu er ESB að sýna vígtennurnar,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um löndunarbann ESB á íslensk makrílveiðiskip á bloggsíðu sinni 17. janúar. Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti bannið á fundi sameiginlegu EES-nefndari...
WikiLeaks fær upplýsingar um 2000 leynireikninga á Cayman eyjum
Rudolf Elmer, fyrrverandi starfsmaður svissneska bankans Julius Bär, hefur afhent Julian Assange, stofnanda WikiLeaks tvo tölvudiska með nöfnum 2000 þekktra einstaklinga.
Er Össuri alvara með norðurslóðastefnu? Verður Ísland strandríki?
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt tillögu fyrir alþingi um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða.
Jóhanna móðgar alla þá, sem skrifuðu undir
Viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur við undirskriftasöfnun Bjarkar Guðmundsdóttur og samstarfsmanna hennar vegna Magma-málsins eru móðgun við það fólk, sem skrifaði undir áskorunina til stjórnvalda og Alþingis. Efnislega er texti áskorunarinnar tvíþættur. Sá hluti hennar, sem snýr að ríkisstjórninni er áskorun um að koma í veg fyrir söluna á HS Orku.