Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Miðvikudagurinn 16. febrúar 2011

«
15. febrúar

16. febrúar 2011
»
17. febrúar
Fréttir

Pútín hefur drepið lýðræði í Rússlandi og stofnað mafíu-ríki

Vladimir Pútín hefur gengið að lýðræði í Rússlandi dauðu og komið á fót mafíu-ríki, sagði Boris Nemtsov, foringi stjórnar­andstöðunnar, miðvikudaginn 16. febrúar. Nemstov, sem er fyrrverandi varaforsætis­ráðherra Rússlands, líkti Pútín við yngri útgáfu á Hosni Mubarak. „Pútín líkist ungum Mubarak. Ha...

ESB leitast við að móta nýja útlendinga­stefnu

Straumur um 4.000 flóttamanna frá Túnis til ítölsku eyjarinnar Lampedusa undanfarna daga hefur dregið athygli að stefnu ESB í málefnum hælisleitenda og útlendingalöggjöfinni sem gildir í Evrópu, þar á meðal hér á landi. Árið 2009 sóttu um 260.000 manns um hæli í Evrópu með vísan til trúarlegra eða p...

Nýjar raunir franska utanríkis­ráðherrans vegna tengsla við Túnis

Michéle Alliot-Marie, utanríkis­ráðherra Frakka, hefur tekið til varna fyrir foreldra sína vegna viðskipta þeirra við viðskipta­félaga landflótta forseta Túnis. „Einkalíf þeirra er þeirra mál,“ sagði hún, eftir að vikublaðið Le Canard Enchainé birti fréttina um viðskiptin.

Guttenberg sakaður um ritstuld

Varnarmála­ráðherra Þýzkalands, Karl-Theodor zu Guttenberg, er sakaður um ritstuld í doktorsritgerð í þýzka dagblaðinu Suddeutsche Zeitung í dag. Hann er sakaður um að nota gögn frá svissnesku dagblaði og úr fyrirlestri án þess að geta heimilda.

Írland: Væntanlegir stjórnar­flokkar í hár saman

Þeir tveir stjórnmála­flokkar á Írlandi, sem hafa verið taldir líklegastir til að mynda ríkis­stjórn saman að kosningum loknum, Fine Gael og Verkamanna­flokkurinn eru nú komnir í hár saman í kosningabaráttunni að sögn Irish Times. Verkalýðshreyfingin hefur blandað sér í deilur flokkanna og lýst því sem miklu áfalli ef Fine Gael tækist að mynda eins flokks stjórn.

Þrjár konur í dómstólnum, sem dæmir í máli Berlusconis

Þrjár konur sitja í dómstólnum, sem dæmir í máli Berlusconis, forsætis­ráðherra Ítalíu, sem dregin verður fyrir dómstól sakaður um að hafa haft mök við stúlku undir lögaldri. Dómarar á Ítalíu eru valdir með tölvukerfi til þess að tryggja óvilhallt val dómara. Þetta kerfi valdi að þessu sinni þrjár konur í dóminn, sem dæmir í máli forsætis­ráðherrans, að sögn Daily Telegraph.

Japanir hætta hvalveiðum við suðurskautið

Japanir hafa hætt hvalveiðum við suðurskautið, alla vega tímabundið, af öryggisástæðum. Japanskir hvalbátar hafa verið á svæðinu, um borð í þeim hafa verið 180 manns og markmið þeirra var að veiða 945 hvali.

Leiðarar

Þýzkaland og Evrópa-gamlar tilfinningar brjótast fram

Í meira en 60 ár hafa Þjóðverjar lagt sig fram um að vera góðir nágrannar þjóðanna á meginlandi Evrópu. Þeir hafa ekki kallað eftir pólitískum áhrifum í samræmi við efnahagslegan styrk og reynt að láta lítið fara fyrir sér.

Í pottinum

Þing­flokkur Sjálfstæðis­manna á réttri leið

Það voru ánægjuleg tíðindi, sem voru að berast frá Alþingi, að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis­flokksins og aðrir þingmenn flokksins hefðu greitt atkvæði með því að Icesave yrði lagt í þjóðar­atkvæði. Þar með er horfin sú meginröksemd stjórnar­flokkanna gegn þjóðar­atkvæði, að mikill meirihluti fyrir máli á Alþingi valdi því að ekki sé nauðsynlegt að þjóðin greiði atkvæði um það.

Spurningin sem brennur á vörum Sjálfstæðis­manna

Stuðningsmenn Sjálfstæðis­flokksins bíða nú í ofvæni eftir því, hvort þing­flokkur Sjálfstæðis­flokksins geti komið sér upp skoðun á því, hvort flokkurinn eigi að styðja tillögu um að Icesave fari í þjóðar­atkvæði, snúast gegn því eða sitja hjá og hafa enga skoðun eins og fulltrúar flokksins í fjárlaga­nefnd.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS