Föstudagurinn 13. desember 2019

Mánudagurinn 20. júní 2011

«
19. júní

20. júní 2011
»
21. júní
Fréttir

Embættismenn mynda meirihluta þeirra sem eiga að móta samningsmarkmiðin gagnvart ESB

Á vefsíðu utanríkis­ráðuneytisins eru birt nöfn þeirra sem skipa samninga­nefnd Íslands gagnvart Evrópu­sambandinu. Alls eru þetta níu manns, þar af fimm embættismenn, fjórir úr utanríkis­ráðuneytinu og einn úr forsætis­ráðuneytinu.

Baldur spyr Össur á þingi um sjö IPA-styrkumsóknir vegna aðildar að ESB

Baldur Þórhallsson, Jean Monnet-prófessor við Háskóla Íslands, sat nokkra daga á alþingi skömmu fyrir þinglok sem varamaður Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingar­innar. Baldur lagði meðal annars fyrirspurn fyrir sam­flokksmann sinn, Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra, um það hvað liði „samþykkt IPA-lands­áætlunar fyrir 2011 vegna undirbúnings hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu.“

Boris Johnson: Því fyrr sem Grikkir hverfa frá evrunni því betra

Boris Johnson, einn af forystumönnum breska Íhalds­flokksins og borgar­stjóri í London, hvetur flokksbróður sinni George Osborne, fjármála­ráðherra Breta, til þess í grein í The Daily Telegraph 20. júní að hætta stuðningi við Grikki og evruna með því að nota „góða peninga“ til að „vondum“ á floti en ...

ESB: Grikkland fær ekki peningana nema þingið samþykki aðgerðir

Fjármála­ráðherrar evruríkjanna ákváðu kl. tvö í nótt að reiða ekki fram 12 milljarða evra lán til Grikklands fyrr en gríska þingið hefði samþykkt aðhaldsaðgerðir ríkis­stjórnar­innar. Eftir 7 klukkutíma neyðarfund varð niðurstaðan sú að ráðherrrarnir náðu ekki samkomulagi um afgreiðslu málsins.

Tyrkir eru búnir að fá nóg af ESB

Tyrkir eru búnir að fá nóg af Evrópu­sambandinu.

Leiðarar

Evruland í ljósum logum-Á Ísland að æða inn í eldinn?!

Evrulandið stendur í ljósum logum eftir fund fjármála­ráðherra evruríkjanna, sem stóð til kl. tvö í nótt og komst ekki að annarri niðurstöðu en þeirri að grípa ekki til slökkvitækjanna í bili.

Í pottinum

Komnir í hár saman út af kvótakerfinu!

Nú eru stjórnar­flokkarnir komnir í hár saman út af kvótakerfinu og það um grundvallar­atriði þess. Einn helzti talsmaður Vinstri grænna í málinu, Lilja Rafney Magnús­dóttir, alþingis­maður vill leggja áherzlu á byggðasjónarmið við breytingar á fiskveiði­stjórnar­kerfinu og endurspeglar þar væntanlega sjónarmið Jóns Bjarnasonar, sjávar­útvegs­ráðherra.

Af hverju efndi Ögmundur til fundarins?

Af hverju ætli Ögmundur Jónasson, innanríkis­ráðherra, hafi efnt til fundar með aðilum vinnu­markaðar í gær? Hann virðist ekki hafa haft neitt nýtt að segja. Engar nýjar tillögur eða hugmyndir um hvernig ríkis­stjórnin gæti staðið við fyrirheit sín gagnvart aðilum vinnu­markaðar.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS