Finnskir stjórnmálamenn velta enn fyrir sér skilyrðum ábyrgðar vegna Portúgals
Finnska þingið tók ekki afstöðu til stuðnings Finna við neyðarlán til Portúgals miðvikudaginn 11. maí eins vænst hafði verið. Að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat er ákvörðunar að vænta nk. föstudag, 13. maí. Finnskir jafnaðarmenn hafa sett skilyrði fyrir samþykki sínu sem ekki hafa verið r...
Danir ætla að stórauka landamæraeftirlit innan fárra vikna
Dönsk stjórnvöld ætla að hefja tolleftirlit á landamærum sínum gagnvart Svíþjóð og Þýskalandi innan fáeinna vikna vegna þrýstings Danska þjóðaflokksins. Claus Hjort Frederiksen, fjármálaráðherra, segir að landamærastöðvar verið reistar á landamærunum og einnig í höfnum og á flugvöllum.
Obama getur sent öllum Bandaríkjamönnum viðvörun með sms
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun frá og með næsta ári geta sent sms-skilaboð í alla farsíma í Bandaríkjunum með tilkynningu um yfirvofandi hættu vegna hryðjuverkaárásar eða náttúruhamfara.
Norskur eldislax fastur í kínverskum höfnum
Útflutningur Norðmanna á eldislaxi til Kína hefur minnkað um 70% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs vegna óánægju Kínverja með afhendingu friðarverðlauna Nóbels á síðasta ári. Jafnframt hafa Kínverjar snúið sér að Skotum um eldislax eins og áður hefur komið fram hér á Evrópuvaktinni.
Bandaríkin rekast á skuldaþakið 16. maí
Fjármálamenn á Wall Street eru þeirrar skoðunar að niðurskurður á útgjöldum dugi ekki einn til að ráða bót á fjárlagavanda Bandaríkjanna heldur verði einnig að koma til skattahækkanir. Frá þessu segir Reutersfréttastofan í dag, sem í gær kannaði afstöðu einstaklinga í þessum hópi til álitamála, sem nú eru til umræðu í Bandaríkjunum.
Allsherjarverkfall í Grikklandi í dag
Eins dags allsherjarverkfall er í Grikklandi í dag til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnvalda þar í landi, sem eru skilyrði fyrir þeirri aðstoð, sem Grikkir hafa fengið frá ESB/AGS. Frá þessu segir BBC í morgun. Opinber þjónusta leggst niður og flugferðir stöðvast. Flugvellir og hafnir lokast. ...
Það er of mikil þögn um ESB-viðræðurnar. Það er of lítið af upplýsingum, sem koma fram um stöðu viðræðnanna. Vel má vera að þær sé einhvers staðar að finna en þeir, sem að þessum viðræðum standa leggja sig ekki fram um að koma þeim á framfæri við almenning. Á þessu þarf að ráða bót. Það er hægt að gera á tveimur vígstöðvum.
ESB-RÚV hleypur á sig í fréttum frá Finnlandi - ekkert samkomulag í höfn
Stundum velta menn því fyrir sér í pottinum hvort ESB-fréttir RÚV séu samdar á vegum Evrópusamtakanna eða til að gleðja þá sem þar eru á nálum vegna þess sem aflaga fer og getur farið í samstarfinu innan ESB. Undanfarið hafa menn velt því fyrir sér hvernig Finnar taki á kröfum á hendur þeim vegna ...