Laugardagurinn 7. desember 2019

Mánudagurinn 25. apríl 2011

«
24. apríl

25. apríl 2011
»
26. apríl
Fréttir

Westerwelle líkt við von Ribbentrop sem versti þýski utanríkis­ráðherrann

Christian Hacke, einn virtasti stjórnmála­fræðingur Þýskalands, hefur líkt Guido Westerwelle, utanríkis­ráðherra Þýskalands, við Joachim von Ribbentrop, utanríkis­ráðherra Adolfs Hitlers með þeim orðum að hann sé hégómlegasti, þröngsýnasti og þverasti utanríkis­ráðherra landsins síðan Ribbentrop gegndi embætti utanríkis­ráðherra.

FT um úrskurð Evrópu­dómstóls 2004: ríki ber ekki ábyrgð á ófullkominni eftirlitsstarfsemi

Evrópu­dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu á árinu 2004, að ríki bæri ekki ábyrgð á „ófullkominni (gallaðri)eftirlitsstarfsemi“ (defective supervision). Þetta var í máli C-222/02. Frá þessu er sagt í Financial Times um helgina í grein eftir John Dizard, sem segir að sú niðurstaða bendi til að ...

Óánægja í Bretlandi vegna eftirlauna­greiðslna ESB

Daily Telegraph segir í dag að brezkir skattgreiðendur verði að borga 170 milljónir sterlingspunda í lífeyris­sjóði ESB á næsta ári vegna hækkana á lífeyris­greiðslum umfram verðbólgu, sem tryggi starfsmönnum ESB að meðaltali í lífeyri á ári liðlega 11 milljónir íslenzkra króna.

Vaxandi andstaða við pólska innflytjendur í Hollandi

Pólskir innflytjendur í Hollandi búa við vaxandi mótlæti að því er fram kemur í Financial Times í dag. Talið er að þar séu nú um 150 þúsund Pólverjar, sem hafa leitað þangað í vinnu. Þeir hafa fengið störf fyrir milligöngu ráðningarfyrirtækja og búa í þéttsetnum gistiheimilum, sem kölluð eru Pólsku hótelin.

Sarkozy vill tengja saman arð­greiðslur og launauppbót

Sarkozy, Frakklands­forseti, hefur viðrað hugmyndir um að fyrirtæki, sem hafa fleiri en 50 starfsmenn í þjónustu sinni verði skylduð til að greiða starfsmönnum launauppbót í hvert sinn sem þau hækka arð­greiðslur. Þessa hugmynd setti forsetinn fram á fundi með starfsmönnum fyrirtækis í austurhluta Frakklands í síðustu viku.

Leiðarar

Hvaða erindi eigum við í þennan grautarpott?

Aðildarríki Evrópu­sambandsins eiga við margvísleg innri vandamál að etja þessa dagana, eins og fram kemur nánast daglega í fréttum Evrópu­vaktarinnar.

Í pottinum

Eyjan: „mjög afgerandi“ óánægja með Jóhönnu - brottförin undirbúin

Síðsumar 2002 beitti vefsíðan Kreml.is sem þá var haldið úti af hópi manna innan Samfylkingar­innar sér fyrir skoðanakönnun sem sýndi, að Samfylkingin ætti að fá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til forystu í landsmálum, þótt hún hefði nýlega náð kjöri sem borgar­stjóri. Össur Skarphéðinsson naut dvína...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS