« 18. janúar |
■ 19. janúar 2011 |
» 20. janúar |
Elmer upplýsti WikiLeaks dæmdur fyrir rétti í Zürich
Rudolf Elmer, sem var yfirmaður svissneska Julius Bär-bankans á Cayman-eyjum og hefur lekið bankaleyndarmálum til WikiLeaks, var miðvikudaginn 19. janúar dæmdur í Zürich fyrir brot á svissneskum bankalögum. Var hann sektaður um 6000 svissneska franka (730 þús. ísl. kr.) en ekki dæmdur í fangelsi ein...
Mandelson lávarður ekki á flæðiskeri staddur
Mandelson lávarður (Peter Mandelson), fyrrverandi ráðherra í Bretlandi og framkvæmdarstjórnarmaður ESB, verður líklega ráðinn ráðgjafi hjá Lazard-fjárfestingarbankanum á næstunni.
Aðlögunarskilyrði ESB og krafa frá Össuri knýja á um brottrekstur Jóns Bjarnasonar
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, krafðist þess af Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að hún sæi til þess að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, yrði knúinn til að afturkalla neitun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um að laga sig að kröfum ESB eða að aðlögunar aðgerðir yrðu hafnar á vegum ráðuneytisins.
Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands hlaut endurnýjað traust á fundi þingflokks Fianna Fail í gærkvöldi en jafnframt sagði Micheal Martin, utanríkisráðherra af sér. Ekki var upplýst um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar en fyrir fundinn höfðu 41 þingmaður lýst yfir stuðningi við Cowen, 14 þingmenn kváðust mundu greiða atkvæði gegn honum og 16 þingmenn vildu ekki gefa upp afstöðu sína.
Verði Jón Bjarnason rekinn fellur ríkisstjórnin
Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins í dag hefur ráðuneyti Jóns Bjarnasonar gefið skýr svör við fyrirspurnum frá Evrópusambandinu þess efnis, að engin áform séu um breytingar á lögum eða reglugerðum til þess að setja á stofn greiðslustofnun í landbúnaði eða að taka upp byggðaáætlun að hætti Evrópusambandsins.
Ekkert löndunarbann hjá Össuri!
Núverandi ríkisstjórn hefur haft þann hátt á, að mótmæla staðreyndum og láta sem veruleikinn sé annar en hann er. Þegar ljóst var orðið að Ísland var ekki í samningaviðræðum við Evrópusambandið um aðild heldur var komið í gang aðlögunarferli hélt ríkisstjórnin því stíft fram, að ekkert aðlögunarferli væri í gangi.