E.kólígerillinn veldur mestri hættu sinnar tegundar í sögunni
Hinn banvæni E.kólígerill í Þýskalandi hefur valdið mestri hættu af þessu tagi sem nokkru sinni hefur orðið í veröldinni, sögðu þýsk yfirvöld sunnudaginn 12. júní. Frétt um þetta mat yfirvalda birtist þegar 35 höfðu látist af matareitruninni, allir nema einn í Þýskalandi. 3.255 manns í 14 löndum h...
Frakkland: 271 verk eftir Picasso koma í leitirnar - talin stolin
Franskur rafvirki á eftirlaunum og eiginkona hans eru ákærð fyrir að hafa falið 271 stolin verk eftir Pablo Picasso samkvæmt því sem segir í Le Monde.
Alvarleg árás gerð á tölvukerfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - FBI rannsakar málið
Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur hafið rannsókna grunsemdum um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafi orðið fyrir tölvuárás (cyber attack). The New York Times segir ekki vitað um umfang árásarinnar. Fréttir um að ráðist hefði verið á tölvukerfi AGS bárus sunnudaginn 12. júní. The New Yor...
Írar vonast til að njóta góðs af
Írar gera sér vonir um að þeir njóti góðs af verði niðurstaðan í skuldamálum Grikkja sú mjúka lausn, sem þýzka ríkisstjórnin hefur boðað en Seðlabanki Evrópu lýst sig andvígan.
Brezka sunnudagsblaðið The Observer, segir í dag, að Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins sé kominn í pólitíska erfiðleika vegna vaxandi efasemda um að hann ráði við það hlutverk, sem hann hafi tekið að sér. Sumir segja, að hann hafi tíma fram að þingi flokksins í haust til þess að ná sér á strik en aðrir að hann hafi svigrúm fram að sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi næsta vor.
Stanley Fischer, bankastjóri Seðlabanka Ísraels, tilkynnti um framboð sitt til forstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gær en áður hafði verið sagt frá því hér á Evrópuvaktinni, að til þess gæti komið. Fischer er fyrrverandi aðstoðarforstjóri sjóðsins og á sér mikla sögu í alþjóðlegum fjármálaheimi.
Karl-Theodor zu Guttenberg, fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýzkalands, sem sagði af sér embætti fyrir rúmum þremur mánuðum vegna ásakana um ritstuld í tengslum við doktorsritgerð ætlar að flytja úr landi með fjölskyldu sína í a.m.k. tvö ár skv. frétt í Der Spiegel. Guttenberg hefur ekki sést opi...
Finnski knattspyrnuheimurinn í uppnámi vegna ásakana um leikjasvindl
Finnski knattspyrnuheimurinn leikur á reiðiskjálfi vegna þess að upp hefur komist um leikjasvindl sem hefur áhrif um heim allan. Níu fyrrverandi leikmenn í einu liði og maður frá Singapore eru sakaðir um að hafa skipulagt svindlið. Þeir hafa verið dregnir fyrir rétt. Þá hefur hafist rannsókn á öðru liði sem er grunað um peningaþvætti.
Í eigu „heimsfrægra“ Íslendinga?!
Í viðskiptalífinu velta menn því fyrir sér hvernig beri að skilja lítinn þrýsting á jöklabréfin í gjaldeyrisútboði Seðlabankans fyrir nokkrum dögum. Þar er sú skoðun útbreidd að ástæðan sé sú, að þau og skuldabréf bankanna séu að verulegu leyti í eigu Íslendinga og að í þeim hópi megi finna „heimsfræg“ nöfn á Íslandi!