Strauss-Kahn handtekinn á JFK-flugvelli sakaður um kynferðislega áreitni
Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var handtekinn á JFK-flugvelli við New York að kvöldi laugardags 14. maí vegna ásakana um kynferðislega áreitni. The New York Times sendi frá sér frétt um klukkan 23.15 að íslenskum tíma þar sem sagði að Strauss-Kahn hefði verið stiginn...
Gríska ríkisstjórnin ætlar að einbeita sér að einkavæðingu til að fá nýtt lán
Georges Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, segir að einakvæðing sé nú helsta viðfangsefni stjórnar hans til að sannfæra lánardrottna og fjárfesta að Grikkir geti staðið við skuldbindingar sínar vegna neyðarlánsins frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). „Í upphafi var einkavæðing ekki í ...
Ögmundur slær úr og í um Schengen-aðild Íslands - sótti ekki ráðherrafund
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra minnir á það í viðtali við Fréttablaðið 14. maí að hann hafi verið andvígur aðild Íslands að Schengen-samstarfinu á sínum tíma. Þá segir hann í samtalinu: „Íslendingar geta náttúrlega sagt sig úr Schengen.“ Þátttakan í Schengen-samstarfinu er önnur meginstoð teng...
Bandaríkin: Grænlendingar þurfa ekki að velja á milli okkar og Evrópu
Brezka blaðið The Guardian segir að skjöl, sem Wikileaks hafi birt frá árinu 2007 sýni þá auknu áherzlu, sem Bandaríkjamenn leggi á að tryggja hagsmuni sína á Norðurskautssvæðinu. Þar er vitnað til bandarísks sendimanns, sem segir: “Aukin áherzla á samskipti okkar við Grænlendinga verður þeim hvatning til að vísa frá hugmyndum um að þeir þurfi að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu.
Norðurskautsráðið: ESB fékk ekki áheyrnarfulltrúa
Finnum tókst ekki að tryggja Evrópusambandinu áheyrnarfulltrúa á fundum Norðurskautsráðsins á fundi þess í Nuuk á Grænlandi í fyrradag. Þetta kemur fram á euobserver.
Spiegel: 30% Þjóðverja vilja sjálfstætt Þýzkaland án evru
Óánægjuraddir eru vaxandi í einstökum aðildarríkjum Evrópusambandsins að sögn Der Spiegel, þýzka vikuritsins. Því er haldið fram, að 19 þingmenn stjórnarflokkanna í Þýzkalandi, Kristilegra demókrata og systurflokks hans í Bæjaralandi CSU og Frjálsra demókrata hafi gefið til kynna, að þeir væru ekki tilbúnir til þess að styðja lengur aðgerðir Angelu Merkel til að bjarga evrunni.
Að hafna samstarfi við Bandaríkin og Kanada í þágu ESB-aðildar
Þegar ESB óskaði eftir áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu árið 2009 hafnaði ríkisstjórn Kanada því alfarið að sambandið fengi slíka aðild.
Leyniorð á vidraedur.is - enginn aðgangur nema með leyfi ESB?
Eitt af því sem vekur sérstaka athygli þegar lesnar eru umsagnir af hálfu ESB um stöðu viðræðnanna við Ísland er háfleygt lof ESB um upplýsingamiðlun af hálfu íslenska utanríkisráðuneytisins. Þeir sem fylgjast með ESB-málum á Íslandi botna ekkert í því hvert ESB er að fara með þessu hástemmda lofi.
ESB vill sæti Íslands í Norðurskautsráðinu
Hér á Evrópuvaktinni í dag er frá því sagt, að Evrópusambandið hafi ekki náð því takmarki sínu á fundi Norðurskautsráðsins í Nuuk á Grænlandi sl. fimmtudag að fá áheyrnarfulltrúa á fundum þess. Finnar hafi barizt hart fyrir því en Kanadamenn og Rússland staðið gegn því.