Fimmtudagurinn 30. júní 2022

Fimmtudagurinn 20. janúar 2011

«
19. janúar

20. janúar 2011
»
21. janúar
Fréttir

Hefur Jón Bjarnason gefist upp fyrir utanríkis­ráðuneytinu í styrkjamálum?

Á fundi í ESB-viðræðuhópi landbúnaðar fimmtudaginn 20. janúar voru kynnt drög að tveimur umsóknum um TAIEX-styrki frá Evrópu­sambandinu. Drögin voru kynnt þrátt fyrir að Jón Bjarnason, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, hafi sagt að ráðuneyti sitt mundi ekki sækja um neina ESB-styrki. Í ræðu á al...

Orbán sætir þungri gagnrýni á ESB-þinginu

Viktor Orbán, forsætis­ráðherra Ungverjalands, kynnti stefnu ríkis­stjórnar sinnar í forsæti ESB á fundi ESB-þingsins að morgni miðvikudags 19. janúar. Hann hafði varla fengið tóm til að flytja ávarpsorð sín til þingmanna þegar Jerzy Buzek, þing­forseti, sló í bjöllu sína. Hópur þingmanna græningja ha...

Tillögur um uppstokkun ríkisskulda Grikkja og Íra

Fjármála­ráðherrar ESB-ríkjanna ræddu á fundi sínum í Brussel mánudaginn 17. janúar mótaðar tillögur um uppstokkun á ríkisskuldum bæði í Grikklandi og á Írlandi að sögn þýska blaðsins Financial Times Deutschland (FTD) fimmtudaginn 20. janúar. Samkvæmt því sem segir í blaðinu byggist áætlunin á því a...

Ritskoðun í utanríkis­ráðuneyti?

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis­flokksins spurði Jón Bjarnason sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra á Alþingi í morgun, hvort rétt væri að utanríkis­ráðuneytið hefði neitað að senda svör frá ráðuneyti hans við spurningum ESB áfram til Brussel. Jón Bjarnason svaraði þeirri spurningu ekki í fyrra svari sínu. Bjarni ítrekaði spurninguna. Jón Bjarnason svaraði ekki í seinna svari.

Steingrímur J.: tökum ekki við styrkjum vegna breytinga fyrirfram

Steingrímur J. Sigfússon, fjármála­ráðherra, sagði á Alþingi í morgun, að flokkur hans liti svo á að um umsóknarferli væri að ræða gagnvart Evrópu­sambandinu. Flokkurinn styddi ekki breytingar fyrirfram á lögum og reglum af þeim sökum. Hins vegar þyrftu að vera tilbúnar áætlanir um slíkar breyting...

Gróf árás á Alþingi-forseti gefur skýrslu eftir hádegi

Uppnám varð á Alþingi núna í morgun vegna forsíðufréttar Morgunblaðsins um fartölvuna, sem fannst í skrifstofuhúsnæði Alþingis fyrir ári. Forsætis­nefnd Alþingis kom saman til fundar fyrir þingfund og fundar áfram um málið í hádeginu. Jafnframt mun forseti Alþingis eiga fund með formönnum þing­flokka og gefa þinginu skýrslu kl.

Fólk má leita læknisaðstoðar í öðru ESB-ríki

Evrópu­þingið samþykkti í gær ný lög, sem heimila sjúklingum að leita læknisaðstoðar og lyfjagjafar í öðru ESB-ríki og fá endurgreitt heima fyrir ef biðlistar eru of langir eða lyf ekki fáanleg. Lækna­samtök og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn telja, að þessi löggjöf komi illa við efnaminna fólk. Euobserver segir, að tekið hafi mörg ár að ná samkomulagi um þessa löggjöf.

FT: Of hitnun í efnahagskerfi Kína?

Nýjar tölur um efnahagsþróun í Kína valda vaxandi áhyggjum um ofhitnun kínverska efnahagskerfisins að því er fram kemur í Financial Times í dag. Þær benda til þess að fastar verði tekið á í peningamála­stefnu Kína á næstu mánuðum.

Leiðarar

Alcoa segir hingað og ekki lengra - ESB situr yfir ráðlausri ríkis­stjórn

Viðskiptablaðið greinir frá því 20. janúar að Alcoa hafi stigið skref sem miði að því að hætta við álver á Bakka við Húsavík. Ákvörðun í þessa veru er meðal annars skýrð með því að Lands­virkjun ætli ekki að stunda rannsóknir í Gjástykki sem eru forsenda þess að virkjað verði í þágu nýs álvers. Orkus...

Í pottinum

Álfheiður Inga­dóttir og „málatilbúnaður“ Morgunblaðsins!

Í hvaða veröld lifir Álfheiður Inga­dóttir?

Forseti Alþingis verður að upplýsa þingheim um fund fartölvunnar

Frétt Morgunblaðsins í dag um fartölvuna, sem fannst í skrifstofuhúsnæði alþingis­manna við Austurstræti fyrir ári er stórmál, raunar eitt hið stærsta, sem hér hefur komið upp. Það leikur enginn vafi á því, að hér var um að ræða markvissa og þraut­skipulagða tilraun til þess að stunda njósnir um störf íslenzkra alþingis­manna. Hver getur haft hag af því?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS