Mánudagurinn 25. janúar 2021

Sunnudagurinn 5. júní 2011

«
4. júní

5. júní 2011
»
6. júní
Fréttir

Sósíalistar tapa þingkosningum í Portúgal - stjórnar­skipti á döfinni

Flokkur sósíalista sem farið hefur með stjórn Portúgals hefur játað sig sigraða kosningar til þings sunnudaginn 5. júní. José Socates flokksformaður axlaði ábyrgð vegna tapsins og sagði af sér formennskunni. Mið-hægri flokkur sósíal-demókrata (PSD) undir forystu Perdros Passos Coelhos sigraði í kos...

Baunaspírur taldar valda hinni heiftarlegu matareitrun í Þýskalandi

Baunaspírur, ræktaðar í Þýskalandi, eru taldar hafa valdið hinum banvæna E.kolígerli í Norður-Þýskalandi að sögn þýskra yfirvalda sunnudaginn 5. júní. Engin endanleg niðurstaða lá fyrir en „tengsl hafa fundist milli allra helstu tilvikkanna“, sagði Gert Lindmenn, landbúnaðar­ráðherra í Neðra-Saxl...

Danske Bank segist geta staðið gjaldþrot Grikklands af sér

Danske Bank er ekki á hættu­svæði, hann mun ekki fara á hliðina þótt Grikkland verði gjaldþrota. Þetta segir Anders Klinkby, deildar­stjóri hjá Danske Bank, og hafnar þar með niðurstöðu Finns Östrups, hagfræðiprófessors við Copenhagen Business School.

Grænfriðungar hætta mótmælum á borpalli fyrir vestan Grænland

Skoska fyrirtækið Cairn Eenergy hefur tekið til við olíuborun á tveimur stöðum í hafinu undan vesturströnd Grænlands 160 km og 300 km fyrir vestan Nuuk, höfuðborg landsins. Borað er á 900 metra dýpi. Í síðustu viku hættu grænfriðungar mótmælum á öðrum borpallinum, Leifi Eiríkssyni. Grænfriðungar sögðu að 18 félagsmenn þeirra hefðu farið á pallinn.

Hryðjuverkamenn að eitra matvæli?

Sunday Telegraph segir frá því í dag að matvælaframleiðendur og smásöluverzlanir hafi verið varaðar við því, að hryðjuverkamenn kunni að grípa til þess ráðs að eitra matvæli í baráttu sinni. Blaðið segir að þessi aðvörun komi frá sér­fræðingum brezkra stjórnvalda í öryggismálum.

Lánardrottnar Grikkja leggi fram 30 milljarða evra

Wall Street Journal segir á vefútgáfu sinni í dag, að aðildarríki evrunnar hafi náð samkomulagi um að skilyrði fyrir aukinni fjárhagsaðstoð við Grikki verði þátttaka lánardrottna í þeim aðgerðum og er þá átt við banka, lífeyris­sjóði og aðra fjárfesta.

Vaxandi svartsýni í Bretlandi

Margir áhrifamiklir hag­fræðingar í Bretlandi eru byrjaðir að efast um að ríkis­stjórn Camerons sé á réttri leið í efnahagsmálum almennt og ríkisfjármálum sérstaklega. Þetta kemur fram í brezka sunnudagsblaðinu The Observer í dag.

Japanir styðja Lagarde

Reuters-fréttastofan segir líklegast að Christine Lagarde, fjármála­ráðherra Frakka verði næsti for­stjóri Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins. Nú liggi fyrir að hún njóti stuðnings bæði Bandaríkjanna og Japan, sem þýði að hún sé örugg um yfir helming atkvæða. Samanlagt hafa Evrópu­ríkin og Bandaríkin 48% atkvæða í stjórn AGS en ekki yfir helming eins og áður hafði verið sagt hér á Evrópu­vaktinni.

Í pottinum

VG klofnar fyrir næstu kosningar

Vinstri grænir eru í raun tveir flokkar.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS