Ögmundur „misreiknaði“ sig með stuðningi við ESB-umsókn – hafnar aðlögunarferlinu
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segist hafa misreiknað sig og það ekki að litlu leyti, þegar hann greiddi atkvæði með ESB-aðildarumsókn Íslands í júlí 2009. Hann taldi að eðli viðræðnanna yrði svipað og hjá Norðmönnum í upphafi tíunda áratugarins en síðan hafi komið í ljós að um aðlögunarf...
Evru-brotthvarfi Grikkja lýst sem „heimskulegri hugmynd“
Því er harðlega neitað eftir fund fjármálaráðherra nokkurra evru ríkja í Lúxemborg föstudaginn 6. og laugardaginn 7. maí að Grikkir hafi óskað eftir að ganga úr evru-samstarfinu og taka að nýju upp eigin gjaldmiðil. Eins og sagt var frá á Evrópuvaktinni að kvöldi 6. maí og haft eftir BBC var þá ...
Stórsigur Skoska þjóðarflokksins veldur straumhvörfum í Skotlandi
Gengið var til þingkosninga í Skotlandi fimmtudaginn 5. maí 2011. Þá voru kjörnir 129 þingmenn á skoska þingið sem kemur saman í Holyrood. Þetta voru fjórðu skosku þingkosningarnar eftir landið hlaut heimastjórn 1998. Fyrstu kosningarnar fóru fram 1999 þá hafði Skotland lotið óskoraðri stjórn frá Lo...
Guttenberg sakaður um „svindl af ásetningi“ við skrif doktorsritgerðar
Í háskólanum í Bayreuth í Bæjaralandi í Þýskalandi hafa sérfræðingar komist að þeirri niðurstöðu að Karl-Theodor zu Guttenberg, fyrrv. varnarmálaráðherra, hafi „svindlað af ásetningi“ með ritstuldi við ritun doktorsritgerðar sinnar.
DT: „Skotland væri jafn mikið á hausnum og Ísland“
Skotland væri jafn mikið á hausnum og Ísland segir í Daily Telegraph í dag, ef það hefði verið sjálfstætt, þegar tveir stórir skozkir bankar komust í þrot og segir að það sama eigi við um samanburð við Írland. Í grein blaðsins er vísað til þess, þegar Royal Bank of Scotland og HBOS, sem báðir eru skráðir í Skotlandi, komust í þrot.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands
Skotar munu á næstu árum ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland. Þetta er niðurstaðan eftir að skozkir þjóðernissinnar fengu meirihluta á skozka þinginu í sveitarstjórnarkosningum, sem fram fóru í Bretlandi sl. fimmtudag. Kosningasigur Skozka Þjóðarflokksins kom á óvart.
Bretar höfnuðu breytingum á kosningafyrirkomulagi
Bretar höfnuðu breytingum á kosningafyrirkomulagi í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrradag með 68% atkvæða gegn 32%. Atkvæðagreiðslan fór fram samhliða kosningum til sveitarstjórna í fyrradag. Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi og sá hlýtur kosningu, sem fær flest atkvæði. Kosningafyrirkomulagið þýði...
Steingrímur J. reynir að hlaupa frá ESB-ábyrgðinni
Við myndun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og vinstri-grænna að loknum kosningum 25. apríl 2009 ákváðu forystumenn flokkanna sem að stjórninni standa að sótt skyldi um aðild að Evrópusambandinu. Þeim var þetta svo mikið kappsmál að þeir höfðu að engu ábendingar um nauðsyn góðs undirbúnings og víðtæk...
Skýringar Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG á því hvers vegna flokkur hans hafi stutt aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu í samtali við bandaríska dagblaðið Wall Street Journal er fáránleg. Hann segir, að flokkur hans hafi ákveðið “að hlíta leiðsögn Alþingis og ákvörðun meirihluta þes...