Miðvikudagurinn 3. mars 2021

Fimmtudagurinn 12. maí 2011

«
11. maí

12. maí 2011
»
13. maí
Fréttir

ESB-ráðherrar samþykkja að Schengen-reglum verði breytt

Innanríkis­ráðherrar ESB lýstu fimmtudaginn 12. maí stuðningi við breytingar á Schengen-samkomulaginu í þá veru að heimilt verði taka upp tímabundið landamæra­eftirlit innan Schengen-svæðsins. Samkvæmt heimildarmönnum á fundinum lýstu meira en 15 ráðherrar af 25 sem eru í Schengen-ráðherraráðinu stu...

Eva Joly gagnrýnir fjármála­ráðherra Frakka vegna gruns um spillingu

Christine Lagarde, fjármála­ráðherra Frakka, sætir nú lög­reglurannsókn vegna afskipta sinna af uppgjöri franska ríkisins við Bernard Tapie, einn umdeildasta stjórnmála- og kaupsýslumann í Frakklandi.

ESB-þingið sameinar skrár um hagsmunamiðlara í baráttu við spillingu innan ESB

ESB-þingmenn samþykktu miðvikudaginn 11. maí að komið yrði á fót sameiginlegri skrá yfir hagsmunamiðlara (lobbyista) og hagsmunahópa sem vilja reka erindi sín í ESB-þinginu og gagnvart framkvæmda­stjórn ESB. Þá hvetur ESB-þingið til þess að samskipti hagsmunamiðlara við forystumenn innan ESB-þingsins...

Danir segjast ekki taka upp vegabréfa­eftirlit á landamærum

Dönsk stjórnvöld hafna ásökunum um að þau ætli að hefja vega­bréfaeftilit að nýju á dönskum landamærum gagnvart Þýskalandi og Svíþjóð.

Skilyrtur stuðningur Finna við Portúgal kynntur - stjórnar­myndun í uppnámi

Jyrki Katainen, leiðtogi Samstöðu­flokksins í Finnlandi og forsætis­ráðherraefni, segir að hann hafi samið við jafnaðarmenn um stuðning þeirra við ábyrgðaryfirlýsingu vegna neyðarláns til Portúgals til bjargar evrunni.

Cameron vill hefja fækkun herafla í Afganistan

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, vill hefja brottflutning brezkra hermanna frá Afganistan nú þegar. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag. Yfirmenn brezka hersins eru hins vegar ósammála forsætis­ráðherranum og beita andófi gegn óskum hans. Í Afganistan eru nú 10 þúsund brezkir hermenn.

Þjóðverjar andvígir takmörkunum innan Schengen

Þjóðverjar hafa lýst sig andvíga aðgerðum einstakra ríkja innan Schengen-svæðisins til þess að taka upp sterkara eftirlit á landamærum ríkjanna. Hans-Peter Friedrich, innanríkis­ráðherra Þýzkalands sagði í gær, að Þjóðverjar mundu ekki samþykkja neitt sem fæli í sér takmörkun á ferðafrelsi fólks innan Schengen.

Leiðarar

Er ESB rústabjörgunarsveit kvótakerfisins? Grundvallar­spurningu ósvarað

Í frétt sem birtist á vefsíðu BBC 12. maí, skömmu eftir miðnætti, um nýjan sjávar­útvegs­stefnu ESB eftir árið 2013 er skýrt frá því að meðal hugmynda við mótun stefnunnar sé að sigla í kjölfar Íslendinga og Ný-Sjálendinga og úthluta framseljanlegum kvótum á skip. Þetta kerfi hafi gefist best í heim...

Í pottinum

Eru 15 árin tilviljun?-Varla!

BBC segir frá því í dag, að Evrópu­sambandið hafi í undirbúningi breytingar á fiskveiði­stjórnar­kerfi sínu, sem þýði, að eigendur fiskiskipa fái úthlutað kvóta, sem þeir haldi í 15 ár.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS