« 27. febrúar |
■ 28. febrúar 2011 |
» 1. mars |
Ráðherraskipti í Frakklandi eftir afsögn utanríkisráðherrans
Michéle Alliot-Marie, utanríkisráðherra Frakka, sagði af sér embætti með bréfi sem hún sendi Nicolas Sarkozy, forseta sunnudaginn 27. febrúar. Forsetinn flutti sjónvarpsávarp að kvöldi sama dags og tilkynnti afsögn utanríkisáðherrann og að Brice Hortefeux hefði sagt af sér embætti innanríkisráðherra...
ESA telur þýðingarvillu rangfæra orð Sanderuds um Icesave
Evrópuvaktinni hefur borist athugasemd frá Trygve Mellvang-Berg, fjölmiðlafulltrúa Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem hann segir Evrópuvaktina hafa birt frétt um Per Sanderud, forstjóra ESA; 25. febrúar sem sé byggð á þýðingarvillu. Trygve Mellvang-Berg segist hafa skoðað Fréttablaðið frá 25....
Stefnir í stórátök á milli Írlands og ESB
Það stefnir í stórátök á milli Íra og Evrópusambandsins. Þau hefjast á föstudaginn kemur á leiðtogafundi ESB-ríkja í Helsinki. Þá munu Írar gera kröfu um tvennt. Í fyrsta lagi að vextir á neyðarlánum þeirra verði lækkaðir verulega.
Hafa Portúgalar tekið „neyðarlán“?-RÚV á að biðjast afsökunar
Í fyrstu frétt RÚV-sjónvarps í gærkvöldi, sunnudagskvöld, sagði: “Vaxtakostnaður íslenzka ríkisins gæti orðið yfir 700 milljarðar verði Íslendingar dæmdir til að greiða sömu vexti og Portúgal greiðir af sínum neyðarlánum.