Forsætisráðherra Portúgals óskar eftir fjárhagsaðstoð frá ESB
José Socrates, starfandi forsætisráðherra Portúgals, hefur skýrt frá því að hann hafi óskað eftir fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu.
ESB-þingmenn vilja beina ESB-skattheimtu til að fjármagna bákn ESB
Forystumenn innan ESB-þingsins lögðu miðvikudaginn 6. apríl fram nýjar tillögur um að beinir skattar í þágu ESB kæmu í staðinn fyrir fjárframlög frá einstökum ESB-ríkjum til Evrópusambandsins. Vilja þeir að ESB-þingið og framkvæmdastjórn ESB geti lagt skatta á 500 milljónir íbúa í ESB-ríkjunum og 20...
Stuðningur við evru snarfellur meðal sænskra smáfyrirtækja
Nú skoðanakönnun í Svíþjóð sýnir að stuðningur stjórnenda sænskra smáfyrirtækja við upptöku evru hefur snarfallið.
Rúmenar vilja svipta ESB-þingmann þinghelgi vegna gruns um mútur
Saksóknari efnahagsbrota og dómsmálaráðherra í Rúmeníu fóru þriðjudaginn 5. apríl fram á það við ESB-þingið að það svipti Adrian Severin, sem var í þingflokki jafnaðarmanna, þinghelgi. Hann sendi blaðamönnum The Sunday Times 12.000 evru reikning fyrir að flytja breytingartillögu við lagafrumvarp á E...
Leita að fyrirmynd Mónu Lísu í klausturgrunni í Flórens
Hópur fornleifa- og listfræðinga tilkynnti þriðjudaginn 5. apríl að hafinn yrði fornleifagröftur undir klaustri í Flórens, þar sem talið er að Lisa Gherardini sé grafin. Hún var eiginkona auðugs silkikaupmanns í borginni og flestir fræðimenn álíta að hún hafi verið fyrirmynd hins fræga málverks eft...
Cameron viðurkennir mistök Breta
David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur viðurkennt að Bretar eiga sök á margvíslegum vanda, sem hrjáir heimsbyggðina.
Talið er að Portúgalar séu mjög nálægt því að leita eftir neyðarláni hjá ESB/AGS að því er fram kemur í Guardian í morgun. Þar er vitnað til portúgalsks dagblaðs, sem upplýsir að bankastjórar stærstu bankanna í landinu hafi átt fund með seðlabankastjóra Portúgals og hvatt til þess að leita yrði aðstoðar í Brussel.
Hvenær biðja Bretar okkur afsökunar?
Það hefur lengi legið ljóst fyrir að afskipti Breta af málefnum annarra þjóða á þeim tíma, þegar brezka heimsveldið var og hét er undirrót margra þeirra vandamála, sem við hefur verið að etja í samskiptum ríkja undanfarna áratugi.
Í tilefni af kynningu á ESB-viðræðunum
Í dag, miðvikudag 6. apríl, hlustaði ég á fyrirlestur Stefáns Hauks Jóhannessonar, formanns viðræðunefndar Íslands gagnvart ESB, í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Hann gerði grein fyrir stöðu aðildarmálsins frá sínum sjónarhóli. Eins og við var að búast snerist fyrirlesturinn nær einvörðungu um tæknileg a...
Leynd svipt af skýrslu stjórnlaganefndar - ráðsliðar taka lagið
Fyrir mánuði, eða 5. mars 2011, sagði frá því hér á Evrópuvaktinni að í Morgunblaðinu þann sama dag kæmi fram að prentun skýrslu stjórnlaganefndarinnar væri á lokastigi. Vegna skorts á stjórnlagaþingi fékk Ásta Ragnheiður skýrsluna í hendur. Morgunblaðið sagði Ástu Ragnheiði ekki ætla að birta skýrs...