Föstudagurinn 22. janúar 2021

Fimmtudagurinn 21. apríl 2011

«
20. apríl

21. apríl 2011
»
22. apríl
Fréttir

Stjórnlaga­nefnd ESB-þingsins vill beina kosningu ESB-þingmanna

Fulltrúar í stjórnlaga­nefnd ESB-þingsins hafa samþykkt tillögu um að 25 nýir ESB-þingmenn verði kjörnir beinni kosningu í öllum ESB-ríkjum en ekki á listum í einstökum aðildarríkjum. Tilgangurinn er að efla tengsl þingsins við almenning og þar auka vinsældir þess.

Alþjóða­viðskipta­stofnunin ætlar að úrskurða um selafurðabann ESB

Alþjóða­viðskipta­stofnunin (WTO) tilkynnti fimmturdaginn 21. apríl að hún mundi taka kvartanir Kanadamanna og Norðmanna á hendur Evrópu­sambandinu vegna banns við sölu á selafurðum til efnislegrar meðferðar. „Hópur hefur verið myndaður,“ sagði talsmaður WTO og átti þar við nefnd til að úrskurða um má...

Áhugi Íslendinga á ummælum Uffe og Mogens vekur athygli í Danmörku

Danska blaðið Jyllands-Posten segir frá því fimmtudaginn 21. apríl að nýleg gagnrýni þeirra Uffe Ellemann-Jensens og Mogens Lykketofts á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í vikulegum spjallþætti þeirra um utanríkismál á TV2 News hafi verið svo hörð að íslenskir fjölmiðlar hafi afritað hana og s...

Cameron: Fjárkröfur ESB „hlægilegar“-Brussel „veruleikafirrt“ segir Osborne

Í Downingstræti 10 í London, þar sem David Cameron, forsætis­ráðherra, er til húsa er sagt að kröfur framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins um aukin fjárframlög til reksturs ESB séu „hlægilegar“ og í Downingstræti 11, þar sem höfuðstöðvar George Osborne, fjármála­ráðherra Breta eru, segir ráðherrann, að embættismennirnir hjá ESB hafi misst tengslin við raunveruleikann.

Leiðarar

Icesave og ESB úr höndum ríkis­stjórnar­innar

Þjóðaratkvæða­greiðslur reyna mjög á stjórnmálamenn, sérstaklega ef þeir tapa þeim. Þetta sannast á ríkis­stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tapað hefur tveimur slíkum atkvæða­greiðslum um sama málið, Icesave, en lætur samt eins og hún hafi umboð þjóðar­innar til að vinna að lausn þess.

Í pottinum

Fréttastofa RÚV, Steingrímur J. og Moody's

Meðal þess hörmulegasta sem Steingrímur J. Sigfússon, fjármála­ráðherra, og fylgismenn laga hans um Icesave III töldu að kynni að gerast segði þjóðin nei við lögunum var að mats­fyrirtækin mundu lækka lánshæfismat Íslands. Hræðsluáróðurinn um þetta efni var sterkasta trompið sem stuðningsmenn Icesave ...

Hvað veldur bjartsýni Árna Páls?!

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskipta­ráðherra: “Það hefur verið offramboð af neikvæðni í íslenzku sam­félagi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS