Danir aðilar að evru-sáttmálanum
Danir munu skrifa undir evru-sáttmálann svonefnda, þótt Danmörk sé ekki aðili að evrunni. Þetta var niðurstaða fundarhalda á milli Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra og stjórnarandstöðunnar um helgina. Forsætisráðherrann varð að leita eftir stuðningi úr þeirri átt vegna andstöðu flokka, sem standa beint og óbeint að ríkisstjórninni, þar á meðal Danska þjóðaflokksins.
Nú er talið fyrirsjáanlegt að nýjar aðhaldsaðgerðir portúgölsku ríkisstjórnarinnar, sem Angela Merkel hrósaði henni fyrir fyrir skömmu verði felldar í portúgalska þinginu á morgun, miðvikudag. Fari svo er talið næsta víst að José Socrates, forsætisráðherra muni segja af sér og efnt verði til nýrra kosninga.
Íslenska og norska ríkisstjórnin keppa um skrifstofu Norðurskautsráðsins
Ákveði ráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundi sínum í Nuuk á Grænlandi 12. maí nk. að koma á fót varanlegru skrifstofu (permanent secretariat) ráðsins hafa ríkisstjórnir Noregs og Íslands, hvor um sig, boðist til að hýsa skrifstofuna. Þetta kemur fram í svari frá Karsten Klepsvik, sem fe...
Sannir Finnar valda ESB erfiðleikum
Hinn nýi stjórnmálaflokkur í Finnlandi, Sannir Finnar, sem hefur efasemdir um ágæti aðildar Finnlands að Evrópusambandinu veldur nú erfiðleikum við að ná samkomulagi innan ESB um nýja og samræmda stefnu í efnahagsmálum aðildarríkjanna og aukningu á greiðsluþoli neyðarsjóðs ESB. Sannir Finnar hafa au...
Sachsen-Anhalt: Viðvörun fyrir Merkel
Á sunnudag fóru fram kosningar í Sachsen-Anhalt, sem er eitt af þýzku sambandslöndunum og í austurhluta landsins en kosningaúrslit þar eru yfirleitt ekki talin vísbending um hvernig landið liggi að öðru leyti. Kristilegir demókratar héldu stöðu sinni, sem stærsti flokkurinn en fengu næstminnsta fylgi sem þeir hafa fengið á þessu svæði. Frjálsir demókratar náðu ekki 5% lágmarki.
Rússland: Skoðanamunur um Líbýu?
Svo virðist sem ágreiningur sé kominn upp á milli Medvedevs, forseta Rússlands og Pútíns, forsætisráðherra Rússlands vegna Líbýu. Pútín sagði á fundi með starfsmönnum við eldflaugaframleiðslu í Rússlandi að samþykkt Öryggisráðsins vegna Líbýu minnti sig á krossferðir miðaldanna.
Þjóðarhagsmunir, evran og Gaddafi
Hernaðurinn gegn Gaddafi hefur enn dregið athygli að því grunnt er á sundurþykkju innan Evrópusambandsins um grundvallarmál. Þótt unnið sé að sameiginlegum viðfangsefnum undir merkjum ESB og allra þeirra sáttmála og samninga sem þar hafa verið gerðir, ráða pólitískir hagsmunir heima fyrir að lokum og þar ráða stærstu ríkin að sjálfsögðu mestu.
Sannir Finnar og þróun hægri flokka á Norðurlöndum
Það er óneitanlega athyglisvert að fylgjast með uppgangi stjórnmálaflokks í Finnlandi, sem kallar sig Sannir Finnar. Þessi flokkur er skv. nýrri skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Helsingin Sanomat, sem er leiðandi dagblað í Finnlandi orðinn næst stærsti stjórnmálaflokkur Finnlands með um 18,4% fylgi meðal kjósenda. Könnunin var gerð í lok febrúar og fyrri hluta marzmánaðar. Sannir Finnar eru skv.
Ábyrgð íslendinga vegna Icesave er önnur en menn ætla
„Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða“, segir í Hávamálum. Við fá lög hefur þetta átt betur við en lögin um Icesave. Mönnum finnst ýmist að lögin séu til heilla eða óheilla fyrir land og þjóð. Talsmenn þess að þjóðin staðfesti lögin geta þess oft að Íslendingar eigi ekki annan kost en að greiða kröfur Breta og Hollendinga.
Línurnar eru mjög skýrar - Össur!
Nú er ekki nóg með að úrsögn tveggja þingmanna úr þingflokki VG veiki ekki stjórnina að mati talsmanna hennar heldur lýsti Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þeirri skoðun í viðtali við RÚV í hádeginu í dag, þriðjudag, að úrsögn þeirra styrki ríkisstjórnina!! Rök Össurar fyrir þessari gagnmerku pólitísku greiningu eru, að nú séu línur skýrar.