Grikkir hafa ekki staðið við nein loforð í ríkisfjármálum segir Spiegel
ESB mun fara sömu leið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og stöðva greiðslu á júní-hluta neyðarláns til Grikkja nema gríska ríkisstjórnin grípi til nauðsynlegra efnahagsaðgerða.
Þorsteinn Pálsson hafnar hugmynd Jóhönnu Sigurðardóttur um að stofnaður verði nýr stjórnmálaflokkur ESB-aðildarsinna með samstarfi Samfylkingar og ESB-sinna úr öðrum flokkum. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur tilboð Jóhönnu einsdæmi í stjórnmálasögunni og lykta af örvæntingu.
Maltverjar vilja heimild til lögskilnaðar -
Meirihluti Maltverja vill að skilnaður hjóna verði heimilaður í landi þeirra.
Forseti Lettlands vill rjúfa þing vegna spillingar meðal þingmanna
Valdis Zatlers, forseti Lettlands, tilkynnti í ávarpi til þjóðarinnar laugardaginn 28. maí að hann mundi beita sér fyrir því að þing yrði rofið til að binda enda á „pólitískt undirferli og lygar“. Forsetinn flutti ávarpið eftir að þingmenn stöðvuðu rannsókn á kunnum stjórnmálamanni sem jafnframt læt...
Finnland: Brestir í viðræðum um stjórnarmyndun?
Jyrki Katainen, leiðtogi Sameinaða þjóðaflokksins í Finnlandi, sem leiðir viðræður um stjórnarmyndun þar í landi, neitar því að einhver viðræðuaðilanna sé að hverfa frá samningaborðinu. Þetta kemur fram í Helsingin Sanomat. Raddir hafa verið um að Græna bandalagið mundi segja sig frá viðræðunum en forystumenn þess neita því.
Irish Times: Uppnám í Aþenu veldur vanda i Dublin
Þar til fyrir nokkrum dögum var gengið út frá því sem vísu, að Grikkir mundu fá næstu greiðslu frá ESB/AGS í júní, sem nemur 12 milljörðum evra og Irish Times segir að sé nauðsynleg til þess að ljósin slokkni ekki í Aþenu. Nú hefur AGS hins vegar lýst því yfir, að hlutur sjóðsins af þeirri greiðslu, sem nemur 3 milljörðum evra verði ekki greiddur nema fleira komi til.
Bifreiðaeigendur í Evrópu krefjast rannsóknar á benzínverði
Samtök bifreiðaeigenda í Evrópu, (FIA) sem eru fulltrúar um 35 milljóna manna hafa skrifað bréf til Joaquin Almunia, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn ESB og krafizt rannsóknar á verðmyndun á benzíni á svokölluðum spottmarkaði í Rotterdam. Í bréfinu er krafizt rannsóknar á gagnsæi þessara viðskipta og hvort viðskiptahættir geti talizt viðunandi.
Ritt Bjærregaard sendiherra til BRIK-landa
Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur útnefnt Ritt Bjærregaard einn af fyrri forystumönnum danska Jafnaðarmannaflokksins, sérstakan sendiherra með það hlutverk að auka útflutning Dana til svokallaðra Brik-landa, sem eru Brasilía, Rússland, Indland og Kína.
Kosið í Mílanó að lokinni sóðalegri kosningabaráttu
Í dag fer fram í Mílanó á Ítalíu seinni umferð borgarstjórakosninga, sem taldar eru geta ráðið miklu um pólitíska framtíð Berlusconis, forsætisráðherra, en Mílanó hefur verið eitt helzta pólitíska vígi hans. Kosningabaráttan hefur verið óvenjulega sóðalega jafnvel á ítalskan mælikvarða að sögn brezka sunnudagsblaðsins The Observer.
Aðildarsinnar hafa þá einkennilegu áráttu, að segja þá sem ekki vilja sameinast ESB, séu Evrópuandstæðingar.
Vinkona og bandamaður vogunarsjóðanna talar!
Það er fyndið að fylgjast með helztu vinkonu og bandamanni vogunarsjóðanna á Íslandi veitast að fjárglæframönnum en það gerði Jóhanna Sigurðardóttir í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingar í morgun. Eða er það kannski ekkert fyndið? Það eru ekki til meiri fjárglæframenn á heimsbyggðinni í dag en þeir sem stjórna svonefndum vogunarsjóðum.