Föstudagurinn 15. janúar 2021

Laugardagurinn 22. janúar 2011

«
21. janúar

22. janúar 2011
»
23. janúar
Fréttir

ESB-þingið fagnar því að ESB verði heimskautsstrandríki með aðild Íslands

Hugsanleg ESB-aðild Íslands, olíuvinnsla í Norður-Íshafi og önnur tækifæri til að nýta auðlindir og áhrif mengunar, einkum á sjávarhæð í ESB-ríkjum, allt mælir þetta með því að ESB færi málefni norðurskautsins hæst á stefnumótunarlista sinn og hvetur til aukinnar þátttöku ESB í Norðurskautsráðin...

Brian Cowen hættir sem leiðtogi Fianna Fail á Írlandi

Brian Cowen, forsætis­ráðherra Írlands, hefur kynnt afsögn sína sem flokksleiðtogi Fianna Fail.

Verður kosningum flýtt á Írlandi?

Skoðanakannanir á Írlandi benda til þess að Finna Fail, flokkur Brian Cowens, forsætis­ráðherri bíði mikið afhroð í kosningunum 11. marz n.k. og fái um 14% atkvæða. Fyrr í þessum mánuði var birt könnun þar sem fylgi Fine Gail mældist 35% og Verkamanna­flokksins 21%. Síðdegis í dag, laugardag, var tilk...

Krugman: Kína í peningalegu feni

Paul Krugman, Nóbelsverðlauna­hafi í hagfræði, segir í grein í Irish Times í dag, að Kína hafi álpast út í peningalegt fen, sem versni með hverjum mánuði, sem líði. Meginástæðan sé gengis­stefna Kínverja sem búi til falskan viðskiptajöfnuð.

Utanríkis­ráðherra stöðvar ESB-svör Jóns Bjarna. um landbúnaðarmál - ætlar að svara sjálfur

Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, hefur lagt svör sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra við ákveðnum spurningum ESB til hliðar vegna ágreinings ráðherranna um efni þeirra.

Leiðarar

Jóhanna leggur blessun yfir valdníðslu Össurar á Jóni Bjarna.

Í skýrslu rannsóknar­nefndar alþingis um bankahrunið er nokkuð rætt um ábyrgð ráðherra.

Í pottinum

Af hverju þessi tilraun til að gera lítið úr tölvufundinum?

Það er dálítið fyndið að fylgjast með tilraunum ýmissa vinstri manna með Álfheiði Ingadóttur, alþingis­mann VG í fararbroddi til þess að gera lítið úr fundi aðskotatölvu í húsakynnum Alþingis við Austurstræti en Álfheiður reið á vaðið í umræðum á Alþingi og velti því fyrir sér, hvort um storm í vatnsglasi væri að ræða. Síðan hafa aðrir úr svipaðri átt tekið undir þau sjónarmið.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS