« 17. febrúar |
■ 18. febrúar 2011 |
» 19. febrúar |
ESB-dómstóllinn: Leyfa ber almennt áhorf á „meiriháttar“ leiki
Dómstóll Evrópusambandsins tók fimmtudaginn 17. febrúar afstöðu með knattspyrnuáhugamönnum sem vilja horfa á „meiriháttar“ leiki ókeypis. Dómstóllinn hafnaði kröfum Uefa og Fifa um sölu á sjónvarpsréttindum vegna Evrópumeistara- og heimsmeistarakeppna. Fifa og Uefa höfðu kært framkvæmdastjórn ESB f...
Írland: Slysagildrum lokað í skuggahverfum
Írsk stjórnvöld telja í nýrri skýrslu að hætta stafi af ókláruðum íbúðahverfum í borgum á Írlandi en þar er nú að finna skuggahverfi eins og hér á Íslandi, þar sem mikill fjöldi húsa er ókláraður, íbúðir tómar eða einungis búið í fáum þeirra.
King gagnrýndur fyrir pólitísk afskipti
Merwyn King, bankastjóri Englandsbanka, liggur nú undir gagnrýni frá Verkamannaflokknum fyrir að styðja opinberlega niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórnar Camerons.
Cameron: Það má ekki vera röng fjárhagsleg ákvörðun að vinna
Brezka ríkisstjórnin hefur lagt fyrir þingið tillögur um breytingar á velferðarkerfinu, sem miða að því, að atvinnulaust fólk, sem fær vinnu tapi ekki fjárhagslega á því að taka þá vinnu.
Gorbasjoff: „Egypsk“ bylting í Rússlandi?
Gorbasjoff, fyrrum leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins hefur varað við því að uppreisn sambærileg uppreisninni í Egyptalandi geti orðið í Rússlandi. Hann segist skammast sín fyrir stjórnarhætti í landinu og hefur hörð orð um hina ráðandi stétt þar. Gorbasjoff segir að líkurnar á slíkri uppreisn fari vaxandi að óbreyttu og afleiðingar hennar geti orðið víðtækari en í Egyptalandi.
Danir fylgja í fótspor Íslendinga
Flestar Norðurlandaþjóðanna töluðu niður til okkar Íslendinga í bankahruninu og sumar brugðu beinlínis fæti fyrir okkur. Nú liggur fyrir, að ellefu bankar og fjármálastofnanir hafa orðið gjaldþrota í Danmörku á síðustu árum.