Laugardagurinn 16. febrúar 2019

Föstudagurinn 25. mars 2011

«
24. mars

25. mars 2011
»
26. mars
Fréttir

Ríkisendurskoðun vantreystir bænda­samtökunum í ESB-málum

Ríkisendurskoðun tekur undir með ESB-aðildarsinnum í skýrslu sem stofnunin sendi frá sér 25. mars undir heitinu „Útvistun opinberra verkefna til Bænda­samtaka Íslands“. Í skýrslunni er fjallað um þau verkefni sem hið opinbera úthýsir til bænda­samtakanna (BÍ), einkum á grundvelli búvörusamninga og bú...

Þjóðverjar skapa sér stöðu sem er einstæð frá stríðslokum

Í fyrsta sinn frá síðari heimsstyrjöld hafa Þjóðverjar opinberlega tekið afstöðu sem er andstæð sjónarmiðum allra helstu bandamanna þeirra.

NATO tekur að sér forystu við gæslu öryggis í lofthelgi Líbýu

Samkomulag hefur tekist innan NATO um að bandalagið taki við hlutverki Bandaríkjamanna við yfir­stjórn öryggisgæslu í lofthelgi Líbýu. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri NATO, segir að rætt verði áfram um „víðtækari ábyrgð“ bandalagsins og vænta megi niðurstöðu innan fárra daga. Talið er líklegt að NATO taki að sér forystuna nú um helgina.

Grískir ráðherrar sæta aðkasti innan lands og utan vegna kreppunnar

Miðvikudaginn 23. mars réðust mótmælendur inn á fund á vegum ESB-þingsins, þegar gríski menningarmála­ráðherrann, Pavlos Geroulanos, flutti þar ræðu til að minnast þess að 2.500 ár voru liðin frá orrustunni við Maraþon. Þar tókst Aþeningum að verjast árás Persa. Mótmælendur lýstu ESB og Alþjóða­gjalde...

Hinar nýju norðurslóðir - árið 2050 - hádegisfyrirlestur 25. mars

Rannsókna­miðstöðin RSE í samvinnu við Varðberg boðar til fundar klukkan 12.00 til 13.00 í dag, föstudaginn 25. mars, í ráð­stefnusal Þjóðminjasafns Íslands. Þar flytur Laurence C. Smith, prófessor í landafræði við Kaliforníuháskóla í Los Angeles, fyrirlestur:The New North: Our World in 2050. Laurenc...

700 milljarða evra varanlegur neyðar­sjóður ESB

Leiðtogafundur Evrópu­sambandsins í Brussel, sem hófst í gær og lýkur í dag er kominn að niðurstöðu um framtíðar­skipulag neyðar­sjóðs. Settur verður á stofn varanlegur sjóður, sem heitir á ensku European Stability Mechanism og hefur það hlutverk að veita aðstoð til aðildarríkja evrunnar, sem lenda í vandræðum. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn ráði yfir um 700 milljörðum evra.

Leiðarar

Norðurslóðir færa okkur ný pólitísk áhrif

Með lokum kalda stríðsins missti Ísland þá pólitísku vigt á alþjóða vettvangi, sem lega landsins hafði fært þessari fámennu þjóð í hálfa öld.

Í pottinum

Góðkunningjar á ferð í forsætis­ráðuneyti

Í Morgunblaðinu í dag er eftirfarandi lýsing á vinnubrögðum í forsætis­ráðuneyti vegna deilunnar um ráðningu starfsmanns þar.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS