Mánudagurinn 25. janúar 2021

Föstudagurinn 17. júní 2011

«
16. júní

17. júní 2011
»
18. júní
Fréttir

DSK kvartaði undan því að þurfa að hafa of þröng handjárn fyrir aftan bak

Dominique Strauss-Kahn (DSK), þáverandi for­stjóri Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins, krafðist friðhelgi sem diplómat þegar hann var handtekinn í New York 14. maí, þá kvartaði hann undan þvi á handjárnin væru „of þröng“, Að kröfu lögmanna DSK hefur saksóknari í New York veitt opinberan aðgang að skýrslum um ...

Meira en 15 ríki stunda skipulegar njósnir í Svíþjóð

Meira en fimmtán ríki stunda skipulegar njósnir í Svíþjóð eða gegn sænskum hagsmunum erlendis segir í nýrri skýrslu sænsku öryggislög­reglunnar, Säpo.

Merkel og Sarkozy segjast einhuga um skjóta lausn á fjárhagsvanda Grikkja

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segjast hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu á fundi sínum í Berlín föstudaginn 17. júní um hvernig taka skuli á fjárhagsvanda Grikkja. Þau hvöttu grísk stjórnvöld til að vinna að efnahagsumbótum og skera niður ríkisútgjö...

Lengsti sjónvarpsþáttur veraldarsögunnar á NRK2 - 134 stundir

Lengsti sjónvarpsþáttur veraldarsögunnar í beinni útsendingu hófst í Bergen klukkan 19.45 að kvöldi 16. júní í norsku sjónvarpsstöðinni NRK2. Hann stendur í 134 klukkustundir og á meðan ferðast áhorfendur með skipinu Nordnorge frá skipa­félaginu Hurtigruten, það er skipi sem siglir með strönd Noregs ...

Atvinnulíf blómstrar í Noregi - Stoltenberg varar þó við hættum

Jens Stoltenberg, forsætis­ráðherra Noregs, varaði þjóð sína við neikvæðum afleiðingum nýrrar efnahagskreppu í ræðu í stórþinginu, þegar rætt var um endurskoðuð fjárlög ríkisins föstudaginn 17. júní að því er segir á ABC-vefsíðunni norsku. Hann útilokaði ekki að ríkis­stjórn sín yrði að grípa til sérs...

Ásókn A-Evrópu­manna í störf í Austurríki veldur ekki áhyggjum ráðherra

Rúmlega 8.000 atvinnulausir innflytjendur frá A-Evrópu hafa óskað eftir störfum í Austurríki eftir að ríkis­stjórn landsins ákvað að opna vinnu­markaðinn í samræmi við ESB-reglur hinn 1. maí 2011. Austurrísk og þýsk stjórnvöld afnámu allar hömlur á aðgangi íbúa nýrra ESB-ríkja að vinnu­markaði sínum 1...

Nýr fjármála­ráðherra í Grikklandi

Grikkland hefur fengið nýjan fjármála­ráðherra. Papandreou, forsætis­ráðherra tilkynnti í morgun, að Evangelos Venizelos, sem verið hefur varnarmála­ráðherra, hafi tekið við sem fjármála­ráðherra en Papaconstantinou, sem verið hefur fjármála­ráðherra tekur við umhverfis­ráðuneytinu. Frá þessu sagði BBC fyrir skömmu.

Wall Street segir upp fólki og sker niður kostnað

Fjármála­fyrirtækin á Wall Street eru að hefja undirbúning að uppsögnum og niðurskurði á útgjöldum að sögn New York Times í dag. Ástæðan er minnkandi umsvif og viðskipti og óvissa um nýjar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja. Þótt fyrirtækin skili hagnaði á ný eftir fjármálakreppuna haustið 2008 er hann ekki jafn mikill og áður.

NYTimes: Andúðin á forréttindum banka vaxandi í Evrópu

Um alla Evrópu kvartar fólk undan ósanngirni þess að það verði að greiða fyrir mistök ríkis­stjórna og andúðin á alþjóðlegum bönkum og þeim forréttindum, sem þeir njóta fer vaxandi og verður háværari, segir New York Times í dag. “

Átök innan ESB um starfs­reglur banka

Vísbendingar eru um að meiriháttar átök séu framundan innan Evrópu­sambandsins um nýjar og strangari reglur um rekstur banka og annarra fjármálafyrirtækja. Á annan veginn eru Bretar, sem vilja grípa til mjög strangra aðgerða til þess að tryggja traustan rekstur banka. Á hinn veginn eru Þjóðverjar og Frakkar, sem vilja ekki ganga jafn langt.

Grikklandi haldið á floti fram í september

Lánardrottnar Grikkja hafa lofað þeim peningum, sem duga til að halda Grikklandi á floti fram í september að sögn Wall Street Journal í dag. Jafnframt kom tilkynning frá AGS í gær um að sjóðurinn mundi inna af hendi greiðslu skv. björgunarpakkanum frá því fyrir ári nú í byrjun júlí, jafnvel þótt samkomulag hefði ekki náðst á milli evruríkjanna um framhaldið.

Leiðarar

Hvað skiptir okkur mestu?

Hvað skiptir okkur mestu sem þjóð? Að varðveita tunguna. Að varðveita söguna og menningarlega arfleifð okkar. Að varðveita landið og náttúru þess. Að varðveita fullveldið. Okkur hefur gengið misjafnlega að varðveita tunguna. Þó erum við sennilega betur stödd en fyrir hundrað árum. En hin engilsaxnesku áhrif sækja stíft á.

Í pottinum

Hin sveigjanlega sannfæring VG

Þrátt fyrir karlmannlegar yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar, um að hann muni halda áfram sem formaður VG og leiða flokkinn í gegnum næstu kosningar eru ekki allir flokksmenn hans sannfærðir um að hann geti staðið við þær. Raunar var það svo, að Steingrímur stóð mjög höllum fæti innan flokks...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS