Austurríki: 70% landsmanna telur hag sínum ekki vel borgið innan ESB
Rúmlega 70% Austurríkismanna telja að hagsmuna þeirra sé ekki vel gætt innan Evrópusambandsins. Þá segjast 39% vilja leggja meira að sér fyrir ESB og samruna Evrópu. Aðeins 22% trúa að meiri hagur sé fyrir Austurríkismenn að vera í ESB en standa fyrir utan sambandið. Færri eða 19% segjast telja sig verða meiri og meiri Evrópumenn.
DSK kemur fyrir rétt á Manhattan - lýsir sakleysi sínu
Dominique Strauss-Kahn, fráfarandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kom fyrir sakadómara á Manhattan að morgni mánudags 6. júní og lýsti sakleysi sínu. Hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á herbergisþernu á Sofitel-hóteli við Broadway 14. maí. Þetta er fyrsta yfirlýsing hans frá því að hann var...
Osborne: Engin þörf fyrir plan B
George Osborne, fjármálaráðherra Breta, hafnar því í viðtali við Financial Times í dag, að þörf sé fyrir plan B í brezkum efnahagsmálum. Hann segir að hækkandi verð á eldsneyti og uppnám á evrusvæðinu valdi að vísu erfiðleikum í Bretlandi en efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar búi yfir nægilegum sveigjanleika til þess að takast á við þá.
Spiegel: Stjórnmálamenn þrælar fjármálamarkaða
Einn af æðstu stjórnendum þýzka tímaritsins Der Spiegel, Dirk Kurbjuweit, skrifar grein í blað sitt undir fyrirsögninni: Að sleppa úr klóm fjármálamarkaða, þar sem hann segir að fólkið í Evrópu ráði ekki lengur ferðinni og stjórnmálamenn hafi orðið þrælar fjármálastofnana og markaða. Breytingar séu knýjandi til þess að tryggja stöðu lýðræðis í Evrópu.
ESB: Handtaka Mladics greiðir fyrir aðild Serbíu
Brezka tímaritið The Economist segir að handtaka Ratko Mladics muni greiða fyrir stækkun Evrópusambandsins. Á meðan hann gekk laus hafi möguleikar Serbíu á aðild verið litlir.
Brezk skýrsla: Náttúran er milljarða virði
Náttúran er virði milljarða sterlingspunda fyrir Bretland, segir í nýrri skýrslu, sem BBC segir frá. Stofnun, sem heitie National Ecosystem Assessment (NEA) segir að í langan tíma hafi áherzlan verið á að framleiða meiri matvæli og annan varning, sem hafi haft skaðsamleg áhrif á náttúruna en í henni liggi falin auðæfi.
Er kominn tími til að koma böndum á bankana?
Hér á Evrópuvaktinni í dag er frásögn af athyglisverðri grein eins af ritstjórum þýzka tímaritsins Der Spiegel, sem kemst að þeirri niðurstöðu, að stjórnmálamenn nútímans séu eins konar þrælar fjármálamarkaða. Í þeirri þróun sé fólgin mikil hætta fyrir lýðræðið. Kjarninn í grein Dirk Kurbjuweit er sá, að stjórnmálamennirnir hafi bjargað bönkunum frá hruni fyrir þremur árum með almannafé.
Af hverju hæðist eyjan svona að Jóhönnu?
Af hverju ætli eyjan.is, óopinbert málgagn Össurar Skarphéðinssonar sé að hæðast að Jóhönnu Sigurðardóttur og gera lítið úr henni? Í dag heldur eyjan því fram að Jóhanna ætli sér að vera formaður Samfylkingarinnar næstu áratugi! Þessi hæðnisorð eyjunnar í garð Jóhönnu koma í kjölfar þessi að ...
Hans eigin orð-hvers vegna skrifaði Vilhjálmur undir?
Hér á Evrópuvaktinni voru gerðar athugasemdir við nýgerða kjarasamninga, bæði áður en þeir voru gerðir og eftir að þeir voru undirritaðir og bent á að atvinnulífið hefði ekki efni á þeim að undanskildum sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum, sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðli. Afleiðingin yrði sú, að fyrirtæki mundu segja upp fólki eða hækka verð á vöru og þjónustu eða hvoru tveggja.