Föstudagurinn 20. apríl 2018

Þriðjudagurinn 5. apríl 2011

«
4. apríl

5. apríl 2011
»
6. apríl
Fréttir

AGS hvetur grísku ríkis­stjórnina óformlega til að afskrifa skuldir

Alþjóða­gjaldeyris­sjóðurinn (AGS) efast um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til gegn skuldavandanum í Grikklandi dugi til þess að bjarga efnahag landsins. Fulltrúar sjóðsins þrýsta á það bakvið tjöldin að sögn þýska blaðsins Der Spiegel að með hraði verði gripið til þess að afskrifa skuldir ríkisins.

Hægrimenn sækja á í Austurríki

Flokkur frjálsra Austurríkismanna (FPÖ) sem er lengst til hægri í Austurríki mælist nú stærsti flokkur landsins samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt var í byrjun apríl. 29% kjósenda segjast mundu kjósa flokkinn yrði kosið nú.

Frjálsir demókratar í Þýskalandi tilnefna nýjan flokksleiðtoga

Framkvæmda­stjórn frjálsra demókrata (FDP) í Þýskalandi til­nefndi þriðjudaginn 5. apríl Philipp Rösler (38 ára)sem nýjan formann í staðinn fyrir Guido Westerwelle, utanríkis­ráðherra, sem sagði af sér sunnudaginn 3. apríl. Formannskjör verður á flokksþingi í maí. Á vefsíðunni SpiegelOnline segir að R...

Krafa um leyniþjónustu ESB nýtur vaxandi stuðnings

Leyniþjónustur ESB-ríkja sáu ekki fyrir þróunina í Norður-Afríku. Vanmáttur þeirra til að takast á við verkefni utan eigin landamæra hefur orðið til þess að ýta undir umræður um að koma á fót leyniþjónustu Evrópu­sambandsins. Þar með er ekki aðeins stefnt að því að efla samvinnu einstakra ESB-ríkja heldur eigin ESB-upplýsinga­öflun með njósnum.

Enn skattahækkanir í Grikklandi

Gríska ríkis­stjórnin er nú að leggja síðustu hönd á enn einar efnahagsaðgerðir, sem kynntar verða um miðjan apríl. Þær eiga að skila ríkis­sjóði 25 milljörðum evra í tekjur á næstu fjórum árum. Hér er fyrst og fremst um að ræða skattahækkanir.

EIU:Gefast evruríkin upp?

The Economist Intelligence Unit, sem er eins konar rannsóknar- og ráðgjafa­fyrirtæki, sem rekið er á vegum brezka vikuritsins The Economist og gefur út reglulegar skýrslur um ástand og horfur í einstökum ríkjum, kemst að þeirri niðurstöðu skv. frétt í Daily Telegraph í dag að hugsanlega muni einhver aðildarríki evrunnar gefast upp á þátttöku í hinum sameiginlega gjaldmiðli.

Eva Joly býr sig undir prófkjör - öflugur mótframbjóðandi

Flokksráð evrópskra umhverfissinna og græningja (Europe Ecologie-Les Verts (EELV)) í Frakklandi ákvað um síðustu helgi að efna í júní nk.

Leiðarar

Nei á Íslandi hvetur til jákvæðra breytinga í evru-landi og ESB

Hinn 3. apríl birtist grein í breska blaðinu The Guardian eftir Simon Bowers, þar sem sagði meðal annars: „Breska ríkis­stjórnin – og hin hollenska sem samþykkti 1,3 milljarða punda lausn – eru sagðar óttast “nei“ niðurstöðu, sem mundi líklega leiða til þess að málið yrði tekið til dóms undir m...

Pistlar

Mats­fyrirtæki hafa glatað fyrra trausti - óvissa um Icesave-mat

Eitt af því sem menn óttast verði Icesave-samningunum hafnað er að mats­fyrirtækin svo­nefndu, það er fyrirtækin sem leggja mat á lánshæfi ríkja og fyrirtækja muni lækka matið á Íslandi og þar með hækka lántökukostnað ríkisins og íslenskra fyrirtækja.

Í pottinum

Umboðsmaður blandar sér í laumuspil Steingríms J. og Björns Vals

Umboðsmaður alþingis er tekinn til við að kanna hvernig Steingrímur J. Sigfússon, fjármála­ráðherra, hefur hagað viðbrögðum sínum við óskum fjölmiðla um upplýsingar við gerð Icesave III samninganna. Af virðingu við sam­flokksmann sinn og handlangara, Björn Val Gíslason, vill Steingrímur J. ekki svara ...

Hvernig skýrir Ögmundur „slúgs“ innanríkis­ráðuneytis?

Hvað ætli valda því hvað íslenzk stjórnsýsla er svifasein og beinlínis léleg? Síðasta dæmið um það eru vinnubrögð hins svokallaða innanríkis­ráðuneytis (nafngift sem þarf að breyta)í kynningu á Icesave-málinu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS