« 11. apríl |
■ 12. apríl 2011 |
» 13. apríl |
Fjármálaráðherra Hollands: Íslendingar komast ekki í ESB án þess að greiða Icesave
Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, segir að Íslendingar verði að greiða Icesave-skuldina til að komast í ESB. Hann vill kanna hvort sameiginlega EES-nefndin getið unnið að lausn Icesave-deilunnar. Nú verði að beita lögum til að komast að niðurstöðu. Fjármálaráðherrann ræddi við hollenska...
Krafa ESB: opnið landið fyrir plöntum og dýrum - annars ekki aðild
Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir að Evrópusambandið krefjist þess af Íslendingum að þeir taki upp reglur sambandsins um að opna Ísland fyrir gæludýrum eða öðrum innflutningi lifandi dýra og plantna. Þessi krafa hafi verið kynnt á rýnifundi í Brussel fyrir nokkrum dögum.
Róttækar tillögur brezkrar bankanefndar
Óháða bankanefndin í Bretlandi skilaði bráðabirgðaáliti í gær, sem verður grundvöllur frekari umræðna um breytingar á bankakerfinu. Daily Telegraph segir í dag að hugmyndir nefndarinnar séu þær róttækustu, sem fram hafi komið um langt árabil. Nefndin leggur ekki til fullan aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi.
Írland: Bankastarfsmönnum fækkar
Írski bankinn, Allied Irish Bank, sem verður kjarninn í öðrum af tveimur írskum bönkum, sem eftir standa, þegar endurskipulagning írska bankakerfisins hefur komið til framkvæmda mun fækka starfsfólki sínu um 2000 manns, skv. frétt í Guardian í dag. Starfsmannafjöldinn á Írlandi og í Bretlandi er nú um 14500 manns. Írska ríkið á nú yfir 90% hlutafjár í bankanum.
Afneitun og óheiðarleiki í ESB-viðræðum
Frá því að Samfylking og vinstri grænir (VG) tóku höndum saman um að sækja um aðild að Evrópusambandinu hefur afneitun ráðið ferð ríkisstjórnarinnar í aðildarmálinu.