Mánudagurinn 25. janúar 2021

Sunnudagurinn 29. maí 2011

«
28. maí

29. maí 2011
»
30. maí
Fréttir

Grikkir hafa ekki staðið við nein loforð í ríkisfjármálum segir Spiegel

ESB mun fara sömu leið og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðurinn og stöðva greiðslu á júní-hluta neyðarláns til Grikkja nema gríska ríkis­stjórnin grípi til nauðsynlegra efnahagsaðgerða.

Jóhanna gerir ESB-sinnum í framsókn og Sjálfstæðis­flokknum tilboð um að Samfylking breyti um nafn og númer

Þorsteinn Pálsson hafnar hugmynd Jóhönnu Sigurðardóttur um að stofnaður verði nýr stjórnmála­flokkur ESB-aðildarsinna með samstarfi Samfylkingar og ESB-sinna úr öðrum flokkum. Vigdís Hauks­dóttir, þingmaður Framsóknar­flokksins, telur tilboð Jóhönnu einsdæmi í stjórnmálasögunni og lykta af örvæntingu.

Maltverjar vilja heimild til lögskilnaðar -

Meirihluti Maltverja vill að skilnaður hjóna verði heimilaður í landi þeirra.

Forseti Lettlands vill rjúfa þing vegna spillingar meðal þingmanna

Valdis Zatlers, forseti Lettlands, tilkynnti í ávarpi til þjóðar­innar laugardaginn 28. maí að hann mundi beita sér fyrir því að þing yrði rofið til að binda enda á „pólitískt undirferli og lygar“. Forsetinn flutti ávarpið eftir að þingmenn stöðvuðu rannsókn á kunnum stjórnmálamanni sem jafnframt læt...

Finnland: Brestir í viðræðum um stjórnar­myndun?

Jyrki Katainen, leiðtogi Sameinaða þjóða­flokksins í Finnlandi, sem leiðir viðræður um stjórnar­myndun þar í landi, neitar því að einhver viðræðuaðilanna sé að hverfa frá samningaborðinu. Þetta kemur fram í Helsingin Sanomat. Raddir hafa verið um að Græna bandalagið mundi segja sig frá viðræðunum en forystumenn þess neita því.

Irish Times: Uppnám í Aþenu veldur vanda i Dublin

Þar til fyrir nokkrum dögum var gengið út frá því sem vísu, að Grikkir mundu fá næstu greiðslu frá ESB/AGS í júní, sem nemur 12 milljörðum evra og Irish Times segir að sé nauðsynleg til þess að ljósin slokkni ekki í Aþenu. Nú hefur AGS hins vegar lýst því yfir, að hlutur sjóðsins af þeirri greiðslu, sem nemur 3 milljörðum evra verði ekki greiddur nema fleira komi til.

Bifreiða­eigendur í Evrópu krefjast rannsóknar á benzínverði

Samtök bifreiða­eigenda í Evrópu, (FIA) sem eru fulltrúar um 35 milljóna manna hafa skrifað bréf til Joaquin Almunia, sem fer með samkeppnismál í framkvæmda­stjórn ESB og krafizt rannsóknar á verð­myndun á benzíni á svokölluðum spott­markaði í Rotterdam. Í bréfinu er krafizt rannsóknar á gagnsæi þessara viðskipta og hvort viðskiptahættir geti talizt viðunandi.

Ritt Bjærregaard sendiherra til BRIK-landa

Lars Lökke Rasmussen, forsætis­ráðherra Danmerkur, hefur útnefnt Ritt Bjærregaard einn af fyrri forystumönnum danska Jafnaðarmanna­flokksins, sérstakan sendiherra með það hlutverk að auka útflutning Dana til svokallaðra Brik-landa, sem eru Brasilía, Rússland, Indland og Kína.

Kosið í Mílanó að lokinni sóðalegri kosningabaráttu

Í dag fer fram í Mílanó á Ítalíu seinni umferð borgar­stjórakosninga, sem taldar eru geta ráðið miklu um pólitíska framtíð Berlusconis, forsætis­ráðherra, en Mílanó hefur verið eitt helzta pólitíska vígi hans. Kosningabaráttan hefur verið óvenjulega sóðalega jafnvel á ítalskan mælikvarða að sögn brezka sunnudagsblaðsins The Observer.

Pistlar

Ég er Evrópu­sinni

Aðildarsinnar hafa þá einkennilegu áráttu, að segja þá sem ekki vilja sameinast ESB, séu Evrópu­andstæðingar.

Í pottinum

Vinkona og bandamaður vogunar­sjóðanna talar!

Það er fyndið að fylgjast með helztu vinkonu og bandamanni vogunar­sjóðanna á Íslandi veitast að fjárglæframönnum en það gerði Jóhanna Sigurðar­dóttir í ræðu sinni á flokks­stjórnar­fundi Samfylkingar í morgun. Eða er það kannski ekkert fyndið? Það eru ekki til meiri fjárglæframenn á heimsbyggðinni í dag en þeir sem stjórna svo­nefndum vogunar­sjóðum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS