« 15. febrúar |
■ 16. febrúar 2011 |
» 17. febrúar |
Pútín hefur drepið lýðræði í Rússlandi og stofnað mafíu-ríki
Vladimir Pútín hefur gengið að lýðræði í Rússlandi dauðu og komið á fót mafíu-ríki, sagði Boris Nemtsov, foringi stjórnarandstöðunnar, miðvikudaginn 16. febrúar. Nemstov, sem er fyrrverandi varaforsætisráðherra Rússlands, líkti Pútín við yngri útgáfu á Hosni Mubarak. „Pútín líkist ungum Mubarak. Ha...
ESB leitast við að móta nýja útlendingastefnu
Straumur um 4.000 flóttamanna frá Túnis til ítölsku eyjarinnar Lampedusa undanfarna daga hefur dregið athygli að stefnu ESB í málefnum hælisleitenda og útlendingalöggjöfinni sem gildir í Evrópu, þar á meðal hér á landi. Árið 2009 sóttu um 260.000 manns um hæli í Evrópu með vísan til trúarlegra eða p...
Nýjar raunir franska utanríkisráðherrans vegna tengsla við Túnis
Michéle Alliot-Marie, utanríkisráðherra Frakka, hefur tekið til varna fyrir foreldra sína vegna viðskipta þeirra við viðskiptafélaga landflótta forseta Túnis. „Einkalíf þeirra er þeirra mál,“ sagði hún, eftir að vikublaðið Le Canard Enchainé birti fréttina um viðskiptin.
Guttenberg sakaður um ritstuld
Varnarmálaráðherra Þýzkalands, Karl-Theodor zu Guttenberg, er sakaður um ritstuld í doktorsritgerð í þýzka dagblaðinu Suddeutsche Zeitung í dag. Hann er sakaður um að nota gögn frá svissnesku dagblaði og úr fyrirlestri án þess að geta heimilda.
Írland: Væntanlegir stjórnarflokkar í hár saman
Þeir tveir stjórnmálaflokkar á Írlandi, sem hafa verið taldir líklegastir til að mynda ríkisstjórn saman að kosningum loknum, Fine Gael og Verkamannaflokkurinn eru nú komnir í hár saman í kosningabaráttunni að sögn Irish Times. Verkalýðshreyfingin hefur blandað sér í deilur flokkanna og lýst því sem miklu áfalli ef Fine Gael tækist að mynda eins flokks stjórn.
Þrjár konur í dómstólnum, sem dæmir í máli Berlusconis
Þrjár konur sitja í dómstólnum, sem dæmir í máli Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, sem dregin verður fyrir dómstól sakaður um að hafa haft mök við stúlku undir lögaldri. Dómarar á Ítalíu eru valdir með tölvukerfi til þess að tryggja óvilhallt val dómara. Þetta kerfi valdi að þessu sinni þrjár konur í dóminn, sem dæmir í máli forsætisráðherrans, að sögn Daily Telegraph.
Japanir hætta hvalveiðum við suðurskautið
Japanir hafa hætt hvalveiðum við suðurskautið, alla vega tímabundið, af öryggisástæðum. Japanskir hvalbátar hafa verið á svæðinu, um borð í þeim hafa verið 180 manns og markmið þeirra var að veiða 945 hvali.
Þýzkaland og Evrópa-gamlar tilfinningar brjótast fram
Í meira en 60 ár hafa Þjóðverjar lagt sig fram um að vera góðir nágrannar þjóðanna á meginlandi Evrópu. Þeir hafa ekki kallað eftir pólitískum áhrifum í samræmi við efnahagslegan styrk og reynt að láta lítið fara fyrir sér.
Þingflokkur Sjálfstæðismanna á réttri leið
Það voru ánægjuleg tíðindi, sem voru að berast frá Alþingi, að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og aðrir þingmenn flokksins hefðu greitt atkvæði með því að Icesave yrði lagt í þjóðaratkvæði. Þar með er horfin sú meginröksemd stjórnarflokkanna gegn þjóðaratkvæði, að mikill meirihluti fyrir máli á Alþingi valdi því að ekki sé nauðsynlegt að þjóðin greiði atkvæði um það.
Spurningin sem brennur á vörum Sjálfstæðismanna
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins bíða nú í ofvæni eftir því, hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins geti komið sér upp skoðun á því, hvort flokkurinn eigi að styðja tillögu um að Icesave fari í þjóðaratkvæði, snúast gegn því eða sitja hjá og hafa enga skoðun eins og fulltrúar flokksins í fjárlaganefnd.