Föstudagurinn 20. apríl 2018

Föstudagurinn 18. mars 2011

«
17. mars

18. mars 2011
»
19. mars
Fréttir

Mannréttindi: krossar leyfðir í ítölskum skóla­stofum

Það er ekki aðför að rétti ítalskra fjölskyldna, sem ekki eru kaþólskar, að kristnir krossar hangi í ítölskum skólum.

Óeining innan ESB vegna hernaðaraðgerða gegn Gaddafi

Margt bendir til að þungt geti orðið undir fæti innan Evrópu­sambandsins ef reynt verður að sameina ESB-ríkin til hernaðaraðgerða gegn Moammar Gaddafi, einræðisherra í Líbýu, og herjum hans. Fyrir átta árum klofnaði ESB illilega í afstöðunni til Íraksstríðsins. Nú eru ríkis­stjórnir öflugustu ESB-ríkjanna, Þýskalands, Bretlands og Frakklands ekki á einu máli vegna Líbýu.

Obama heimsækir Írland í maí

Obama, Bandaríkja­forseti mun heimsækja Írland í maí-mánuði n.k. Frá þessu var skýrt í Washington í gær eftir fund forsetans og Kenny, forsætis­ráðherra Írlands. Írska dagblaðið Irish Times, segir að Kenny hafi augljóslega verið mjög ánægður, þegar fyrir lá, að Bandaríkja­forseti mundi þiggja heimboð...

Leiðarar

Kenny með sýnikennslu

Enda Kenny, forsætis­ráðherra Írlands, stendur um þessar mundir fyrir sýnikennslu í því hvernig smáþjóðir eiga að bregðast við, þegar þær standa frammi fyrir hótunum og kúgun af hendi stærri þjóða. Þær leita sér bandamanna. Eitt fyrsta verk Kennys eftir að hann tók við var að takast ferð á hendur til Bandaríkjanna. Þar hafa Írar lengi átt hauka í horni.

Í pottinum

Umhugsunarefni fyrir alla forystumenn í stjórnmálum

Það tak­markaða traust, sem almenningur ber til forystumanna í íslenzkum stjórnmálum á að vera þeim öllum mikið umhugsunarefni. Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra nýtur mikils trausts 16,9% kjósenda skv. nýrri skoðanakönnun MMR, sem þýðir að tæpur þriðjungur stuðningsmanna hennar eigin flokks ber ekki slíkt traust til hennar.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS