Mánudagurinn 23. apríl 2018

Þriðjudagurinn 19. apríl 2011

«
18. apríl

19. apríl 2011
»
20. apríl
Fréttir

Írland: Græðgi, meðfærilegur almenningur og veikt eftirlit olli hruni bankanna

Ný skýrsla um írska bankahrunið segir að því hafi valdið græðgi og meðfærilegur almenningur, sem hafi viljað njóta góðs af svo og veikt banka­eftirlit. Helzti höfundur skýrslunnar er Peter Nyberg, finnskur fjármálasér­fræðingur, sem áður starfaði hjá Alþjóða gjaldeyris­sjóðnum og hefur unnið að skýrslugerðinni síðustu 9 mánuði.

Europol: upplausn í arabalöndum og kreppan kunna að auka hryðjuverkaógn

Byltingin í arabalöndum og kreppan í efnahagsmálum gæti ýtt undir hættuna á hryðjuverkaárás íslamista, öfga-vinstrisinna og öfga-hægrisinna í Evrópu að mati Europol, Evrópu­lög­reglunnar, þar sem Íslendingar eru meðal þátttakenda.

Fjármála­markaðir að jafna sig eftir yfirlýsingu S&P um Bandaríkin

Ákvörðun Standard&Poor’s, hins alþjóðlega lánshæfismats­fyrirtækis í gær um að breyta mati á bandarískum ríkisskulda­bréfum úr „stöðugum“ í „neikvæð“ en þessi bréf eru metin á AAA hafði margvíslegar afleiðingar á fjármálamörkuðum. Dollarinn féll í verði, hluta­bréf féllu í verði, ávöxtunarkrafa á bandarísk skulda­bréf og önnur bréf hækkaði.

Leiðarar

Marklausri ríkis­stjórn ber að víkja

Icesave-deilan hefur leitt til meiri trúnaðarbrests milli alþingis og þjóðar­innar en þekkst hefur í öðru máli.

Í pottinum

Hrakspá Vilhjálms Þorsteinssonar um Icesave - fer hún í CCP-leik?

Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnlagaráðsmaður og stjórnar­formaður tölvuleika­fyrirtækisins CCP, hefur látið verulega að sér kveða í umræðum um átakamál í þjóð­félaginu.

Samfylkingar­körlum enn hafnað í stjórnlagaráði

Pottverjar lesa á Samfylkingar­síðunni Eyjunni, að samfylkingar­menn hafi farið illa út úr formannskjöri í nefndir stjórnlagaráðs.

Jóhanna á við samskiptavanda að stríða

Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, á við samskiptavandamál að stríða. Þetta er smátt og smátt að koma í ljós, sérstaklega í samskiptum við aðila vinnu­markaðarins. Á þessum vettvangi var fyrir nokkrum dögum vakin athygli á orðavali ráðherrans á viðkvæmum tímapunkti í kjaraviðræðum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS