Mánudagurinn 18. janúar 2021

Sunnudagurinn 12. júní 2011

«
11. júní

12. júní 2011
»
13. júní
Fréttir

E.kólígerillinn veldur mestri hættu sinnar tegundar í sögunni

Hinn banvæni E.kólígerill í Þýskalandi hefur valdið mestri hættu af þessu tagi sem nokkru sinni hefur orðið í veröldinni, sögðu þýsk yfirvöld sunnudaginn 12. júní. Frétt um þetta mat yfirvalda birtist þegar 35 höfðu látist af matareitruninni, allir nema einn í Þýskalandi. 3.255 manns í 14 löndum h...

Frakkland: 271 verk eftir Picasso koma í leitirnar - talin stolin

Franskur rafvirki á eftirlaunum og eiginkona hans eru ákærð fyrir að hafa falið 271 stolin verk eftir Pablo Picasso samkvæmt því sem segir í Le Monde.

Alvarleg árás gerð á tölvukerfi Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins - FBI rannsakar málið

Bandaríska alríkislög­reglan (FBI) hefur hafið rannsókna grunsemdum um að Alþjóða­gjaldeyris­sjóðurinn (AGS) hafi orðið fyrir tölvuárás (cyber attack). The New York Times segir ekki vitað um umfang árásarinnar. Fréttir um að ráðist hefði verið á tölvukerfi AGS bárus sunnudaginn 12. júní. The New Yor...

Írar vonast til að njóta góðs af

Írar gera sér vonir um að þeir njóti góðs af verði niðurstaðan í skuldamálum Grikkja sú mjúka lausn, sem þýzka ríkis­stjórnin hefur boðað en Seðlabanki Evrópu lýst sig andvígan.

Ed Miliband í erfiðleikum

Brezka sunnudagsblaðið The Observer, segir í dag, að Ed Miliband, leiðtogi Verkamanna­flokksins sé kominn í pólitíska erfiðleika vegna vaxandi efasemda um að hann ráði við það hlutverk, sem hann hafi tekið að sér. Sumir segja, að hann hafi tíma fram að þingi flokksins í haust til þess að ná sér á strik en aðrir að hann hafi svigrúm fram að sveitar­stjórnar­kosningum í Bretlandi næsta vor.

Fischer í framboð til AGS

Stanley Fischer, banka­stjóri Seðlabanka Ísraels, tilkynnti um framboð sitt til for­stjóra Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins gær en áður hafði verið sagt frá því hér á Evrópu­vaktinni, að til þess gæti komið. Fischer er fyrrverandi aðstoðar­for­stjóri sjóðsins og á sér mikla sögu í alþjóðlegum fjármálaheimi.

Guttenberg flytur úr landi

Karl-Theodor zu Guttenberg, fyrrverandi varnarmála­ráðherra Þýzkalands, sem sagði af sér embætti fyrir rúmum þremur mánuðum vegna ásakana um ritstuld í tengslum við doktorsritgerð ætlar að flytja úr landi með fjölskyldu sína í a.m.k. tvö ár skv. frétt í Der Spiegel. Guttenberg hefur ekki sést opi...

Finnski knattspyrnuheimurinn í uppnámi vegna ásakana um leikjasvindl

Finnski knattspyrnuheimurinn leikur á reiðiskjálfi vegna þess að upp hefur komist um leikjasvindl sem hefur áhrif um heim allan. Níu fyrrverandi leikmenn í einu liði og maður frá Singapore eru sakaðir um að hafa skipulagt svindlið. Þeir hafa verið dregnir fyrir rétt. Þá hefur hafist rannsókn á öðru liði sem er grunað um peningaþvætti.

Í pottinum

Í eigu „heimsfrægra“ Íslendinga?!

Í viðskiptalífinu velta menn því fyrir sér hvernig beri að skilja lítinn þrýsting á jökla­bréfin í gjaldeyris­útboði Seðlabankans fyrir nokkrum dögum. Þar er sú skoðun útbreidd að ástæðan sé sú, að þau og skulda­bréf bankanna séu að verulegu leyti í eigu Íslendinga og að í þeim hópi megi finna „heimsfræg“ nöfn á Íslandi!

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS