Laugardagurinn 14. desember 2019

Miðvikudagurinn 27. apríl 2011

«
26. apríl

27. apríl 2011
»
28. apríl
Fréttir

Bútur af „svarta kassa“ Air France-vélarinnar finnst í Atlantshafi

Leitarmenn segjast hafa fundið bút af „svarta kassanum“, flugrita, Air France-vélarinnar sem hrapaði sumarið 2009 undan strönd Brasilíu. Þeir segjast þó enn eftir að finna þann hluta ritans sem geymir lykilupplýsingar um hvað leiddi til slyssins.

Ályktunardrög ekki tekin til afgreiðslu vegna sterkra mótmæla íslenzkra þingmanna

Þau drög að ályktun, sem ætlast var til að sameiginleg þingmanna­nefnd Íslands og Evrópu­sambandsins samþykkti á fundi nefndarinnar í dag voru ekki tekin til afgreiðslu skv. heimildum Evrópu­vaktarinnar. Ástæðan var sú, að svo sterk andmæli komu fram hjá fulltrúum í nefndinni, öðrum en fulltrúum Samfylkingar­innar, að Árni Þór Sigurðsson treysti sér ekki til að taka málið til afgreiðslu.

Stöðnun í brezku efnahagslífi

Stöðnun ríkir í brezku efnahagslífi skv. nýjum tölum, sem hafa verið birtar um verga landsframleiðslu segir Financial Times í dag. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam hagvöxtur 0,5% en minnkaði um 0,5% á síðasta ársfjórðungi síðasta árs.

Óviðunandi drög að ályktun á fundi þingmanna­nefndar Íslands og ESB

Í kemur saman til fundar í Þjóðmenningahúsinu svokölluð sameiginleg þingmanna­nefnd Íslands og Evrópu­sambandsins. Á fundinum verða tekin fyrir til umræðu og afgreiðslu drög að ályktun, sem heimildir Evrópu­vaktarinnar herma, að hafi verið skrifuð af embættismönnum ESB í Brussel og starfsmönnum íslenzka utanríkis­ráðuneytisins.

Leiðarar

Nokkrir íslenzkir þingmenn stöðvuðu málið

Í dag stendur yfir í Þjóðmenningahúsinu fundur sameiginlegrar þingmanna­nefndar Íslands og Evrópu­sambandsins.

Pistlar

Norðmenn láta reyna á EES-neitunarvaldið

Þótt íslenska þjóðin hafi verið upptekin af því að taka afstöðu til Icesave-málsins og afleiðinga þess gerðist annað um helgina, örlagaríku, sem einnig gæti haft veruleg áhrif á stöðu Íslands.

Í pottinum

Vandi verkalýðsforystunnar er varðstaða um vinstri stjórn

Verkalýðsforystan stendur frammi fyrir alvarlegum vanda. Hún hefur ekkert gert til þess að takast á við það gífurlega atvinnuleysi, sem er á Suðurnesjum og hún er komin í öngstræti með almenna kjarasamninga. Þess vegna hefur hún nú í hótunum um verkföll. Hver er hinn raunverulegi vandi verkalýðsforystunnar nú um stundir?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS