Hillary og Össur leggja á ráðin um aukið samstarf þjóðanna í öryggismálum
Samstarf um norðurslóðarannsóknir, samningur um varnir gegn olíuslysum, alþjóðleg miðstöð á sviði leitar og björgunar með aðsetur á Íslandi, aukið samstarf um hryðjuverkavarnir, öll þessi atriði voru rædd á fundi Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Össurar Skarphéðinssonar utanríkis...
Christine Lagarde næsti forstjóri AGS?
New York Times segir í dag, að Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakka, sé nú talin mjög líklega til að taka við sem forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eftir afsögn Strauss –Khan. Hún sé þekkt fyrir að hafa afgerandi skoðanir og sé talinn einn áhrifamesti talsmaður Evrópuríkja í alþjóðlegum fjármálum. Þá yrði það styrkur fyrir AGS að kona tæki við forystu sjóðsins í fyrsta sinn.
Seðlabanki Evrópu: Grikkir þurfa ekki afskriftir-þeir mega ekki eyða meiru en þeir afla
Talsmenn Seðlabanka Evrópu segja, að það sé engin þörf á frekari ráðstöfunum vegna Grikkja ef þeir haldi sig við þá efnahagsáætlun, sem gerð hafi verið. Skuldaafskriftir mundu engan vanda leysa svo lengi sem Grikkir eyði meiru en þeir innheimti í skatta.
Angela Merkel: S-Evrópuþjóðir verða að vinna meira
Angela Merkel gagnrýndi Grikki harðlega í ræðu á þriðjudagskvöld fyrir löng frí og að þeir hættu of snemma að vinna. Raunar beindi hún spjótum sínum líka að Spánverjum og Portúgölum í þessu sambandi. Við getum ekki haft sama gjaldmiðil ef sumir taka sér löng frí en aðrir mjög takmörkuð frí. Það gengur ekki sagði Merkel að sögn Der Spiegel.
Árni Páll flytur blekkingarræður í Brussel
Hér var í gær, 18. maí vakin athygli á því að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefði flutt tvær ræður í Brussel í vikunni til að kynna stöðu Íslands og málstað. Ræður ráðerrans hafa ekki verið birtar í heild en í endursögn efnahags- og viðskiptaráðuneytisins er þetta meðal annars...
Sjálfstæðisflokkurinn var ekki stofnaður í þágu sérhagsmuna
Hér fer á eftir ræða sem flutt var á fundi Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, miðvikudagskvöld 18. maí: Sjálfstæðisflokkurinn á í alvarlegum pólitískum erfiðleikum. Það þarf engum að koma á óvart í ljósi þess, sem hér hefur gerzt síðustu ár. Verra er að fram til þessa hefur flokkurinn ...