NYT í leiðara: vandi Íra hófst með upptöku evrunnar árið 2002
Bandaríska blaðið The New York Times birtir miðvikudaginn 2. mars leiðara í tilefni stjórnaskiptanna á Írlandi. Þar segir meðal annars: „Nýja ríkisstjórnin sem Enda Kenny og mið-hægri flokkur hans Fine Gael er að mynda verður að endurvekja traust í garð ríkisvaldsins með því að dreifa efnahags...
Merwyn King: Hissa að almenningur skuli ekki vera reiðari
Merwyn King, bankastjóri Englandsbanka sagði á fundi með brezkri þingnefnd, að fjármálakreppan væri sök fjármálafyrirtækjanna og þar með afleiðingar hennar svo sem niðurskurður opinberra útgjalda. Hann kvaðst jafnframt hissa á því að reiði almennings væri ekki meiri en fram hefði komið.
Bretar geta „grafið undan“ mannréttindadómstólnum segir Jagland
Thorbjörn Jagland, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hefur áhyggjur af afleiðingum þess ef Bretar ákveða að hafa að engu Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg sem starfar innan vébanda Evrópuráðsins og hefur það hlutverk að tryggja hollustu aðildarþjóða ráðsins við mannréttindasáttmála Evrópu.
Neyðaraðgerðir ESB: Harðnandi afstaða í Þýzkalandi
Flokkarnir þrír, sem eiga aðild að ríkisstjórn Angelu Merkel, CDU, CSU (systurflokkur CDU) og Frjálsir demókratar hafa lagt fram skýrslu, þar sem þeir útiloka notkun peninga úr neyðarsjóði ESB til þess að kaupa upp skuldabréf aðildarríkja, sem eiga í erfiðleikum eða endurskipulagningu á fjármálum þeirra ríkja, sem mundi gera þeim kleift að kaupa eigin skuldabréf til baka með ódýrum hætti.
Viviane Reding vill fleiri konur í stjórnir fyrirtækja
Viviane Reding, sem sæti á í framkvæmdastjórn ESB fyrir Lúxemborg, hefur hafið baráttu fyrir því að konum fjölgi í stjórnum fyrirtækja, að því er fram kemur í Wall Street Journal. Nú er einn af hverjum 10 fulltrúum í stjórnum evrópskra fyrirtækja kona. Reding efndi til ráðstefnu í gær til þess að ræða þetta vandamál.
Framkvæmdastjórn ESB eykur völd sín á kostnað ESB-ríkja og ESB-þings
Aðildarríki ESB og hagsmunasamtök missa áhrif og völd til framkvæmdarstjórnar ESB við framkvæmd ESB-laga að mati sérfræðinga með nýjum reglum sem tóku gildi 1. mars 2011 og snerta málsmeðferð í 300 ESB-nefndum sem fjalla um nákvæma framkvæmd ESB-laga í samræmi við reglur sem kenndar eru við „comitol...
Við erum í sama bát og evrópskur almenningur gagnvart fjármálafyrirtækjum
Í aðildarríkjum Evrópusambandsins er grunntónninn í umræðum um fjármálakreppuna, sem skall á á árunum 2007 og 2008 sá, að það sé rangt að almenningur borgi afleiðingar af mistökum fjármálafyrirtækjanna. Í Þýzkalandi kemur þetta viðhorf fram í því, að víðtæk andstaða er við að þýzkir skattgreiðendur hlaupi undir bagga með öðrum aðildarríkjum evrusvæðisins í erfiðleikum þeirra.