« 20. apríl |
■ 21. apríl 2011 |
» 22. apríl |
Stjórnlaganefnd ESB-þingsins vill beina kosningu ESB-þingmanna
Fulltrúar í stjórnlaganefnd ESB-þingsins hafa samþykkt tillögu um að 25 nýir ESB-þingmenn verði kjörnir beinni kosningu í öllum ESB-ríkjum en ekki á listum í einstökum aðildarríkjum. Tilgangurinn er að efla tengsl þingsins við almenning og þar auka vinsældir þess.
Alþjóðaviðskiptastofnunin ætlar að úrskurða um selafurðabann ESB
Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) tilkynnti fimmturdaginn 21. apríl að hún mundi taka kvartanir Kanadamanna og Norðmanna á hendur Evrópusambandinu vegna banns við sölu á selafurðum til efnislegrar meðferðar. „Hópur hefur verið myndaður,“ sagði talsmaður WTO og átti þar við nefnd til að úrskurða um má...
Áhugi Íslendinga á ummælum Uffe og Mogens vekur athygli í Danmörku
Danska blaðið Jyllands-Posten segir frá því fimmtudaginn 21. apríl að nýleg gagnrýni þeirra Uffe Ellemann-Jensens og Mogens Lykketofts á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í vikulegum spjallþætti þeirra um utanríkismál á TV2 News hafi verið svo hörð að íslenskir fjölmiðlar hafi afritað hana og s...
Cameron: Fjárkröfur ESB „hlægilegar“-Brussel „veruleikafirrt“ segir Osborne
Í Downingstræti 10 í London, þar sem David Cameron, forsætisráðherra, er til húsa er sagt að kröfur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aukin fjárframlög til reksturs ESB séu „hlægilegar“ og í Downingstræti 11, þar sem höfuðstöðvar George Osborne, fjármálaráðherra Breta eru, segir ráðherrann, að embættismennirnir hjá ESB hafi misst tengslin við raunveruleikann.
Icesave og ESB úr höndum ríkisstjórnarinnar
Þjóðaratkvæðagreiðslur reyna mjög á stjórnmálamenn, sérstaklega ef þeir tapa þeim. Þetta sannast á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tapað hefur tveimur slíkum atkvæðagreiðslum um sama málið, Icesave, en lætur samt eins og hún hafi umboð þjóðarinnar til að vinna að lausn þess.
Fréttastofa RÚV, Steingrímur J. og Moody's
Meðal þess hörmulegasta sem Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og fylgismenn laga hans um Icesave III töldu að kynni að gerast segði þjóðin nei við lögunum var að matsfyrirtækin mundu lækka lánshæfismat Íslands. Hræðsluáróðurinn um þetta efni var sterkasta trompið sem stuðningsmenn Icesave ...
Hvað veldur bjartsýni Árna Páls?!
Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra: “Það hefur verið offramboð af neikvæðni í íslenzku samfélagi.