Þriðjudagurinn 10. desember 2019

Laugardagurinn 18. júní 2011

«
17. júní

18. júní 2011
»
19. júní
Fréttir

Van Rompuy vill að notað sé orðið Evruland - fagnar nýjum ESB-ríkjum án þess að nefna Ísland

Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, hefur hvatt almenning og fjármálamenn opinberlega til að forðast „bölsýni“ vegna stöðu Evrópu­sambandisns, heldur verði að bregðast við málum af „yfirvegun“. Hann vill að notað verði orðið Evruland í stað orðsins evru-svæði – hann fagnar nýjum aðildarríkju...

Merkel vill „umtalsverðan skerf“ frá fjárfestum til björgunar Grikkjum - Juncker talar um leik að eldi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti fjárfesta til að leggja „umtalsverðan“ skerf af mörkum til að draga úr skuldavanda Grikkja í ræðu sem hún flutti á fundi með flokksmönnum sínum, kristilegum demókrötum, í Berlín laugardaginn 18. júní. „Við verðum að leggja okkur fram um að fá umtalsvert...

Hótaði Svíakonungi – fluttur í fangelsi

Sænska lög­reglan hefur handtekið Mille Markovic sem hefur lýst yfir því að hann ætli að birta ósæmilegar ljósmyndir af Karli Gústavi Svíakonungi.

Hochtief í meirihluta­eign Spánverja

Níu mánaða baráttu spænska verktaka­fyrirtækisins ACS við að ná eignar­haldi á meirihluta í þýska verktaka­fyrirtækinu Hochtief lauk föstudaginn 17. júní með sigri ACS. For­stjóri Hochtief sagði af sér eftir yfirtökuna. ACS hefur árum saman verið stærsti hlutafi í Hochtief. Með kaupum á nýjum hlutab...

Forystumaður grænfriðunga tekinn fastur á borpalli við Grænland

Kumi Naidoo, alþjóðlegur forystumaður grænfriðunga – Greenpeace – , var handtekinn þegar hann fór fyrir skömmu um borð í olíuborpallinn Leif Eiríksson í eigu Cairn Energy undan vesturströnd Grænlands. Hollenskur dómstóll setti í síðustu viku lögbann á grænfriðunga. Samkvæmt því er þeim bannað að nálgast olíuborpallinn.

Bretland: Verkfallsalda opinberra starfsmanna framundan

Alda verkfalla opinberra starfsmanna í Bretlandi er framundan og segir forystumaður samtaka þeirra, að þetta verði víðtækustu verkfallsaðgerðir í Bretlandi frá 1926. Opinber þjónusta verði stöðvuð frá degi til dags, í þessari stofnun í dag, í annarri á morgun, í þessari borg í dag, í annarri á mor...

AGS: Aðvörun um evrukreppuna og skuldavanda Bandaríkjanna

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn hefur varað við neikvæðri þróun í alþjóðlegum efnahagsmálum. Þar nefnir sjóðurinn sérstaklega evrukreppuna, skuldavanda Bandaríkjanna og nauðsyn þess að hemja vöxtinn í Asíu. Sjóðurinn gerir ráð fyrir áframhaldandi hagvexti á heimsvísu en hefur lækkað spár um hagvöxt í Bandaríkjunum og í Bretlandi.

Verða eigendur skulda­bréfa írsku bankanna „brenndir“?

Herman van Rompuy, forseti ráðherraráðs Evrópu­sambandsins er í heimsókn á Írlandi. Hann hefur gefið til kynna stuðning við kröfur Íra um lækkun vaxta á björgunarláni til þeirra en varar þá við að grípa til einhliða aðgerða til þess að láta helztu eigendur skulda­bréfa, sem Anglo Irish Bank hefur gefið út axla töp vegna þeirra án þess að hafa samráð um það við „alþjóðlega samstarfsmenn“ þeirra.

Sanderud hverfur frá ESA 1. júlí

Oda Helen Sletnes, sem nú er sendiherra Noregs gagnvart ESB, tekur við af Per Sanderud sem fulltrúi Noregs í forsætis­nefnd Eftirlits­stofnunar EFTA (ESA) hinn 1. júlí nk. Íslenska ríkis­stjórnin á nú í útistöðum við ESA vegna Icesave-málsins en í því hefur Per Sanderud tekið mjög eindregna andstöðu g...

Leiðarar

Bankahrunsagan að endurtaka sig í ESB-aðildarmálinu

Einhverjir muna kannski enn eftir því sem sagt var áður en alþingi samþykkti umsóknina um aðild Íslands að ESB. Stuðningsmenn hennar hömruðu á því að í henni fælist einkum tvennt: Í fyrsta lagi mundi umsóknin ein valda því að staða Íslands í efnahagsmálum yrði öruggari en ella. Við blasti að fyrir ...

Pistlar

Fúið haldreipi

Stjórnar­liðum er ótrúlega gjarnt að fara með staðlausa stafi. Þeir slengja þá fram fullyrðingum með spekingssvip, en innistæðan hefur aldrei reynzt nein fyrir heimatilbúnum gervifræðum þeirra.

Hvenær koma aðildarsinnar með alvöru staðreyndir?

Í viðtali við DV.is segir hæstvirtur utanríkis­ráherra Össur Skarphéðinsson m.a.; „Könnunin sýnir að á einu ári hefur stuðningur við aðild Íslands að Evrópu­sambandinu aukist um næstum helming, eða úr 30 % í 43%“. Það var þá rétt sem hann sagði...

Í pottinum

Ráða ekki einu sinni við mál, sem þau eru sammála um!

Það er skiljanlegt að mál stöðvist þegar stjórnar­flokkarnir tveir geta ekki komið sér saman eins og raunin er varðandi orkufrekan iðnað. Það er auðvitað ljóst að sú stöðnun, sem ríkt hefur á því sviði frá því að núverandi ríkis­stjórn tók við völdum er bein afleiðing af aðgerðum og aðgerðaleysi ríkis­stjórnar, sem í grundvallar­atriðum er ósammála um hvert skuli stefna.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS