« 19. janúar |
■ 20. janúar 2011 |
» 21. janúar |
Hefur Jón Bjarnason gefist upp fyrir utanríkisráðuneytinu í styrkjamálum?
Á fundi í ESB-viðræðuhópi landbúnaðar fimmtudaginn 20. janúar voru kynnt drög að tveimur umsóknum um TAIEX-styrki frá Evrópusambandinu. Drögin voru kynnt þrátt fyrir að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi sagt að ráðuneyti sitt mundi ekki sækja um neina ESB-styrki. Í ræðu á al...
Orbán sætir þungri gagnrýni á ESB-þinginu
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, kynnti stefnu ríkisstjórnar sinnar í forsæti ESB á fundi ESB-þingsins að morgni miðvikudags 19. janúar. Hann hafði varla fengið tóm til að flytja ávarpsorð sín til þingmanna þegar Jerzy Buzek, þingforseti, sló í bjöllu sína. Hópur þingmanna græningja ha...
Tillögur um uppstokkun ríkisskulda Grikkja og Íra
Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna ræddu á fundi sínum í Brussel mánudaginn 17. janúar mótaðar tillögur um uppstokkun á ríkisskuldum bæði í Grikklandi og á Írlandi að sögn þýska blaðsins Financial Times Deutschland (FTD) fimmtudaginn 20. janúar. Samkvæmt því sem segir í blaðinu byggist áætlunin á því a...
Ritskoðun í utanríkisráðuneyti?
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins spurði Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Alþingi í morgun, hvort rétt væri að utanríkisráðuneytið hefði neitað að senda svör frá ráðuneyti hans við spurningum ESB áfram til Brussel. Jón Bjarnason svaraði þeirri spurningu ekki í fyrra svari sínu. Bjarni ítrekaði spurninguna. Jón Bjarnason svaraði ekki í seinna svari.
Steingrímur J.: tökum ekki við styrkjum vegna breytinga fyrirfram
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun, að flokkur hans liti svo á að um umsóknarferli væri að ræða gagnvart Evrópusambandinu. Flokkurinn styddi ekki breytingar fyrirfram á lögum og reglum af þeim sökum. Hins vegar þyrftu að vera tilbúnar áætlanir um slíkar breyting...
Gróf árás á Alþingi-forseti gefur skýrslu eftir hádegi
Uppnám varð á Alþingi núna í morgun vegna forsíðufréttar Morgunblaðsins um fartölvuna, sem fannst í skrifstofuhúsnæði Alþingis fyrir ári. Forsætisnefnd Alþingis kom saman til fundar fyrir þingfund og fundar áfram um málið í hádeginu. Jafnframt mun forseti Alþingis eiga fund með formönnum þingflokka og gefa þinginu skýrslu kl.
Fólk má leita læknisaðstoðar í öðru ESB-ríki
Evrópuþingið samþykkti í gær ný lög, sem heimila sjúklingum að leita læknisaðstoðar og lyfjagjafar í öðru ESB-ríki og fá endurgreitt heima fyrir ef biðlistar eru of langir eða lyf ekki fáanleg. Læknasamtök og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn telja, að þessi löggjöf komi illa við efnaminna fólk. Euobserver segir, að tekið hafi mörg ár að ná samkomulagi um þessa löggjöf.
FT: Of hitnun í efnahagskerfi Kína?
Nýjar tölur um efnahagsþróun í Kína valda vaxandi áhyggjum um ofhitnun kínverska efnahagskerfisins að því er fram kemur í Financial Times í dag. Þær benda til þess að fastar verði tekið á í peningamálastefnu Kína á næstu mánuðum.
Alcoa segir hingað og ekki lengra - ESB situr yfir ráðlausri ríkisstjórn
Viðskiptablaðið greinir frá því 20. janúar að Alcoa hafi stigið skref sem miði að því að hætta við álver á Bakka við Húsavík. Ákvörðun í þessa veru er meðal annars skýrð með því að Landsvirkjun ætli ekki að stunda rannsóknir í Gjástykki sem eru forsenda þess að virkjað verði í þágu nýs álvers. Orkus...
Álfheiður Ingadóttir og „málatilbúnaður“ Morgunblaðsins!
Í hvaða veröld lifir Álfheiður Ingadóttir?
Forseti Alþingis verður að upplýsa þingheim um fund fartölvunnar
Frétt Morgunblaðsins í dag um fartölvuna, sem fannst í skrifstofuhúsnæði alþingismanna við Austurstræti fyrir ári er stórmál, raunar eitt hið stærsta, sem hér hefur komið upp. Það leikur enginn vafi á því, að hér var um að ræða markvissa og þrautskipulagða tilraun til þess að stunda njósnir um störf íslenzkra alþingismanna. Hver getur haft hag af því?