« 22. apríl |
■ 23. apríl 2011 |
» 24. apríl |
Utanríkisráðherra Finna tekur upp hanskann fyrir Timo Soini
Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finna, sem er í mið-hægri Samstöðuflokknum, segist reiður yfir því hvernig erlendir fjölmiðlar lýsi Timo Soini, formanni Sannra Finna, flokksins sem vann mestan sigur í finnsku þingkosningunum 17. apríl. „Það á ekki að lýsa honum sem ómenni. Ég hef þekkt hann um l...
Marine Le Pen vill tafarlausa úrsögn Frakka úr Schengen-samstarfinu
Hugmynd frönsku ríkisstjórnarinnar um að stöðva ferðir ólögmætra innflytjenda með tímabundinni undanþágu frá Schengen-reglunum um ferðalög án eftirlits milli aðildaríkjanna 25 vekur gagnrýni af hálfu stjórnarandstöðuflokkanna í Frakklandi, sósíalista og Þjóðfylkingarinnar. Ástæður gagnrýninnar eru gjörólíkar.
Féll af börum við skemmtiferðarskip - er látin á sjúkrahúsi
Kona frá Cumbríu í Bretlandi sem féll í ískaldan sjó undan strönd Noregs þegar hún var flutt frá skemmtiferðarskipi í björgunarskip er látin. Janet Richardson (73 ára) veiktist um borð í skipinu Ocean Countess. Þegar reynt var að flytja hana um borð í björgunarskip datt hún í hafið.
Finnland: Þátttaka í alþjóðasamstarfi of dýru verði keypt fyrir fjölmennan minnihluta
Einn af dálkahöfundum Financial Times, Tony Barber, segir í grein í blaðinu í gær í tilefni af kosningasigri Sannra Finna í þingkosningunum í Finnlandi sl. sunnudag, að stjórnmálamenn hafi sagt Finnum að velmegun þeirra og velferðarkerfi byggðist á því að taka þátt í efnahagslegri samvinnu við önnur ríki. Fyrir stóran minnihluta Finna hafi þessi þátttaka hins vegar verið of dýru verði keypt.
Hörð gagnrýni á Norðurlönd í Helsingin Sanomat
Einn af föstum dálkahöfundum Helsingin Sanomat, sem er leiðandi dagblað í Finnlandi er Ollo Kivinen, sem áður var einn af æðstu stjórnendum á ritstjórn blaðsins og sérfræðingur blaðsins í alþjóðamálum. Í dálki í blaðinu sl. þriðjudag er Kivinen mjög gagnrýnin á afstöðu Norðurlandanna flestra til ESB og evrunnar og til afstöðu þeirra allra til alþjóðamála.
Kínverjar auka kaup á evrópskum ríkisskuldabréfum
Kínverjar hafa áhuga á að auka kaup sín á evrópskum ríkisskuldabréfum að því er fram kemur í Wall Street Journal í dag og haft er eftir sendiherra Kína hjá Evrópusambandinu, Song Zhe. Með því vilja Kínverjar stuðla að auknum efnahagslegum stöðugleika í Evrópu.
Frakkar setja Schengen í uppnám - hvað gerir Ögmundur?
Franska ríkisstjórnin hefur nú krafist breytinga á Schengen-regluverkinu. Hún sættir sig ekki við að Ítalir gefi út tímabundin búsetuleyfi og ferðaskilríki til tugþúsunda landflótta, frönskumælandi Túnisbúa sem síðan leggja land undir fót og leita skjóls hjá ættingjum og vinum í Frakklandi.
Ekki reiði - heldur fyrirlitning
Síðdegis í gær birtist frétt á mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, þar sem segir: “Frá því ríkisstjórnin hélt fund sinn í Víkingaheimum á Suðurnesjum þann 9. nóvember sl. og boðaði aðgerðir í atvinnumálum á Suðurnesjum hefur atvinnulausum fjölgað vel á annað hundrað og atvinnuleysisprósentan hækkað...