Þriðjudagurinn 24. maí 2022

Fimmtudagurinn 10. febrúar 2011

«
9. febrúar

10. febrúar 2011
»
11. febrúar
Fréttir

Breskir þingmenn rísa gegn mannréttindadómstólnum í Strassborg

Breskir þingmenn hafa samþykkt með miklum meirihluta að fangar verði ekki settir á kjörskrár, þrátt fyrir að mannréttindadómstóll Evrópu hafi sagt lög í Bretlandi sem svipta fanga kosningarétti brjóta í bága við mannréttindasáttmála Evrópu.

Lánakostnaður Portúgala úr böndunum - ótti vegna evrunnar vex

Lánakostnaður í Portúgal hækkar nú mjög eftir nokkurra vikna ró á fjármálamörkuðum vegna skuldavandans á evru-svæðinu. Sér­fræðingar krefjast skjótra viðbragða.

ESA vill meira gagnsæi í samkeppnisrekstri á vegum RÚV

Eftirlits­stofnun EFTA (ESA) krefst þess af íslenskum stjórnvöldum að gagnsæi í opinberum framlögum til ríkisútvarpsins (RÚV) verði aukið fyrir lok mars 2011 til að „draga úr hættu á samkeppnisröskun á þeim markaði“ þar sem RÚV starfar.

Marine le Pen ánægð með ræðu Camerons

Marine le Pen, sem kjörin var leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi fyrir skömmu en faðir hennar stofnaði flokkinn, hefur lýst ánægju með ræðu Cameron, forsætis­ráðherra Breta um fjölmenningarsamfélög á fundi í Munchen fyrir skömmu (og sagt hefur verið frá hér á Evrópu­vaktinni) og telur hann þar hafa lýst svipuðum sjónarmiðum og flokkur hennar hafi barizt fyrir í 30 ár í Frakklandi.

Bernanke varar enn við of snörpum niðurskurði

Ben Bernanle, aðalbanka­stjóri Seðlabanka Bandaríkjanna varaði við því á fundi með fjárlaga­nefnd fulltrúa­deildar Bandaríkjaþings í gær, að of hart yrði gengið fram í niðurskurði ríkisútgjalda og taldi að slíkur niðurskurður gæti stofnað endurreisn bandarísks efnahagslífs í hættu, að því er fram kemur á Reuters.

Leiðarar

Þegar 8,9% verða að 80% í upplýstri umræðu um ESB-aðild

Þegar ESB-umræðurnar fara af því stigi að snúast um hvers eðlis þær séu, er því gjarnan slegið fram að skrefið frá aðild að evrópska efnahags­svæðinu (EES) inn í Evrópu­sambandið sé í raun lítið. Með aðild að EES hafi Íslendingar hvort sem er tekið upp svo mikið af lögum ESB að smáræði eitt sé eftir.

Í pottinum

Er hyggilegt að útiloka einhverja kosti um samstarf?

Það er skiljanlegt að Sjálfstæðis­mönnum blöskri framganga sumra ráðherra Vinstri grænna í því að koma í veg fyrir eðlilega atvinnuþróun í landinu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS