Laugardagurinn 16. febrúar 2019

Mánudagurinn 4. apríl 2011

«
3. apríl

4. apríl 2011
»
5. apríl
Fréttir

Verða Daily Mail og Daily Express sameinuð?

Viðræður hafa staðið yfir á milli eigenda brezku dagblaðanna Daily Mail og Daily Express um sameiningu blaðanna.

Guardian: skýr niðurstaða dómstóla kæmi sér illa fyrir innistæðutryggingakerfi Breta og Hollendinga

Brezka blaðið The Guardian segir í dag að skýr niðurstaða dómstóla þess efnis, að ríki bæri ekki ábyrgð á innistæðutryggingum kæmi sér afar illa og mundi beina athygli að innistæðutryggingakerfum í Bretlandi, Hollandi og reyndar um víða veröld, sem ekki eru nægilega fjármögnuð til þess að standa undir þeim ábyrgðum, sem þeim er ætlað.

Írar í diplómatískri herferð vegna vaxta af neyðarláni

Seðlabanki Evrópu stendur í vegi fyrir því að ný írsk ríkis­stjórn taki upp viðræður við eigendur skulda­bréfa írsku bankana um að þeir taki á sig einhvern hluta af töpum bankanna.

Leiðarar

Fordæmi Íra og aðgerðarleysi íslenzkra ráðamanna

Það er afar fróðlegt fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með því, sem Írar eru að gera um þessar mundir ekki sízt vegna þess, að þeir eru að gera það, sem við hefðum átt að hefjast handa um fyrir tveimur árum. Írar hafa uppi tvenns konar sjónarmið í fjárhagshremmingum sínum.

Pistlar

Ofríki Steingríms J. magnast með því að segja já við Icesave III.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármála­ráðherra, hefur stofnað til deilu við fjölmiðla með því að neita að afhenda þeim upplýsingar um kostnað við Icesave III samningana. Hann hefur sett á svið leikrit með þátttöku sam­flokksmanns síns Björns Vals Gíslasonar og Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta alþi...

Í pottinum

Óskráð vopnahlé brotið-Láta hinir til sín heyra?

Ákvörðun formanns Sjálfstæðis­flokksins og meirihluta þing­flokks hans fyrir nokkrum vikum um að styðja Icesave III kom illa við nokkra þingmenn flokksins, sem höfðu þó hægt um sig í þingsölum. Ætla verður að það hafi þeir gert vegna þess, að þeir hafi talið, að flokkurinn mundi halda sig til hlés í aðdraganda þjóðar­atkvæða­greiðslunnar.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS