« 20. janúar |
■ 21. janúar 2011 |
» 22. janúar |
Steingrímur J. vill Jón Bjarna. úr ríkisstjórn með sameiningu ráðuneyta
Embættismenn hlutu hörð viðbrögð hagsmunaaðila við ákvörðun forystumanna stjórnarflokkanna um nýtt atvinnuvegaráðuneyti og stóreflingu umhverfisráðuneytis á kynningarfundi 21. janúar. Heimildarmenn Evrópuvaktarinnar telja að Steingrímur J. Sigfússon sé sérstakur áhugamaður um þessar breytingar á rík...
Þorsteinn Pálsson telur Ísland betur sett innan ESB en sem strandríki samkvæmt hafréttarsáttmálanum
Þorsteinn Pálsson, sem sæti á í ESB-samninganefnd Íslands, er þeirrar skoðunar „að um deilistofna [séu Íslendingar skuldbundnir til að semja við aðrar þjóðir og staða slíkra samninga [sé betri innan ESB en utan og [vísar til sterkrar stöðu Skota.“
Bretar styrkja norðurtengslin - Jóhanna bendir Cameron á að taka fæðingarorlof
Á Joey Lakey blogginu, sem skrifað er af breskum blaðamanni, má lesa lýsingu á leiðtogafundinum sem Jóhanna Sigurðardóttir sat í London miðvikudag og fimmtudag 19. og 20. janúar í Whitechapel listasafninu í London. Þar segir að tilgangur Davids Camerons með því að bjóða átta forsætisráðherrum frá No...
Embættismenn í Brussel: Ísland mun hafna aðild
Embættismenn hjá Evrópusambandinu segja í einkasamtölum, að þeir telji að Íslendingar muni hafna aðild að ESB segir í frétt á euobserver í dag um fund Cameron, forsætisráðherra Breta með leiðtogum Norðurlandaþjóða og Eystrasaltsríkja. Downingstræti leggur áherzlu á, að fundurinn sé ekki til marks um vantrú þessara þjóða á Evrópusambandinu. Engum fulltrúa ESB var boðið á fundinn.
2% Íra flytja úr landi á tveimur árum
Hugveita í Dublin, Economic and Social Reasearch Institute, telur, að um 2% írsku þjóðarinnar flytji úr landi á tveimur árum frá apríl 2010-apríl 2012 í leit að atvinnu. Þetta jafngildir því að um 1000 manns flytji úr landi í viku hverri og 100 þúsund manns á tveimur árum. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í dag.
Brian Cowen neyddist til að boða til kosninga 11. marz
Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands neyddist til þess að boða kosningar mun fyrr en hann ætlaði og varð að hverfa frá því að skipa sex nýja ráðherra í ríkisstjórn sína í stað þeirra, sem sögðu af sér í kjölfar endurkjörs hans, sem flokksleiðtoga. Afstaða Græna flokksins, sem á aðild að ríkisstjórninni varð til þess, að forsætisráðherrann átti ekki annarra kosta völ.
Evrópuvaktin tekur upp stjórnmálavakt
Þegar Evrópuvaktin hóf göngu sína undir lok aprílmánaðar 2010 var markmiðið að skapa vettvang fyrir almennar fréttir um málefni Evrópusambandsins og umræður um tengsl Íslands og ESB. Umsjónarmenn og aðrir aðstandendur Evrópuvaktarinnar töldu æskilegt að koma upp vefmiðli, sem fjallaði um þessi mál...
Forseti Alþingis þegir í heilt ár og gefur svo rangar upplýsingar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis þagði í heilt ár um fartölvuna, sem fannst í húsakynnum alþingismanna, grunsemdir, sem henni tengdust og um lögreglurannsókn vegna málsins. Hún skýrði þingheimi ekki frá málinu fyrr en Morgunblaðið hafði upplýst um alla þætti þess, sem fram voru komnir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir gaf forsætisnefnd Alþingis, skv.