Föstudagurinn 22. janúar 2021

Föstudagurinn 11. mars 2011

«
10. mars

11. mars 2011
»
12. mars
Fréttir

Evru-leiðtogar stíga smáskref í átt að sáttmála í þágu evrunnar

Leiðtogar evru-ríkjanna 17 urðu sammála um smáskref til styrktar evrunni á fundi sínum í Brussel föstudaginn 11. mars, að sögn AFP-fréttastofunnar. Þeir eru sammála um að samhæfa efnahags­stefnu ríkja sinna meira í því skyni að sigrast á viðvarandi skuldakreppu. Ákveðið hefur verið að samkomulagið ...

Árangurslausum makríl-viðræðum í Osló lokið

Þriggja daga makríl-viðræðum fulltrúa ESB, Noregs, Íslands og Færeyja lauk í Osló 11. mars, án þess að samkomulag næðist. „Málin þokast. Bilið milli aðila minnkar en fjarlægðin er enn svo mikil að við náðum ekki samkomulagi,“ sagði Johan Henrik Williams, formaður norsku sendi­nefndarinnar, við ASP-f...

ESB-þingmenn ósáttir við breytingar á ungverskum fjölmiðla­lögum

ESB-þingmenn hvöttu ríkis­stjórn Ungverjalands til þess á fundi í Strassborg fimmtudaginn 10. mars að afnema eða breyta enn frekar umdeildum fjölmiðla­lögum sem tóku gildi 1. janúar 2011 og hefur eini sinni verið breytt að ósk framkvæmda­stjórnar ESB. Í Búdapest brugðust stjórnmálmenn við á þann veg a...

Síðbúin ESB-fiskifrétt Fréttablaðs þegar þing­nefndir ræða rýnifundi

Sama dag, 11. mars og efnt er til sameiginlegs fundar utanríkis­mála­nefndar og sjávar­útvegs- og landbúnaðar­nefndar alþingis að ósk þingmanna Sjálfstæðis­flokksins til þess að fara yfir stöðu mála að loknum ESB-rýnifundunum sem haldnir hafa verið um sjávar­útvegsmál birtir Fréttablaðið forsíðufrétt um r...

Stífar samninga­viðræður á fundi leiðtoga evruríkjanna í dag

Leiðtogar evruríkjanna koma saman til fundar í dag, þar sem þeir reyna að ná samkomulagi um aðgerðir til þess að bjarga hinum verst settu í þeirra hópi gegn því að aðildarríki evrunnar fallist á róttækar breytingar á stefnu þessara ríkja í efnahagsmálum og ríkisfjármálum. Þjóðverjar hafa sett stíf skilyrði fyrir stuðningi við víðtækari björgunaraðgerðir.

Leiðarar

Samþykkti Alþingi umsókn um aðild að Bandaríkjum Evrópu?

Í dag verður annar af tveimur fundum, sem munu ráða miklu um framtíðar­skipulag og eðli Evrópu­sambandsins. Leiðtogar evruríkjanna 17 koma saman til fundar. Þar verður þráttað um þau skilyrði, sem Þjóðverjar setja fyrir því að koma þeim evruríkjum til aðstoðar, sem standa höllum fæti fjárhagslega. Þar er um að ræða bæði Grikki og Íra en einnig að nokkru leyti Portúgal og Spán og jafnvel Belgíu.

Í pottinum

Hvað kostuðu samninga­viðræður um Icesave?-Hvernig skiptist sá kostnaður?

Að mánuði liðnum gengur þjóðin til kosninga um Icesave III. Skoðanakönnun, sem gerð hefur verið um þekkingu fólks á efni samkomulagsins bendir ótvírætt til þess að upplýsinga­gjöf opinberra aðila um efni samkomulagsins hafi ekki tekizt sem skyldi. Þess vegna hvílir sú skylda á innanríkis­ráðherra ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS