Olía finnst í Barentshafi - þáttaskil í norskri olíuvinnslu
Norska ríkisolíufélagi Statoil segir að þáttaskil hafi orðið í olíuleit og vinnslu í Barentshafi. Þar hafi fundist olíulindir sem marki tímamót þegar litið sé til þróunar í olíuvinnslu Norðmanna síðasta áratug.
Leynilegur erindreki frá Líbýu til London
Brezka dagblaðið The Guardian segir í dag, að stjórnvöld í Líbýu hafi sent leynilegan erindreka til London til þess að ræða við stjórnvöld þar um mögulega uppstokkun í landinu og útleið fyrir Gaddafí og fjölskyldu hans. Hinn leynileg erindreki, sem blaðið nafngreinir er sagður einn nánasti ráðgjafi eins sonar Líbýuleiðtogans.
Þær upplýsingar, sem smátt og smátt hafa verið að koma fram um írsku bankana og viðskiptahætti þeirra sýna að ótrúlega margt hefur verið líkt með starfsemi þeirra og íslenzku bankanna. Í báðum löndum notfærðu bankar sér það sérstaka ástand, sem skapazt hafði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, þar sem allt var yfirfljótandi af peningum, sem hægt var að fá að láni á lágum vöxtum.
Verkalýðshreyfing og vinnuveitendur sammála um ófullnægjandi tilboð Jóhönnu
Aðilar vinnumarkaðarins tala kurteislega um tilboð ríkisstjórnarinnar frá því í gær til þess að greiða fyrir kjarasamningum en viðbrögð þeirra sýna svo ekki verður um villzt, að bæði vinnuveitendur og verkalýðshreyfing eru mjög óánægð með það.