« 28. febrúar |
■ 1. mars 2011 |
» 2. mars |
Rætt um landsdóm yfir innflytjendaráðherra Dana
Birthe Rønn Hornbech, innflytjenda- og kirkjumálaráðherra Dana, kann að verða stefnt fyrir landsdóm vegna ásakana um að hún hafi vísvtindandi gefið fyrirmæli um að hafna lögmætum óskum ríkisfangslausra um ríkisborgararétt í Danmörku.
Damanaki vill banna brottkast á fiski – segir það „ósiðlegt“
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, segir brottkast á fiski innan ESB ósiðlegt, sóun á nátturuauðlind og tíma sjómanna.
Guttenberg var búinn að missa stuðning áhrifamanna í CDU og CSU
Karl-Theódór zu Guttenberg, varnarmálaráðherra Þýzkalands, sem sagði af sér í dag, var búinn að missa stuðning háttsettra trúnaðarmanna Kristilegra demókrata (CDU)í Þýzkaland og þó sérstaklega áhrifamanna í CSU, systurflokki Kristlegra í Bæjaralandi.
Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsríkjanna koma saman til fundar í Brussel í dag, þar sem brottkast á fiski verður til umræðu. Gert er ráð fyrir að Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB kynni þar ýmsar hugsanlegar aðferðir til þess að stöðva brottkast. Þar á meðal verði hugmyndir um frekari takmarkanir á hvaða svæðum megi veiða og á hvaða tímum.
Sanderud efast ekki um að Íslendingum beri að greiða Icesave
Hér á Evrópuvaktinni hefur hvað eftir annað verið vitnað til framgöngu Pers Sanderuds, forseta Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), hér á landi í júní 2010. Nú hefur fjölmiðlafulltrúi ESA sent Evrópuvaktinni ábendingu um að ummæli sem höfð voru eftir Sanderud á visir.is 25. júní 2010 um að EFTA-dómstóllin...
Ritstjóri Smugunnar samþykkir Icesave með „sorg í hjarta“
Í pottinum verða menn sífellt meira undrandi á því hve stuðningsmenn Icesave III teygja sig langt eða réttara sagt leggjast lágt í málflutningi sínum þegar þeir leitast við að afsaka að þeir ætli að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að axla skuldir einkabanka gagnvart viðskiptavinum sínum í útlöndum sem veðjuðu á háa vext, tóku meiri áhættu en aðrir sparifjáreigendur og töpuðu í bakahruninu.