Laugardagurinn 16. janúar 2021

Fimmtudagurinn 9. júní 2011

«
8. júní

9. júní 2011
»
10. júní
Fréttir

Efnahagsvandi Grikkja töluvert verri en ætlað var

Efnahagsvandi Grikkja er meiri en menn höfðu ætlað til þessa, þótt fáir hefðu spáð því að hann gæti versnað.

Lög­fræðingar Strauss-Kahns vega að persónu herbergisþernunnar

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi for­stjóri Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins, ætlar að berjast af hörku gegn ásökunum um kynferðislegt ofbeldi fyrir rétti í New York ef marka má skrif fjölmiðla. Fréttir berast af því að verjendur Strauss-Kahns krefjist þess að hin 32 ára gamla herbergisþerna frá Vestur-Afríku sem kærði hann sæti læknisrannsókn.

Framkvæmda­stjórn ESB gefur ríkjum einkunn fyrir efnahags­stjórn - vill enn minni ríkisumsvif

Framkvæmda­stjórn Evrópu hefur birt niðurstöðu úttektar sinnar á efnahags­stefnu ESB-ríkjanna 27. Eftir bankahrunið var embættismönnum ESB veitt umboð og vald til að krefjast upplýsinga um stefnu einstakra landa í ríkisfjármálum og efnahagsmálum til að þeir gætu sagt álit sitt á henni áður en ríkisstj...

MIT: ný litínjóna-rafhlaða markar þáttaskil fyrir raf-bíla

Bandarískir vísindamenn hafa fundið upp nýja rafhlöðu sem nýtist í bílum og sparar notendum bæði tíma og fjármuni. Talið er að hin nýja hlaða (batterí) sem kynnt hefur verið af Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Bandaríkjunum marki þáttaskil í rafhlöðum fyrir bíla.

Þýzkur rit­stjóri: Fyrirsjáanlegt að Pia mundi leggja nazistaspilið á borðið

Deilur Piu Kjærsgaard, leiðtoga Danska Þjóða­flokksins og þýzka sendiherrans í Danmörku magnast að sögn Berlingske Tidende í dag.

Pútin: ætla ekki að eitra fyrir Rússum til að þóknast WTO

Leiðtogar ESB-ríkja og Rússlands eru að koma saman til tveggja daga fundar í borginni Nizhny Novogorod á bökkum Volgu að sögn BBC. Auk umræðna um gasleiðslur og ferðir á milli þessara ríkja án vega­bréfsáritunar verður bann Rússa við innflutningi á grænmeti frá ESB-ríkjum til umræðu, en Rússar fl...

Leiðarar

Vinstri villu hefur verið hafnað í Evrópu - hvers vegna ekki hér?

Eftir að sósíalistar misstu stjórnar­tökin í Portúgal sitja aðeins fjórar vinstri stjórnir í 27 aðildarríkjum Evrópu­sambandsins. Greinarhöfundar The Guardian í London segja að þetta hljóti að vekja vinstrisinna í Evrópu til umhugsunar um pólitíska stöðu sína og stefnu. Ríkin fjögur innan ESB sem lúta stjórn jafnaðarmanna eða sósíalista eru: Austurríki, Grikkland, Slóvenía og Spánn.

Í pottinum

Ánægjulegar fréttir, sem kalla á svar frá Steingrími J.

Ríkisútvarpið flutti þær ánægjulegu fréttir í kvöldfréttum sínum núna áðan, að ríkis­sjóður Íslands hefði í dag gengið frá samningum um útgáfu skulda­bréfa að upphæð einum milljarði Bandaríkjadala eða um 114 milljörðum króna. Samkvæmt frétt RÚV sýndu fjárfestar útgáfunni “mikinn áhuga og nam eftirspurn um tveimur milljörðum Bandaríkjadala.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS