Mánudagurinn 25. janúar 2021

Fimmtudagurinn 3. febrúar 2011

«
2. febrúar

3. febrúar 2011
»
4. febrúar
Fréttir

Össur: utanríkis­ráðuneyti og forsætis­ráðuneyti sækja um ESB-styrki

Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, sagði á alþingi fimmtudaginn 3. febrúar að samningahópar Íslands gerðu tillögu um svo­nefnda TAIEX-styrki, það er til sérfræðiaðstoðar vegna ESB-aðildarumsóknarinnar, til utanríkis­ráðuneytisins sem síðan sæi um að afla þeirra í samvinnu við ESB. Um aðra aðlög...

Jóhanna segir vinstri-græna segja ósatt um hlut hennar að ESB-atkvæða­greiðslu

Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, hafnaði því á alþingi fimmtudaginn 3. febrúar sem ósannindum að hún hefði beitt sér á þingi 16. júlí 2009 á þann veg við atkvæða­greiðslu um aðildarumsókn að Evrópu­sambandinu að segja við þingmenn úr röðum vinstri-grænna að stjórnar­samstarf Samfylkingar og vi...

Tölvur 900 milljóna manna með Microsoft-kerfi í hættu

Þeir 900 milljónir manna sem nota Windows-stýrikerfi og Internet Explorer vafra búa við þá staðreynd að glufa er í öryggisvörn talva þeirra samkvæmt tilkynningu frá Microsoft. Í tilkynningunni segir að þetta gat í öryggiskerfinu snerti allar útgáfur af Internet Explorer og útgáfur af Windows. Vegna ágallans sé unnt að valda skaða á tölvum notenda með því að heimsækja eina vefsíðu.

Murdoch kynnir nýtt dagblað fyrir lestæki

News Corporation, útgáfu­fyrirtæki Ruperts Murdochs kynnti í gær fyrsta dagblað, sem hannað er sérstaklega fyrir hin nýju lestæki Ipad og önnur áþekk tæki. Blaðið heitir The Daily, kostar 99 sent á viku og 39,99 dollara á ári. Fjárfestingarkostnaður er 30 milljónir dollara. Rekstrarkostnaður 500 þúsund dollarar á viku og fyrirtækið segir að fyrstu viðtökur hafi verið stórkostlegar.

Lánshæfismat Írlands lækkað í þriðja sinn á sex mánuðum

Lánshæfismat Írlands hefur enn verið lækkað og nú í þriðja skipti á sex mánuðum. S&P hefur lækkað matið úr A í A mínus að sögn euobserver. Meginástæðan er hrun írska bankakerfisins og það mat S&P, að írska ríkið kunni að neyðast til að leggja enn meira fé inn í bankana, en gert hefur verið ráð fyrir fram til þessa.

Leiðarar

Alþingi á ekki síðasta orðið um Icesave - heldur íslenska þjóðin

Fyrir um tveimur áratugum varð mjög víðtæk samstaða á alþingi um að segja Ísland úr Alþjóða­hvalveiðiráðinu. Nokkrum árum áður hafði þingið samþykkt að sætta sig við veiðibann hvalveiðiráðsins.

Pistlar

Þjóðin á að hafa síðasta orðið um Icesave

Stundum eru pólitískar línur mjög skýrar. Það eru þær, þegar hér er komið sögu í Icesave-málinu svo­nefnda. Það mál var komið til þjóðar­innar. Hún hafnaði með afgerandi hætti þeim ákvörðunum, sem meirihluti Alþingis hafði tekið í málinu. Þar með er auðvitað ljóst, að Alþingi getur ekki tekið nýja ákvörðun í sama máli.

Í pottinum

Sjálfstæðis­menn opna framsókn leið í stjórnar­faðm Jóhönnu og Steingríms J.

Öllum er ljóst að ríkis­stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á í miklum vanda vegna hikandi stuðnings vaxandi fjölda þingmanna vinstri-grænna.

Nýtt afrek Jóhönnu: breiðfylking atvinnurekenda, verkalýðs og bæjar­stjóra

Ríkis­stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er margt til lista lagt. Það verður ekki af henni skafið. Nú er henni að takast að skapa gegn sér breiðfylkingu atvinnurekenda, verkalýðsforingja og 17 bæjar­stjóra en allir þessir aðilar krefjast þess, að afstaða ríkis­stjórnar­innar til fiskveiði­stjórnar liggi fyrir áður en gengið verði til kjarasamninga.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS