Þriðjudagurinn 9. ágúst 2022

Föstudagurinn 11. febrúar 2011

«
10. febrúar

11. febrúar 2011
»
12. febrúar
Fréttir

Kanada­stjórn kærir ESB vegna banns gegn selafurðum

Ríkis­stjórn Kanada hefur formlega kvartað undan banni Evrópu­sambandsins á sölu selafurða fyrir Alþjóða­viðskipta­stofnuninni samkvæmt tilkynningu sem var birt föstudaginn 11. febrúar eftir að viðræðum um að ljúka málinu með samkomulagi lauk án árangurs. „Ríkis­stjórn Kanada ætlar að verja hagsmuni sel...

ESB-samningsviðmið Íslands sett árið 2012 segir formaður viðræðu­nefndar Íslands

Lokið er rýnivinnu á 14 köflum af 33 í viðræðum um ESB-aðild Íslands, næsti áfangi í viðræðunum er að semja rýniskýrslur og á því stigi er ætlunin að íslensk stjórnvöld setji sér samningsviðmið og síðan hefjast viðræður um efnisatriði málsins, líklega árið 2012 að sögn Stefáns Hauks Jóhannessonar, f...

Samtök þjóðar gegn Icesave: Undirskriftasöfnun um þjóðar­atkvæði

Samtök sem nefna sig Samtök þjóðar gegn Icesave hafa að sögn mbl.is boðað til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu n.k. mánudag, þar sem kynnt verður undirskriftasöfnun á netinu, þar sem skorað verður á forseta Íslands að synja væntanlegum lögum um ríkisábyrgð á Icesave staðfestingar og vísa þ...

Takmörkuð vitneskja um 112 innan ESB-landa

Hinn 11. febrúar 11/2 er 112-dagur í Evrópu, dagur til að minna á neyðarnúmerið 112. Ný könnun á vegum framkvæmda­stjórnar ESB sýnir að í Evrópu þekkja aðeins 26% 500 milljón íbúa í ESB-löndunum númerið. Í Bretlandi, Grikklandi, á Ítalíu og Kýpur vita aðeins 10% manna hvað stendur á bakvið símanúmer...

Microsoft kastar björgunarhring til Nokia

Nokia hefur tekið höndum saman við Microsoft í því að skyni auka markaðshlut­deild sína að nýju eftir að hún hefur minnkað í samkeppni við iPhone og Android-tæki. Samstarfið miðar að því Nokia nýti Windows-símkerfi í snjallsíma sína. Í því fellst að núverandi stjórnkerfi í Nokia-símum verður sett til hliðar.

Weber missir áhugann á Seðlabanka Evrópu

Axel Weber, aðalbanka­stjóri þýzka Bundesbank, hefur gefið til kynna, að hann hafi ekki lengur áhuga á því að taka við af Jean-Claude Trichet síðar á þessu ári sem aðalbanka­stjóri Seðlabanka Evrópu. Þetta er talið áfall fyrir Angelu Merkel, sem hefur haft augastað á Weber, sem eftirmanni Trichet.

Írland: Burt með AGS/ESB!-Burt með Berlín!

Neikvætt viðhorf til Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins og ESB og að einhverju leyti til aðhaldskrafna, sem raktar eru til Berlínar eru byrjuð að hafa áhrif á flokkaskiptingu og fylgi flokka í Evrópu að mati Wall Street Journal.

ESB: Embættismönnum bannað að gista í lystisnekkjum og fljúga í einkaþotum milljarðamæringa

Framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins hefur bannað embættismönnum ESB að gista um borð í lystisnekkjum milljarðamæringa eða fljúga í einakþotum þeirra þegar þeir eru í fríum. Frá þessu var skýrt í Brussel í gær. Slíkar ferðir hafa legið undir gagnrýni, segir euobserver.

Skíðakennarar innan ESB/EES búa sig undir sameiginleg starfsréttindi

Skíðakennarar innan ESB ætla sér að tryggja að framkvæmda­stjórn ESB lækki ekki kröfur samkvæmt prófinu „Eurotest“ sem þegar hefur hlotið viðurkenningu í fimm löndum. Skíðakennsla er meðal þeirra starfsgreina sem framkvæmda­stjórnin vill að falli undir nýja löggjöf um sameiginlega ESB/EES markaðinn.

Leiðarar

Vaxandi andúð á afskiptum annarra

Í athyglisverðri grein í Wall Street Journal í dag (sem sagt er frá í frétt hér á Evrópu­vaktinni) er fjallað um viðbrögð fólks í ýmsum Evrópu­löndum vegna afskipta utanaðkomandi aðila af málefnum þessara þjóða. Krafan um niðurskurð opinberra útgjalda hefur verið ráðandi nánast alls staðar á Vesturlöndum frá því að fjármálakreppan skall yfir á árinu 2008 af fullum þunga.

Í pottinum

Trúir Jóhanna þessu sjálf?!

Í fréttum RÚV í kvöld, föstudagskvöld, birtist frétt um fjölmennan fund, sem ríkis­stjórnin efndi til í dag, þar sem saman voru komnir ráðherrar, embættismenn, forráðamenn sveitar­félaga, þingmenn o.fl. Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra kom fram í fréttunum og virtist tala um það í alvöru a...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS