« 19. febrúar |
■ 20. febrúar 2011 |
» 21. febrúar |
Hamborg: Afhroð Kristlegra demókrata
Kannanir við kjörstaði í Hamborg benda til að Kristilegir demókratar hafi beðið afhroð í kosningunum þar í dag og fengið um 20% atkvæða en fengu 42,6% á árinu 2008. Þá benda þessar kannanir til að SPD, flokkur jafnaðarmanna hafi fengið um 50% atkvæða. Þess ber þó að geta að Hamborg hefur lengi ver...
Beðið niðurstöðu háskóla um framtíð varnarmálaráðherrans
Karl-Theodor zu Guttenberg, varnarmálaráðherra Þýskaland, stuðning Angelu Merkel, kanslara, vísan þótt hann sæti ámæli fyrir ritstuld við gerð doktorsritgerðar sinnar í stjórnskipunarrétti, eftir að hann varð orðinn þingmaður.
Ófarir Kristilegra í Hamborg í dag?
Kristilegir demókratar í Þýzkalandi, flokkur Angelu Merkel, kanslara, gæti átt í vændum mikinn ósigur í kosningum, sem fram fara í Hamborg í dag. Flokkurinn fékk 42,6% fylgi í fylkiskosningum í Hamborg á árinu 2008 en skoðanakannanir benda til að hann fái 23% nú.
Hver nýfæddur Dani þýðir 850 þúsund danskra króna halla fyrir þjóðarbúið
Hver nýfæddur Dani þýðir 850 þúsund danskra króna halla fyrir danska þjóðarbúið á ævitíma hans ef engar breytingar verða gerðar á danska velferðarkerfinu. Frá þessu segir Berlingske í dag og byggir á fréttum frá Ritzau og Jyllandsposten. Sérfræðingar sem vitnað er til segja, að danskt efnahagslíf standi ekki undir því þjóðfélagskerfi, sem byggt hafi verið upp.
Fjármálaráðherrar G-20 ríkjanna, sem fundað hafa í París síðustu daga undir forsæti Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakka hafa náð samkomulagi um leiðir til þess að draga úr ójafnvægi í viðskiptum á milli þessara ríkja, sem bera ábyrgð á um 85% af heimsframleiðslunni. Samkomulagið snýst um hvernig eigi að meta viðskiptahalla og afgang í viðskiptum á milli landa.
Kínverjar vilja nýja járnbraut um Kolumbíu frá Kyrrahafi til Atlantshafs
Kínverjar eiga nú í viðræðum við stjórnvöld í Kolumbíu um að koma upp 220 km járnbrautartengingu á milli Buenaventura á Kyrrahafsströndinni og nýrrar hafnar í Cartagena, borgar á Atlantshafsströnd Kolumbíu. Þessi járnbraut yrði valkostur við flutninga á milli Kyrrahafs og Atlantshafs við Panamaskurðinn.
Írland: Verkamannaflokkurinn berst gegn meirihlutastjórn Fine Gael
Kosningabaráttan á Írlandi einkennist nú síðustu dagana fyrir kjördag af harðri baráttu á milli Fine Gael, sem er miðjuhægri flokkur og Verkamannaflokksins. Skoðanakannanir benda til þess að Fine Gael gæti fengið meirihluta á írska þinginu en talsmenn Verkamannaflokksins vara kjósendur mjög við þeim möguleika.
Eigum við að skipta alveg um áhöfn - og senda þau öll BURT?!
Ungur 36 ára gamall borgarstjóri Florence á Ítalíu, Matteo Renzi, hefur vakið athygli þar í landi að sögn The Observer, með bók, sem nefnist Fuori! - Burt! Renzi heldur því fram í bókinni að Ítalir eigi að senda heila kynslóð stjórnmálamanna með Berlusconi í fararbroddi á eftirlaun og skipta um áhöfn í brú ítölsku þjóðarskútunnar.