Nýja írska ríkisstjórnin ræðst markvisst á ríkissjóðshallann
Ný ríkisstjórn Írlands mun halda sig við sömu markmið í ríkisfjármálum og fráfarandi ríkisstjórn landsins en þau taka mið af skilyrðum sem voru sett þegar Írar tóku 85 milljarða evru neyðarlán hjá ESB og ASG (Alþjóðagjaldeyrissjóðnum). Enda Kenny, verðandi forsætisráðherra, hefur endurtekið að han...
Ísland hefur játast landbúnaðarstefnu ESB þótt annað sé sagt
„Ísland hefur nú í landbúnaðarmálum játast að gangast undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB og hér á landi vinna stjórnvöld að aðlögun, þó til pólitísk heimabrúks sé hún kölluð öðrum nöfnum,“ sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands við setningu búnaðarþings sunnudaginn 6. mars....
Marine Le Pen með mest fylgi til forseta
Ný skoðanakönnun, sem birt er í franska blaðinu Le Parisien í dag, bendir til þess, að Marine Le Pen mundi fá fleiri atkvæði en Sarkozy í fyrri umferð franskra forsetakosninga færu þær fram í dag. Forsetakosningar fara fram í Frakklandi í maí á næsta ári. Samkvæmt þessari könnun mundi Le Pen fá 23% atkvæða.
Fine Gael og írski Verkmannaflokkurinn náðu saman í gærkvöldi, laugardagskvöldi, um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Gengið verður endanlega frá samkomulaginu nú á sunnudagsmorgni og það verður kynnt fyrir stofnunum flokkanna síðar í dag.
Olli Rehn: Írar og Grikkir fái betri lánakjör
Olli Rehn, sem sæti á í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og hefur með peningamál að gera hvetur til þess, að lánakjör Grikkja og Íra verði bætt. Að sögn Reuters mun þetta sjónarmið Olli Rehn koma fram í þýzka dagblaðinu Handelsblatt á morgun, mánudag. Jafnframt vill Olli Rehn að lán Grikkja verði lengd úr þremur og hálfu ári í sjö ár.
Hugsað upphátt um endurnýjun Sjálfstæðisflokksins
Fyrir nokkrum dögum átti ég samtal við mætan mann um málefni Sjálfstæðisflokksins. Hann taldi, að þeir sem skrifa Evrópuvaktina geri kröfur um of „harða“ stefnu þess flokks. Vísaði í samtali okkar til þess, að brezki Íhaldsflokkurinn hefði lent í ógöngum fyrir allmörgum árum vegna þess, að hann hefði rekið sífellt harðari stefnu, sem hefði flæmt kjósendur frá honum.
ESB-RÚV vitnar í Þröst Haraldsson
Búnaðarþing er sett 6. mars. Í setningarræðu sinni lýsti Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, niðurstöðum könnunar sem sýnir 92% bænda andvíga ESB-aðild. Hann sagði jafnframt að íslenskum landbúnaði yrði kollvarpað með ESB-aðild. ESB-aðildarsinninn Þröstur Haraldsson hætti nýlega s...
Uffe varar við röngum áherslum Össurar í ESB-aðlögunarferlinu
Í pottinum lesa menn á vefsíðu Heimssýnar 6. mars: "Aðildarsinnar á Íslandi leggja höfuðáherslu á peningalegan hagnað af aðild að Evrópusambandinu. Ýmist er bent á styrki sem fást úr sjóðum Evrópusambandsins eða hagnaðinn sem fæst við upptöku evru. Peningarök aðildarsinna eru veik vegna þess a...
Vill Jóhanna takmarka aðgang almennings eins og Ásta Ragnheiður?
Lýst var undrun yfir því hér á síðunni 5. mars að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti alþingis, ætlaði að leggja skýrslu stjórnlaganefndar í skúffu sína með leyndarskjölum á borð við skýrsluna um ómerktu fartölvuna í húsakynnum þingmanna alþingis. Á mbl.is er 6. mars birt frétt þar sem segir...
Framsókn grípur tækifærið-flokksþing um sömu helgi og kosið verður um Icesave III
Framsóknarflokkurinn hélt miðstjórnarfund í gær.