ESB-ráðherrar samþykkja að Schengen-reglum verði breytt
Innanríkisráðherrar ESB lýstu fimmtudaginn 12. maí stuðningi við breytingar á Schengen-samkomulaginu í þá veru að heimilt verði taka upp tímabundið landamæraeftirlit innan Schengen-svæðsins. Samkvæmt heimildarmönnum á fundinum lýstu meira en 15 ráðherrar af 25 sem eru í Schengen-ráðherraráðinu stu...
Eva Joly gagnrýnir fjármálaráðherra Frakka vegna gruns um spillingu
Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakka, sætir nú lögreglurannsókn vegna afskipta sinna af uppgjöri franska ríkisins við Bernard Tapie, einn umdeildasta stjórnmála- og kaupsýslumann í Frakklandi.
ESB-þingið sameinar skrár um hagsmunamiðlara í baráttu við spillingu innan ESB
ESB-þingmenn samþykktu miðvikudaginn 11. maí að komið yrði á fót sameiginlegri skrá yfir hagsmunamiðlara (lobbyista) og hagsmunahópa sem vilja reka erindi sín í ESB-þinginu og gagnvart framkvæmdastjórn ESB. Þá hvetur ESB-þingið til þess að samskipti hagsmunamiðlara við forystumenn innan ESB-þingsins...
Danir segjast ekki taka upp vegabréfaeftirlit á landamærum
Dönsk stjórnvöld hafna ásökunum um að þau ætli að hefja vegabréfaeftilit að nýju á dönskum landamærum gagnvart Þýskalandi og Svíþjóð.
Skilyrtur stuðningur Finna við Portúgal kynntur - stjórnarmyndun í uppnámi
Jyrki Katainen, leiðtogi Samstöðuflokksins í Finnlandi og forsætisráðherraefni, segir að hann hafi samið við jafnaðarmenn um stuðning þeirra við ábyrgðaryfirlýsingu vegna neyðarláns til Portúgals til bjargar evrunni.
Cameron vill hefja fækkun herafla í Afganistan
David Cameron, forsætisráðherra Breta, vill hefja brottflutning brezkra hermanna frá Afganistan nú þegar. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag. Yfirmenn brezka hersins eru hins vegar ósammála forsætisráðherranum og beita andófi gegn óskum hans. Í Afganistan eru nú 10 þúsund brezkir hermenn.
Þjóðverjar andvígir takmörkunum innan Schengen
Þjóðverjar hafa lýst sig andvíga aðgerðum einstakra ríkja innan Schengen-svæðisins til þess að taka upp sterkara eftirlit á landamærum ríkjanna. Hans-Peter Friedrich, innanríkisráðherra Þýzkalands sagði í gær, að Þjóðverjar mundu ekki samþykkja neitt sem fæli í sér takmörkun á ferðafrelsi fólks innan Schengen.
Er ESB rústabjörgunarsveit kvótakerfisins? Grundvallarspurningu ósvarað
Í frétt sem birtist á vefsíðu BBC 12. maí, skömmu eftir miðnætti, um nýjan sjávarútvegsstefnu ESB eftir árið 2013 er skýrt frá því að meðal hugmynda við mótun stefnunnar sé að sigla í kjölfar Íslendinga og Ný-Sjálendinga og úthluta framseljanlegum kvótum á skip. Þetta kerfi hafi gefist best í heim...