« 2. febrúar |
■ 3. febrúar 2011 |
» 4. febrúar |
Össur: utanríkisráðuneyti og forsætisráðuneyti sækja um ESB-styrki
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á alþingi fimmtudaginn 3. febrúar að samningahópar Íslands gerðu tillögu um svonefnda TAIEX-styrki, það er til sérfræðiaðstoðar vegna ESB-aðildarumsóknarinnar, til utanríkisráðuneytisins sem síðan sæi um að afla þeirra í samvinnu við ESB. Um aðra aðlög...
Jóhanna segir vinstri-græna segja ósatt um hlut hennar að ESB-atkvæðagreiðslu
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafnaði því á alþingi fimmtudaginn 3. febrúar sem ósannindum að hún hefði beitt sér á þingi 16. júlí 2009 á þann veg við atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu að segja við þingmenn úr röðum vinstri-grænna að stjórnarsamstarf Samfylkingar og vi...
Tölvur 900 milljóna manna með Microsoft-kerfi í hættu
Þeir 900 milljónir manna sem nota Windows-stýrikerfi og Internet Explorer vafra búa við þá staðreynd að glufa er í öryggisvörn talva þeirra samkvæmt tilkynningu frá Microsoft. Í tilkynningunni segir að þetta gat í öryggiskerfinu snerti allar útgáfur af Internet Explorer og útgáfur af Windows. Vegna ágallans sé unnt að valda skaða á tölvum notenda með því að heimsækja eina vefsíðu.
Murdoch kynnir nýtt dagblað fyrir lestæki
News Corporation, útgáfufyrirtæki Ruperts Murdochs kynnti í gær fyrsta dagblað, sem hannað er sérstaklega fyrir hin nýju lestæki Ipad og önnur áþekk tæki. Blaðið heitir The Daily, kostar 99 sent á viku og 39,99 dollara á ári. Fjárfestingarkostnaður er 30 milljónir dollara. Rekstrarkostnaður 500 þúsund dollarar á viku og fyrirtækið segir að fyrstu viðtökur hafi verið stórkostlegar.
Lánshæfismat Írlands lækkað í þriðja sinn á sex mánuðum
Lánshæfismat Írlands hefur enn verið lækkað og nú í þriðja skipti á sex mánuðum. S&P hefur lækkað matið úr A í A mínus að sögn euobserver. Meginástæðan er hrun írska bankakerfisins og það mat S&P, að írska ríkið kunni að neyðast til að leggja enn meira fé inn í bankana, en gert hefur verið ráð fyrir fram til þessa.
Alþingi á ekki síðasta orðið um Icesave - heldur íslenska þjóðin
Fyrir um tveimur áratugum varð mjög víðtæk samstaða á alþingi um að segja Ísland úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Nokkrum árum áður hafði þingið samþykkt að sætta sig við veiðibann hvalveiðiráðsins.
Þjóðin á að hafa síðasta orðið um Icesave
Stundum eru pólitískar línur mjög skýrar. Það eru þær, þegar hér er komið sögu í Icesave-málinu svonefnda. Það mál var komið til þjóðarinnar. Hún hafnaði með afgerandi hætti þeim ákvörðunum, sem meirihluti Alþingis hafði tekið í málinu. Þar með er auðvitað ljóst, að Alþingi getur ekki tekið nýja ákvörðun í sama máli.
Sjálfstæðismenn opna framsókn leið í stjórnarfaðm Jóhönnu og Steingríms J.
Öllum er ljóst að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á í miklum vanda vegna hikandi stuðnings vaxandi fjölda þingmanna vinstri-grænna.
Nýtt afrek Jóhönnu: breiðfylking atvinnurekenda, verkalýðs og bæjarstjóra
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er margt til lista lagt. Það verður ekki af henni skafið. Nú er henni að takast að skapa gegn sér breiðfylkingu atvinnurekenda, verkalýðsforingja og 17 bæjarstjóra en allir þessir aðilar krefjast þess, að afstaða ríkisstjórnarinnar til fiskveiðistjórnar liggi fyrir áður en gengið verði til kjarasamninga.