Sannir Finnar stærsti flokkurinn samkvæmt nýrri könnun
Eftir að Sannir Finnar ákváðu að taka ekki þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar í Finnlandi vegna andstöðu við ábyrgð á lánum til Portúgala,hefur fylgi flokksins vaxið enn samkvæmt könnunum. Ný skoðanakönnun sýnir að Sannir Finnar njóta nú stuðnings 22,4% kjósenda. Er flokkurinn þar með í fyrsta hinn stærsti í landinu að sögn finnska sjónvarpsins, Yle.
Evru-leiðtogar milda andstöðu við „endurröðun“ grískra skulda
Eftir tveggja daga fund fjármálaráðherra ESB-ríkjanna sem lauk í Brussel þriðjudag 17. maí hafa forystumenn innan evru-ríkja í fyrsta sinn viðurkennt opinberlega að líta beri á endurrröðun eða „mjúka“ endurröðun á skuldum Gríkkja, það er að lánstími verði lengdur. The Financial Times segir að í or...
Finnar hafa fyrirvara á sumarhúsakaupum Rússa
Í Finnlandi eru skiptar skoðanir um rétt Rússa til þess að kaupa sér sumarhús þar í landi en Rússar hafa keypt töluvert af slíkum húsum í austurhluta Finnlands. Skoðanakönnun, sem gerð var á því svæði sýnir að um 70% þeirra, sem svöruðu voru þeirrar skoðunar að setja ætti takmarkanir á rétt Rússa til slíkra kaupa.
Um ein milljón ungmenna án vinnu í Bretlandi
Nýjar tölur um atvinnuleysi í Bretlandi benda til að um 1 milljón ungmenna á aldrinum 16-24 ára séu án vinnu. Þetta kemur fram í Guardian í dag. Ríkisstjórnin tilkynnti fyrr á árinu að um 60 milljónum punda yrði varið til þess að auka atvinnumöguleika þessa aldursflokks.
Notkun opinberra kreditkorta gagnrýnd í Bretlandi
Notkun opinberra kreditkorta, sem æðstu embættismenn í Bretlandi hafa undir höndum liggur nú undir þungri gagnrýni að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Þar kemur fram, að sömu aðilar og eigi að hafa með höndum eftirlit með opinberum útgjöldum hafi notað slík kort til þess að greiða fyrir gistingu á fimm stjörnu hótelum, matargerðarnámskeið og jafnvel til innkaupa í verzlunum.
Grikkir hvattir til að selja eignir
Grikkir liggja nú undir miklum þrýstingi frá öðrum aðildarríkjum evrunnar að því er fram kemur á netútgáfu brezka tímaritsins The Economist að selja opinberar eignir. Tímaritið segir, að upphaflega hafi verið ætlast til að Grikkland seldi slíkar eignir fyrir 17 milljarða evra en snemma á þessu ári hafi sú upphæð verið hækkuð í 50 milljarða.
Mikilvægur fundur í Washington
Fundur Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, með Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington í dag, skiptir máli fyrir okkur Íslendinga. Þetta er ekki bara kurteisisfundur. Ástæðan er sú, að samskipti þessara tveggja ríkja síðustu árin hafa verið blendin ef svo má að orði komast.
Í hvers umboði talar Árni Páll um Icesave og ESB-aðild í Brussel?
Hinn 17. maí birtust tvær tilkynningar á vefsíðu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins þar sem sagt var frá því að Árni Páll Árnason hefði þann sama dag verið í Brussel og flutt tvær ræður: Framsögu Íslands á samráðsvettvangi umsóknarríkja með efnahags- og fjármálaráðherrum ESB (ECOFIN) í Brussel í da...