« 29. apríl |
■ 30. apríl 2011 |
» 1. maí |
Nýjar ESB-reglur um náttúrulyf valda deilum - undirskriftum safnað
Hinn 1. maí 2011 tekur gildi ESB-reglugerð um bann við notkun jurta til lækninga nema að baki liggi upplýsingar um lækningargildi jurtanna og skaðleysi þeirra. Málsvarar náttúrulyfja og óhefðbundinna lækninga mótmæla nýju reglunum og telja þær settar í þágu lyfjaframleiðenda. Árið 2004 voru sett ...
Henrik prins Evrópumaður ársins í Danmörku
Henrik prins, drottningarmaður, hefur verið tilnefndur Evrópumaður ársins í Danmörku.
Launahækkanir finnskra forstjóra gagnrýndar
Ben Zyskowicz, (frá Sameinaða þjóðarflokknum) sem gegnir embætti forseta finnska þingsins til bráðabirgða við upphaf þingsetningar notaði tækifærið í setningarræðu sinni til þess að gagnrýna harkalega forstjóra stórra finnskra fyrirtækja, sem hefðu hækkað laun sín á þann hátt, að það hefði misboðið venjulegu fólki. Ræða hans var pólitískari en Finnar eiga að venjast af hálfu þingforseta.
Leyndarhyggja meðal alþingismanna í anda valdastofnana ESB
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja stórum fjárhæðum til að vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fjölmenn viðræðunefnd hefur starfað mánuðum saman og alls kyns starfshópar. Embættismenn sitja fundi í Brussel til að bera saman íslenska og ESB-lagatexta. Fólk er ráðið tugum saman til að starfa við þýðingar á þessum textum og svo mætti áfram telja.