Embættismenn mynda meirihluta þeirra sem eiga að móta samningsmarkmiðin gagnvart ESB
Á vefsíðu utanríkisráðuneytisins eru birt nöfn þeirra sem skipa samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Alls eru þetta níu manns, þar af fimm embættismenn, fjórir úr utanríkisráðuneytinu og einn úr forsætisráðuneytinu.
Baldur spyr Össur á þingi um sjö IPA-styrkumsóknir vegna aðildar að ESB
Baldur Þórhallsson, Jean Monnet-prófessor við Háskóla Íslands, sat nokkra daga á alþingi skömmu fyrir þinglok sem varamaður Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Baldur lagði meðal annars fyrirspurn fyrir samflokksmann sinn, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, um það hvað liði „samþykkt IPA-landsáætlunar fyrir 2011 vegna undirbúnings hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu.“
Boris Johnson: Því fyrr sem Grikkir hverfa frá evrunni því betra
Boris Johnson, einn af forystumönnum breska Íhaldsflokksins og borgarstjóri í London, hvetur flokksbróður sinni George Osborne, fjármálaráðherra Breta, til þess í grein í The Daily Telegraph 20. júní að hætta stuðningi við Grikki og evruna með því að nota „góða peninga“ til að „vondum“ á floti en ...
ESB: Grikkland fær ekki peningana nema þingið samþykki aðgerðir
Fjármálaráðherrar evruríkjanna ákváðu kl. tvö í nótt að reiða ekki fram 12 milljarða evra lán til Grikklands fyrr en gríska þingið hefði samþykkt aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Eftir 7 klukkutíma neyðarfund varð niðurstaðan sú að ráðherrrarnir náðu ekki samkomulagi um afgreiðslu málsins.
Evruland í ljósum logum-Á Ísland að æða inn í eldinn?!
Evrulandið stendur í ljósum logum eftir fund fjármálaráðherra evruríkjanna, sem stóð til kl. tvö í nótt og komst ekki að annarri niðurstöðu en þeirri að grípa ekki til slökkvitækjanna í bili.
Komnir í hár saman út af kvótakerfinu!
Nú eru stjórnarflokkarnir komnir í hár saman út af kvótakerfinu og það um grundvallaratriði þess. Einn helzti talsmaður Vinstri grænna í málinu, Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður vill leggja áherzlu á byggðasjónarmið við breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu og endurspeglar þar væntanlega sjónarmið Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra.
Af hverju efndi Ögmundur til fundarins?
Af hverju ætli Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hafi efnt til fundar með aðilum vinnumarkaðar í gær? Hann virðist ekki hafa haft neitt nýtt að segja. Engar nýjar tillögur eða hugmyndir um hvernig ríkisstjórnin gæti staðið við fyrirheit sín gagnvart aðilum vinnumarkaðar.