Sunnudagurinn 17. febrúar 2019

Laugardagurinn 16. apríl 2011

«
15. apríl

16. apríl 2011
»
17. apríl
Fréttir

Danskur ráðherra segir evrópskan mannréttinda­stjóra „augljóst fífl“

Søren Pind, innflytjenda- og þróunar­ráðherra Danmerkur, sagði að Thomas Hammarberg, mannréttinda­stjóri Evrópu­ráðsins væri „augljóst fífl“ og það væri „ekki ástæða til að sóa tíma“ í að fara að kröfum hans um að ESB-þjóðir léttu undir með Ítölum og tækju á móti landflótta Túnisbúum.

Clarke vill breyta stefnu í fangelsismálum

Kenneth Clarke, dómsmála­ráðherra Breta og einn af helztu forystumönnum brezka Íhalds­flokksins um langt árabil er mjög gagnrýninn á fangelsismálapóltík Breta og telur að það sé óframkvæmanlegt að loka svo marga inni sem nú sé gert. Brezk fangelsi kosta skattgreiðendur 4 milljarða sterlingspunda á ári.

Fellir nýtt finnskt þing aðstoð við Portúgal?

Á morgun, sunnudag, fara fram þingkosningar í Finnlandi. Samkvæmt frásögn þýzka tímaritsins Der Spiegel, hafa Sannir Finnar nú fylgi um 18% kjósenda. Tímaritið bendir á, að Finnland er eina evrulandið, þar sem þjóðþingið verður að samþykkja þátttöku í aðstoð við önnur lönd.

Leiðarar

ESB-sinni sakar andstæðinga sína um „fasisma“ - málefnaleg uppgjöf

Fastur penni Davíð Þór Jónsson segir í Fréttablaðinu 16. apríl 2011 að það sé „fasismi“ að leggjast gegn því að viðræður Íslendinga og fulltrúa ESB gangi svo langt að fyrir íslensku þjóðina verði lögð sameiginleg niðurstaða í viðræðunum um aðild Íslands að ESB. Hugleiðingu sinni undir fyrirsögninni:...

Í pottinum

Orðbragð Jóhönnu: „ósvífni“-„ofbeldi“-„óbilgirni“

Það er athyglisvert að fylgjast með orðbragði Jóhönnu Sigurðardóttur. Fyrst eftir ófarir ríkis­stjórnar hennar í Icesavekosningunni talaði hún um nauðsyn þess að þjóðin næði sáttum og fólk ynni saman. Í hádegisfréttum RÚV núna áðan (kl.

Dæmið sem sýnir að Jóhanna hefur ekki starfhæfan meirihluta á Alþingi

Jóhanna Sigurðar­dóttir gafst upp á því í gær að mæla fyrir frumvarpi sínu um nýskipan stjórnar­ráðsins á Alþingi í gær, að því er fram kom í fréttum RÚV-sjónvarps í gærkvöldi. Ástæðan er augljós. Það er enginn meirihluti fyrir frumvarpinu á Alþingi. Jón Bjarnason, ráðherra sjávar­útvegs- og landbúnaðarmála er því andvígur.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS