Mánudagurinn 18. janúar 2021

Mánudagurinn 30. maí 2011

«
29. maí

30. maí 2011
»
31. maí
Fréttir

Tillaga vinstri-grænna á alþingi um úrsögn úr NATO - staðfestir klofning í ríkis­stjórn

Þingmenn sem hlutu kjör á listum vinstri-grænna í kosningunum 25. apríl 2009 auk Þráins Bertelssonar sem var kjörinn á lista Borgarahreyfingarinnar fluttu 30. maí tillögu á alþingi um úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu (NATO). Með tillögunni kljúfa þingmennirnir ríkis­stjórnina í afstöðu til a...

Svía­konungur hafnar öllum sögusögnum um ósiðlegt athæfi

Karl Gústaf, konungur Svía, hafnar öllum ásökunum um að hafa heimsótt nektarstaði og að til séu ljósmyndir sem geti valdið honum álitshnekki.

Framkvæmda­stjórn ESB heldur að sér höndum vegna fullveldis Grikklands

Framkvæmda­stjórn ESB telur að verði alþjóða­stofnun falið að annast sölu ríkiseigna í Grikklandi fyrir 50 milljarða evra yrði vegið að fullveldi landsins. Tillaga um slíka tilhögun hefur komið frá Hollandi og Lúxemborg.

Lagarde nýtur stuðnings G-8 ríkja

Christine Lagarde, fjármála­ráðherra Frakka nýtur stuðnings allra G-8 ríkjanna til þess að verða næsti for­stjóri AGS að sögn Alan Juppe, utanríkis­ráðherra Frakklands.

ESB vill bein afskipti af innheimtu skatta í Grikklandi

Evrópu­sambandið vill fá rétt til þess að hafa bein afskipti af gríska skattakerfinu til þess að tryggja betri innheimtu skatta þar í landi eigi Grikkir að fá næstu útborgun af björgunarláni ESB/AGS í júní, sem nemur 12 milljörðum evra. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende í dag. Jafnt er krafizt mjög víðtækrar einkavæðingar og sölu ríkiseigna og enn frekari niðurskurðar útgjalda.

Þýska ríkis­stjórnin boðar lokun allra kjarnorkuvera árið 2022

Þýska ríkis­stjórnin hefur samþykkt að árið 2022 hætti öll raforkuframleiðsla í Þýskalandi í kjarnorkuverum.

Leiðarar

Bandamenn evrunnar á Íslandi

Langt er síðan nokkur stuðningsmaður aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu hefur orðið þann möguleika, að Ísland taki upp evru. Nú brá hins vegar svo við, að Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, setti málið á dagskrá í ræðu sinni á flokks­stjórnar­fundi Samfylkingar um helgina. Getur verið að ráðherrann fylgist lítið með því, sem er að gerast í evruheimum?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS