Sunnudagurinn 18. apríl 2021

Þriðjudagurinn 12. apríl 2011

«
11. apríl

12. apríl 2011
»
13. apríl
Fréttir

Fjármála­ráðherra Hollands: Íslendingar komast ekki í ESB án þess að greiða Icesave

Jan Kees de Jager, fjármála­ráðherra Hollands, segir að Íslendingar verði að greiða Icesave-skuldina til að komast í ESB. Hann vill kanna hvort sameiginlega EES-nefndin getið unnið að lausn Icesave-deilunnar. Nú verði að beita lögum til að komast að niðurstöðu. Fjármála­ráðherrann ræddi við hollenska...

Krafa ESB: opnið landið fyrir plöntum og dýrum - annars ekki aðild

Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þing­flokks framsóknar­manna, segir að Evrópu­sambandið krefjist þess af Íslendingum að þeir taki upp reglur sambandsins um að opna Ísland fyrir gæludýrum eða öðrum innflutningi lifandi dýra og plantna. Þessi krafa hafi verið kynnt á rýnifundi í Brussel fyrir nokkrum dögum.

Róttækar tillögur brezkrar banka­nefndar

Óháða banka­nefndin í Bretlandi skilaði bráðabirgðaáliti í gær, sem verður grundvöllur frekari umræðna um breytingar á bankakerfinu. Daily Telegraph segir í dag að hugmyndir nefndarinnar séu þær róttækustu, sem fram hafi komið um langt árabil. Nefndin leggur ekki til fullan aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi.

Írland: Bankastarfsmönnum fækkar

Írski bankinn, Allied Irish Bank, sem verður kjarninn í öðrum af tveimur írskum bönkum, sem eftir standa, þegar endur­skipulagning írska bankakerfisins hefur komið til framkvæmda mun fækka starfsfólki sínu um 2000 manns, skv. frétt í Guardian í dag. Starfsmannafjöldinn á Írlandi og í Bretlandi er nú um 14500 manns. Írska ríkið á nú yfir 90% hlutafjár í bankanum.

Leiðarar

Afneitun og óheiðarleiki í ESB-viðræðum

Frá því að Samfylking og vinstri grænir (VG) tóku höndum saman um að sækja um aðild að Evrópu­sambandinu hefur afneitun ráðið ferð ríkis­stjórnar­innar í aðildarmálinu.

Í pottinum

Ánægja með framgöngu forseta

Fólk er ánægt með framgöngu forseta Íslands í fjölmiðlum á alþjóða­vettvangi og hvernig hann talar máli Íslands. Fyrir því eru tvær ástæður. Önnur er sú, að Ólafur Ragnar Grímsson talar af sannfæringu og hefur bersýnilega trú á því, sem hann er að segja.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS