« 21. apríl |
■ 22. apríl 2011 |
» 23. apríl |
Frakkar íhuga tímabundna úrsögn úr Schengen - vilja nýjar reglur
Frakkar kunna að segja sig frá Schengen-samstarfinu tímabundið vegna þess hve margir streyma ólöglega til landsins frá Túnis og Líbýu streyma til landsins um Ítalíu.
Þurrkar valda ótta og vandræðum í Evrópu - meðferð elds takmörkuð
Hollendingar hafa bannað fólki að grilla og kveikja aðra elda utan dyra nú um páskana. Svisslendingar spá versta þurrki í Evrópu í meira en eina öld. Margir óttast að kornrækt misheppnist í ár með hörmulegum áhrifum á matarverð sem þegar er mjög hátt í öllum löndum. Þá magnast hræðsla við skógarelda vegna þurrkanna.
Róma-konur og börn flýja öfgamenn í Ungverjalandi
Tæplega 300 konur og börn úr hópi Róma-fólksins (sígauna) flúðu heimili sín í norðaustur Ungverjalandi föstudaginn 22. apríl þegar hópur öfgamanna kom í þorpið til þriggja daga dvalar í „æfingabúðum“. Hópurinn Vedero (Varnarlið) sagðist ætlað stunda æfingar á svæðinu yfir páskahelgina en neitaði þv...
Olli Rehn sendir Finnum alvarlega aðvörun
Olli Rehn, sá fulltrúi í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem hefur með efnahagsmál að gera hefur varað Finna við alvarlegum afleiðingum þess að þeir taki ekki þátt í björgunaraðgerðum við Portúgal. Frá þessu er sagt í Helsingin Sanmoat, leiðandi dagblaði í Finnlandi. Olli Rehn segir, að Finnar þurfi ekki að haga stjórnarmyndun sinni í samræmi við tímaplön Evrópusambandsins.
Grikkir rannsaka orðróm á markaði-Interpol komið í málið
Gríska fjármálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á orðrómi á fjármálamörkuðum um að eitthvað af skuldum Grikkja verði afskrifaðar.
Á sama tíma og nánast öll aðildarríki Evrópusambandsins standa í miklum átökum við að skera niður opinber útgjöld á sínum heimavígstöðvum gerir framkvæmdastjórnin í Brussel kröfu um að framlag aðildarríkjanna til höfuðstöðvanna verði hækkað um nær 5%. Í mörgum þessara aðildarríkja stendur yfir stór...
Kattarþvottur RÚV vegna matsfyrirtækja og Icesave
Lára Ómarsdóttir, fréttamaður á RÚV, reyndi að bjarga sér og fréttastofunni fyrir horn föstudaginn langa eftir að hafa tekið þátt í blekkingarleik með Steingrími J. Sigfússyni vegna matsfyrirtækja og Icesave á skírdag. Þar var um kattarþvott af hálfu fréttastofunnar að ræða. Á ruv. má lesa 22. ap...