Laugardagurinn 16. janúar 2021

Miðvikudagurinn 2. mars 2011

«
1. mars

2. mars 2011
»
3. mars
Fréttir

NYT í leiðara: vandi Íra hófst með upptöku evrunnar árið 2002

Bandaríska blaðið The New York Times birtir miðvikudaginn 2. mars leiðara í tilefni stjórnaskiptanna á Írlandi. Þar segir meðal annars: „Nýja ríkis­stjórnin sem Enda Kenny og mið-hægri flokkur hans Fine Gael er að mynda verður að endurvekja traust í garð ríkisvaldsins með því að dreifa efnahags...

Merwyn King: Hissa að almenningur skuli ekki vera reiðari

Merwyn King, banka­stjóri Englandsbanka sagði á fundi með brezkri þing­nefnd, að fjármálakreppan væri sök fjármálafyrirtækjanna og þar með afleiðingar hennar svo sem niðurskurður opinberra útgjalda. Hann kvaðst jafnframt hissa á því að reiði almennings væri ekki meiri en fram hefði komið.

Bretar geta „grafið undan“ mannréttindadómstólnum segir Jagland

Thorbjörn Jagland, framkvæmda­stjóri Evrópu­ráðsins og fyrrverandi forsætis­ráðherra Noregs, hefur áhyggjur af afleiðingum þess ef Bretar ákveða að hafa að engu Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg sem starfar innan vébanda Evrópu­ráðsins og hefur það hlutverk að tryggja hollustu aðildarþjóða ráðsins við mannréttindasáttmála Evrópu.

Neyðaraðgerðir ESB: Harðnandi afstaða í Þýzkalandi

Flokkarnir þrír, sem eiga aðild að ríkis­stjórn Angelu Merkel, CDU, CSU (systur­flokkur CDU) og Frjálsir demókratar hafa lagt fram skýrslu, þar sem þeir útiloka notkun peninga úr neyðar­sjóði ESB til þess að kaupa upp skulda­bréf aðildarríkja, sem eiga í erfiðleikum eða endur­skipulagningu á fjármálum þeirra ríkja, sem mundi gera þeim kleift að kaupa eigin skulda­bréf til baka með ódýrum hætti.

Viviane Reding vill fleiri konur í stjórnir fyrirtækja

Viviane Reding, sem sæti á í framkvæmda­stjórn ESB fyrir Lúxemborg, hefur hafið baráttu fyrir því að konum fjölgi í stjórnum fyrirtækja, að því er fram kemur í Wall Street Journal. Nú er einn af hverjum 10 fulltrúum í stjórnum evrópskra fyrirtækja kona. Reding efndi til ráð­stefnu í gær til þess að ræða þetta vandamál.

Framkvæmda­stjórn ESB eykur völd sín á kostnað ESB-ríkja og ESB-þings

Aðildarríki ESB og hagsmuna­samtök missa áhrif og völd til framkvæmdar­stjórnar ESB við framkvæmd ESB-laga að mati sér­fræðinga með nýjum reglum sem tóku gildi 1. mars 2011 og snerta málsmeðferð í 300 ESB-nefndum sem fjalla um nákvæma framkvæmd ESB-laga í samræmi við reglur sem kenndar eru við „comitol...

Leiðarar

Við erum í sama bát og evrópskur almenningur gagnvart fjármálafyrirtækjum

Í aðildarríkjum Evrópu­sambandsins er grunntónninn í umræðum um fjármálakreppuna, sem skall á á árunum 2007 og 2008 sá, að það sé rangt að almenningur borgi afleiðingar af mistökum fjármálafyrirtækjanna. Í Þýzkalandi kemur þetta viðhorf fram í því, að víðtæk andstaða er við að þýzkir skattgreiðendur hlaupi undir bagga með öðrum aðildarríkjum evru­svæðisins í erfiðleikum þeirra.

Í pottinum

ESB okrar á Írum

Það er ekki nóg fyrir Evrópu­sambandið að koma Írum til hjálpar heldur ætla þeir að græða á hjálpinni.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS