Föstudagurinn 13. desember 2019

Miðvikudagurinn 25. maí 2011

«
24. maí

25. maí 2011
»
26. maí
Fréttir

Christine Lagarde býður sig fram til for­stjóraembættis í AGS

Christine Lagarde, fjármála­ráðherra Frakklands, tilkynnti formlega miðvikudaginn 25. maí framboð sitt í for­stjóraembætti Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins (AGS). „Næði ég kjöri mundi ég nýta alla mína reynslu sem lög­fræðingur, for­stjóri, ráðherra og kona í þágu sjóðsins,“ sagði Lagarde við blaðamenn í P...

Vægi smáríkja snarminnkar innan ESB eftir árið 2014 samkvæmt Lissabon-sáttmálanum

Stóru ESB-ríkin munu stórauka áhrif sín og vald við töku allra ákvarðana um ESB-lagasetningu eftir árið 2014, þegar nýjar reglur um stjórnar­hætti innan ESB taka gildi. Nýju reglurnar draga verulega úr áhrifum og atkvæðavægi lítilla ríkja.

Moody´s: Grísk vanskil þýða Írland í rusl­flokk

Moody´s segir að lánshæfismat Írlands fari í rusl­flokk ef skuldum Grikklands verði skilmálabreytt. Þetta kemur fram í Irish Times í dag. Í ljósi þess að nú hafa menn auknar áhyggjur af Spáni og hugsanlegri lækkun á lánshæfismati Ítalíu og Belgíu, segir Moody´s að slíkar aðgerðir í Grikklandi mundu hafa alvarlegar afleiðingar á fjármálamörkuðum um alla Evrópu.

Harðnandi átök um Grikkland á evru­svæðinu

Wall Street Journal segir í dag að átökin á milli Seðlabanka Evrópu og helztu aðildarríkja evrunnar um Grikkland fari harðnandi. Átökin snúast um það hvernig bregðast eigi við því, sem nú er sagt augljóst að björgunaraðstoðin við Grikkland, sem ákveðin var fyrir ári dugi ekki til. Seðlabanki Evrópu vill að önnur evruríki leggi Grikkjum til meira fé.

Átök milli heimshluta um for­stjóra AGS

Nú er gert ráð fyrir að Christine Lagarde, fjármála­ráðherra Frakka tilkynni í dag, að hún sækist eftir stöðu for­stjóra AGS. Í gær sendu fulltrúar fimm ríkja, Brasilíu, Indlands, Rússlands, Kína og Suður-Afríku frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum yfir því sjónarmiði, að þjóðerni...

Leiðarar

„Blitzkrieg“ ESB og „orustan um Ísland“

Það er athyglisvert að fylgjast með því, hvernig stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu haga baráttu sinni fyrir aðild. Hún er nánast engin. Af þeirra hálfu fara ekki fram nokkur skoðanaskipti, sem orð er á gerandi við andstæðinga aðildar.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS