« 14. apríl |
■ 15. apríl 2011 |
» 16. apríl |
Ótti við fjármálaleg ragnarök í Evrópu segir danskur hagfræðingur
Innan evru-svæðisins ræður ótti við skelfilegt hrun því að Grikkland er ekki orðið gjaldþrota segir Jacob Graven, aðalhagfræðingur Sydbank í Danmörku. Hann segir að Grikkland sé gjaldþrota og ekki sé nein leið til að komast hjá afleiðingum þess.
Viktor Orbán: Aldrei minni áhugi á stækkun innan ESB
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem nú er í forsæti ráðherraráðs ESB, sagði á blaðamannafundi í Brussel fimmtudaginn 14. apríl, að áhugi á stækkun Evrópusambandsins hefði aldrei verið minni meðal aðildarríkja þess. Orbán boðaði til fundarins til að skýra frá stöðu mála, þegar forsætis...
Bretland: Minnkandi smásöluverzlun og lækkun ráðstöfunartekna
Smásöluverzlun í Bretlandi varð minni í marzmánuði en mánuðinn áður og nam lækkunin 3,5%, sem er mesta lækkun á milli mánaða í 15 ár.
Villepin íhugar forsetaframboð
Dominique de Villepin, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, og náinn samstarfsmaður Chiracs, fyrrum forseta Frakklands íhugar framboð til forseta á næsta ári, sem mundi koma Sarkozy forseta Frakklands illa. Framboð de Villepin mundi sundra því kjósendafylgi, sem Sarkozy er líklegur til að byggja á í kosningabaráttunni á næsta ári.
Moody’s hefur lækkað lánshæfismat Írlands um tvö stig úr Baa1 í Baa3.og telur horfur í írskum efnahagsmálum neikvæðar. Þetta kemur fram í Irish Times í dag. Áður hafði annað lánshæfismatsfyrirtæki, Fitch lýst aukinni bjartsýni á efnahagshorfur á Írlandi. Moody’s telur, að efnahagur Íra geti veikzt...
Um þetta þurfum við að sameinast
Hvað er það sem veldur því að fyrsta hreina vinstri stjórnin á Íslandi er komin í þær ógöngur, sem raun ber vitni? Hvað veldur því að vinstri flokkarnir, sem hafa svo lengi beðið eftir tækifæri til að sýna hvað í þeim býr eru að brotlenda? Hvað veldur því að þeir hafa jafnvel reynzt ófærir um að nýta sér mestu hremmingar, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lent í í 80 ára sögu sinni?